Fordæma forkastanlega meðferð íslenskra yfirvalda á óléttri konu á flótta

Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á barnshafandi konu á flótta. „Við krefjumst þess að dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun svari fyrir þessa ómannúðlegu og grimmilegu meðferð á fólki.“

Ólétt kona á flótta Mynd: Solaris
Auglýsing

Stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi hefur for­dæmt for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í nótt.

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu þeirra í dag.

„Í nótt var ung kona, sem komin er 36 vikur á leið, hand­tekin og brott­vísað úr landi ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra. Land­lækn­is­emb­ættið metur kon­una í „áhættu­hópi og í mjög við­kvæmri stöðu.“ Lög­reglan mætti án fyr­ir­vara fyrr um kvöldið til þess að sækja fjöl­skyld­una til brott­vís­un­ar. Álagið af því leiddi til þess að konan þurfti að sækja sér aðstoð á sjúkra­húsi. Þar fékk konan vott­orð sem í stóð að hún ætti erfitt með langt flug vegna þess hve langt hún er geng­in. Öll vitum við að það er ekki mælt með því að konur sem eru langt gengnar fljúgi. Hvað þá undir álagi og streitu eins og íslensk yfir­völd sköp­uðu fyrir kon­una í nótt. Það stofnar öryggi og hrein­lega lífi kon­unnar og ófædds barns hennar í hætt­u,“ segir í stöðu­upp­færslu sam­tak­anna.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Sol­aris að með því að brott­vísa kon­unni undir því álagi sem með­ferði á henni og fjöl­skyldu hennar hefur haft á þau öll, þvert á ráð­legg­ingar lækna, stefni Útlend­inga­stofn­un, dóms­mála­ráð­herra og íslensk stjórn­völd þeim í mikla hættu.

Það sé for­kast­an­leg með­ferð á fólki í við­kvæmri stöðu sem stjórn Sol­aris for­dæmi harð­lega. „Við krefj­umst þess að dóms­mála­ráð­herra og Útlend­inga­stofnun svari fyrir þessa ómann­úð­legu og grimmi­legu með­ferð á fólki, sem þar að auki var enn með mál sitt í úrvinnslu hjá yfir­völd­um. Við krefj­umst þess að fá raun­veru­leg svör við því hvernig í ósköp­unum svona hlutir geti gerst. Við krefj­umst mann­úð­ar, mann­rétt­inda og rétt­lætis fyrir fólk á flótta!“

Stjórn Sol­aris for­dæmir for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í...

Posted by Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent