Fordæma forkastanlega meðferð íslenskra yfirvalda á óléttri konu á flótta

Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á barnshafandi konu á flótta. „Við krefjumst þess að dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun svari fyrir þessa ómannúðlegu og grimmilegu meðferð á fólki.“

Ólétt kona á flótta Mynd: Solaris
Auglýsing

Stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi hefur for­dæmt for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í nótt.

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu þeirra í dag.

„Í nótt var ung kona, sem komin er 36 vikur á leið, hand­tekin og brott­vísað úr landi ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra. Land­lækn­is­emb­ættið metur kon­una í „áhættu­hópi og í mjög við­kvæmri stöðu.“ Lög­reglan mætti án fyr­ir­vara fyrr um kvöldið til þess að sækja fjöl­skyld­una til brott­vís­un­ar. Álagið af því leiddi til þess að konan þurfti að sækja sér aðstoð á sjúkra­húsi. Þar fékk konan vott­orð sem í stóð að hún ætti erfitt með langt flug vegna þess hve langt hún er geng­in. Öll vitum við að það er ekki mælt með því að konur sem eru langt gengnar fljúgi. Hvað þá undir álagi og streitu eins og íslensk yfir­völd sköp­uðu fyrir kon­una í nótt. Það stofnar öryggi og hrein­lega lífi kon­unnar og ófædds barns hennar í hætt­u,“ segir í stöðu­upp­færslu sam­tak­anna.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Sol­aris að með því að brott­vísa kon­unni undir því álagi sem með­ferði á henni og fjöl­skyldu hennar hefur haft á þau öll, þvert á ráð­legg­ingar lækna, stefni Útlend­inga­stofn­un, dóms­mála­ráð­herra og íslensk stjórn­völd þeim í mikla hættu.

Það sé for­kast­an­leg með­ferð á fólki í við­kvæmri stöðu sem stjórn Sol­aris for­dæmi harð­lega. „Við krefj­umst þess að dóms­mála­ráð­herra og Útlend­inga­stofnun svari fyrir þessa ómann­úð­legu og grimmi­legu með­ferð á fólki, sem þar að auki var enn með mál sitt í úrvinnslu hjá yfir­völd­um. Við krefj­umst þess að fá raun­veru­leg svör við því hvernig í ósköp­unum svona hlutir geti gerst. Við krefj­umst mann­úð­ar, mann­rétt­inda og rétt­lætis fyrir fólk á flótta!“

Stjórn Sol­aris for­dæmir for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í...

Posted by Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent