Úrgangur frá mannvirkjagerð rúmlega tvöfaldast á þremur árum

Frá árinu 2014 til ársins 2017 rúmlega tvöfaldaðist úrgangur frá mannvirkjagerð hér á landi samhliða mikilli uppbygginu í byggingariðnaði.

_abh2215_9954187243_o.jpg Höfðatorg byggingar framkvæmdir
AuglýsingBygg­ing­ar­iðn­aði fylgir mikil myndun úrgangs og er sá úrgangur að jafn­aði stærsti úr­gangs­flokkur landa. Ís­land er þar engin und­an­tekn­ing en á síð­ustu árum hefur úrgangur frá mann­virkja­gerð auk­ist gíf­ur­lega, sem og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sam­hliða mik­illi upp­sveiflu í bygg­ing­ar­geir­anum á síð­ustu árum.

62 pró­sent af úrgangi á Íslandi 

Í tölum Umhverf­is­stofn­unar kemur fram að úrgangur frá mann­virkja­gerð var rúm­lega 873.522 tonn árið 2017 en það er bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur auk óvirks úrgangs. Árið 2014 taldi slíkur úrgangur 364.943 tonn og hefur úrgangur því tvö­fald­ast á þremur árun­um.

Þá hefur magn af grófum úrgangi sem berst til mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar Sorpu, sem tekur aðal­lega við úrgangi frá heim­il­um, einnig auk­ist til muna á síð­ustu árum. Grófur úrgangur er til að mynda inn­rétt­ing­ar, ónýt hús­gögn, gól­f­efni og svo fleiri. Sá úrgangur hefur auk­ist úr 4.600 tonnum árið 2015 í 9.600 tonn árið 2017.

Auglýsing

Bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur var alls 49 pró­sent af úrgangi á Íslandi árið 2017. Ef óvirkur úrgangur er hins vegar reikn­aður með þá er úrgangur af mann­virkja­gerð 62 pró­sent af heild­ar­úr­gangi Íslend­inga. Óvirkur úrgangur er til að mynda múr­brot, gler og upp­mokst­ur. 

Losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði eykst aftur eftir hrun

Vexti í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur ekki ein­ungis fylgt auk­inn úrgangur heldur einnig aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í tölum Hag­stofu Íslands má sjá að veru­lega hægð­ist á losun koltví­sýr­ings frá bygg­ing­ar­iðn­aði á árunum eftir hrun. Árið 2013 var losun frá hag­kerfi Íslands vegna bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð alls 135,18 tonn. Fjórum árum síðar var los­unin 189,79 tonn og hafði því auk­ist um 40 pró­sent. 

Þá hefur losun met­ans frá bygg­ing­ar­starf­semi auk­ist sam­hliða losun koltví­sýr­ings og var alls 113,56 kílótonn árið 2017 en 80,7 kílótonn árið 2013.

Fyrir liggur að þús­undir bygg­inga munu rísa upp hér á landi á næstu þremur árum og má því búast við áfram­hald­andi aukn­ingu í  úr­gangs­myndun og losun koltví­sýr­ings.

Hægt að draga úr mengun

Íslensk stjórn­völd hafa sett sér stefnu um myndun úrgangs um landið allt til tólf ára í senn. Mark­mið stefn­unnar er að draga úr úrgangi og draga þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Auk þess er mark­miðið að bæta nýt­ingu auð­linda, meðal ann­ars með því að leggja áherslu á græna nýsköp­un. Núver­andi úrgagns­stefna stjórn­valda, Saman gegn sóun, er stefna stjórn­valda fyr­ir­ ­tíma­bil­ið 2016 til 2027.

 Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni eru ákveðnir úrgangs­flokkar í brennid­epli á hverju ári og ráð­gert er að verk­efni sem heyri undir þessa flokka verði til úti í sam­fé­lag­inu og á meðan hver flokkur er í for­gangi þá sé mögu­legt að sækja um verk­efna­styrki til ráðu­neyt­is­ins. Grænar bygg­ingar verða árið 2024 í brennid­epli, sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unn­i. 

Í stefn­unni segir að með því að setja sjálf­bæra bygg­ing­ar­starf­semi í brenni­depil megi því draga úr myndun bygg­ing­ar– og nið­ur­rifsúr­gangs sem leiðir af sér­ ­sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bætta nýt­ingu auð­linda og minnk­aða dreif­ingu á efnum sem eru skað­leg umhverf­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent