Úrgangur frá mannvirkjagerð rúmlega tvöfaldast á þremur árum

Frá árinu 2014 til ársins 2017 rúmlega tvöfaldaðist úrgangur frá mannvirkjagerð hér á landi samhliða mikilli uppbygginu í byggingariðnaði.

_abh2215_9954187243_o.jpg Höfðatorg byggingar framkvæmdir
AuglýsingBygg­ing­ar­iðn­aði fylgir mikil myndun úrgangs og er sá úrgangur að jafn­aði stærsti úr­gangs­flokkur landa. Ís­land er þar engin und­an­tekn­ing en á síð­ustu árum hefur úrgangur frá mann­virkja­gerð auk­ist gíf­ur­lega, sem og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sam­hliða mik­illi upp­sveiflu í bygg­ing­ar­geir­anum á síð­ustu árum.

62 pró­sent af úrgangi á Íslandi 

Í tölum Umhverf­is­stofn­unar kemur fram að úrgangur frá mann­virkja­gerð var rúm­lega 873.522 tonn árið 2017 en það er bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur auk óvirks úrgangs. Árið 2014 taldi slíkur úrgangur 364.943 tonn og hefur úrgangur því tvö­fald­ast á þremur árun­um.

Þá hefur magn af grófum úrgangi sem berst til mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar Sorpu, sem tekur aðal­lega við úrgangi frá heim­il­um, einnig auk­ist til muna á síð­ustu árum. Grófur úrgangur er til að mynda inn­rétt­ing­ar, ónýt hús­gögn, gól­f­efni og svo fleiri. Sá úrgangur hefur auk­ist úr 4.600 tonnum árið 2015 í 9.600 tonn árið 2017.

Auglýsing

Bygg­ing­ar- og nið­ur­rifsúr­gangur var alls 49 pró­sent af úrgangi á Íslandi árið 2017. Ef óvirkur úrgangur er hins vegar reikn­aður með þá er úrgangur af mann­virkja­gerð 62 pró­sent af heild­ar­úr­gangi Íslend­inga. Óvirkur úrgangur er til að mynda múr­brot, gler og upp­mokst­ur. 

Losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði eykst aftur eftir hrun

Vexti í bygg­ing­ar­iðn­aði hefur ekki ein­ungis fylgt auk­inn úrgangur heldur einnig aukin losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í tölum Hag­stofu Íslands má sjá að veru­lega hægð­ist á losun koltví­sýr­ings frá bygg­ing­ar­iðn­aði á árunum eftir hrun. Árið 2013 var losun frá hag­kerfi Íslands vegna bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð alls 135,18 tonn. Fjórum árum síðar var los­unin 189,79 tonn og hafði því auk­ist um 40 pró­sent. 

Þá hefur losun met­ans frá bygg­ing­ar­starf­semi auk­ist sam­hliða losun koltví­sýr­ings og var alls 113,56 kílótonn árið 2017 en 80,7 kílótonn árið 2013.

Fyrir liggur að þús­undir bygg­inga munu rísa upp hér á landi á næstu þremur árum og má því búast við áfram­hald­andi aukn­ingu í  úr­gangs­myndun og losun koltví­sýr­ings.

Hægt að draga úr mengun

Íslensk stjórn­völd hafa sett sér stefnu um myndun úrgangs um landið allt til tólf ára í senn. Mark­mið stefn­unnar er að draga úr úrgangi og draga þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Auk þess er mark­miðið að bæta nýt­ingu auð­linda, meðal ann­ars með því að leggja áherslu á græna nýsköp­un. Núver­andi úrgagns­stefna stjórn­valda, Saman gegn sóun, er stefna stjórn­valda fyr­ir­ ­tíma­bil­ið 2016 til 2027.

 Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni eru ákveðnir úrgangs­flokkar í brennid­epli á hverju ári og ráð­gert er að verk­efni sem heyri undir þessa flokka verði til úti í sam­fé­lag­inu og á meðan hver flokkur er í for­gangi þá sé mögu­legt að sækja um verk­efna­styrki til ráðu­neyt­is­ins. Grænar bygg­ingar verða árið 2024 í brennid­epli, sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unn­i. 

Í stefn­unni segir að með því að setja sjálf­bæra bygg­ing­ar­starf­semi í brenni­depil megi því draga úr myndun bygg­ing­ar– og nið­ur­rifsúr­gangs sem leiðir af sér­ ­sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, bætta nýt­ingu auð­linda og minnk­aða dreif­ingu á efnum sem eru skað­leg umhverf­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent