Fulltrúar Evrópusambandsríkja samþykktu á fundi í Brussel í morgun að veita Bretum frest til 31. janúar 2010 til ganga út úr Evrópusambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter í morgun.
The EU27 has agreed that it will accept the UK's request for a #Brexit flextension until 31 January 2020. The decision is expected to be formalised through a written procedure.
— Donald Tusk (@eucopresident) October 28, 2019Auglýsing
Áður hafði ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stefnt að útgöngu eigi síðar en 31. október, en vegna þess að breska þingið samþykkti ekki tímaáætlun sem hann hafði lagt fram, fyrir umræður um samning um útgöngu, þá varð ljóst að frekari frest þyrfti.
Johnson sendi beiðni um frest í síðustu viku og hafa fulltrúar Evrópusambandsins nú samþykkt að veita Bretlandi þriggja mánaða frest, líkt og kom fram hér fyrir ofan. Bretar geta þó gengið fyrr úr sambandinu ef breska þingið samþykkir útgöngusamning fyrir þann tíma.
Johnson mun jafnframt leggja það til á þingi í dag að boðað verði til þingkosninga þann 12. desember næstkomandi. Hann hefur farið fram á að stjórnarandstæðingar styðji tillöguna við litlar undirtektir leiðtoga Verkamannaflokksins, Jeremys Corbyns, .