Úrgangur frá mannvirkjagerð rúmlega tvöfaldast á þremur árum

Frá árinu 2014 til ársins 2017 rúmlega tvöfaldaðist úrgangur frá mannvirkjagerð hér á landi samhliða mikilli uppbygginu í byggingariðnaði.

_abh2215_9954187243_o.jpg Höfðatorg byggingar framkvæmdir
AuglýsingBygg­ing­ar­iðn­aði fylgir mikil myndun úrgangs og er sá úrgangur að jafn­aði stærsti úr­gangs­flokkur landa. Ís­land er þar engin und­an­tekn­ing en á síð­ustu árum hefur úrgangur frá mann­virkja­gerð auk­ist gíf­ur­lega, sem og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sam­hliða mik­illi upp­sveiflu í bygg­ing­ar­geir­anum á síð­ustu árum.

62 pró­sent af úrgangi á Íslandi 

Í tölum Umhverf­is­stofn­unar kemur fram að úrgangur frá mann­virkja­gerð var rúm­lega 873.522 tonn árið 2017 en það er bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur auk óvirks úrgangs. Árið 2014 taldi slíkur úrgangur 364.943 tonn og hefur úrgangur því tvö­fald­ast á þremur árun­um.

Þá hefur magn af grófum úrgangi sem berst til mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar Sorpu, sem tekur aðal­lega við úrgangi frá heim­il­um, einnig auk­ist til muna á síð­ustu árum. Grófur úrgangur er til að mynda inn­rétt­ing­ar, ónýt hús­gögn, gól­f­efni og svo fleiri. Sá úrgangur hefur auk­ist úr 4.600 tonnum árið 2015 í 9.600 tonn árið 2017.

Auglýsing

Bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur var alls 49 pró­sent af úrgangi á Íslandi árið 2017. Ef óvirkur úrgangur er hins vegar reikn­aður með þá er úrgangur af mann­virkja­gerð 62 pró­sent af heild­ar­úr­gangi Íslend­inga. Óvirkur úrgangur er til að mynda múr­brot, gler og upp­mokst­ur. 

Losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði eykst aftur eftir hrun

Vexti í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur ekki ein­ungis fylgt auk­inn úrgangur heldur einnig aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í tölum Hag­stofu Íslands má sjá að veru­lega hægð­ist á losun koltví­sýr­ings frá bygg­ing­ar­iðn­aði á árunum eftir hrun. Árið 2013 var losun frá hag­kerfi Íslands vegna bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð alls 135,18 tonn. Fjórum árum síðar var los­unin 189,79 tonn og hafði því auk­ist um 40 pró­sent. 

Þá hefur losun met­ans frá bygg­ing­ar­starf­semi auk­ist sam­hliða losun koltví­sýr­ings og var alls 113,56 kílótonn árið 2017 en 80,7 kílótonn árið 2013.

Fyrir liggur að þús­undir bygg­inga munu rísa upp hér á landi á næstu þremur árum og má því búast við áfram­hald­andi aukn­ingu í  úr­gangs­myndun og losun koltví­sýr­ings.

Hægt að draga úr mengun

Íslensk stjórn­völd hafa sett sér stefnu um myndun úrgangs um landið allt til tólf ára í senn. Mark­mið stefn­unnar er að draga úr úrgangi og draga þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Auk þess er mark­miðið að bæta nýt­ingu auð­linda, meðal ann­ars með því að leggja áherslu á græna nýsköp­un. Núver­andi úrgagns­stefna stjórn­valda, Saman gegn sóun, er stefna stjórn­valda fyr­ir­ ­tíma­bil­ið 2016 til 2027.

 Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni eru ákveðnir úrgangs­flokkar í brennid­epli á hverju ári og ráð­gert er að verk­efni sem heyri undir þessa flokka verði til úti í sam­fé­lag­inu og á meðan hver flokkur er í for­gangi þá sé mögu­legt að sækja um verk­efna­styrki til ráðu­neyt­is­ins. Grænar bygg­ingar verða árið 2024 í brennid­epli, sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unn­i. 

Í stefn­unni segir að með því að setja sjálf­bæra bygg­ing­ar­starf­semi í brenni­depil megi því draga úr myndun bygg­ing­ar– og nið­ur­rifsúr­gangs sem leiðir af sér­ ­sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bætta nýt­ingu auð­linda og minnk­aða dreif­ingu á efnum sem eru skað­leg umhverf­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent