Fordæma forkastanlega meðferð íslenskra yfirvalda á óléttri konu á flótta

Hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á barnshafandi konu á flótta. „Við krefjumst þess að dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun svari fyrir þessa ómannúðlegu og grimmilegu meðferð á fólki.“

Ólétt kona á flótta Mynd: Solaris
Auglýsing

Stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi hefur for­dæmt for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í nótt.

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu þeirra í dag.

„Í nótt var ung kona, sem komin er 36 vikur á leið, hand­tekin og brott­vísað úr landi ásamt manni sínum og tveggja ára syni þeirra. Land­lækn­is­emb­ættið metur kon­una í „áhættu­hópi og í mjög við­kvæmri stöðu.“ Lög­reglan mætti án fyr­ir­vara fyrr um kvöldið til þess að sækja fjöl­skyld­una til brott­vís­un­ar. Álagið af því leiddi til þess að konan þurfti að sækja sér aðstoð á sjúkra­húsi. Þar fékk konan vott­orð sem í stóð að hún ætti erfitt með langt flug vegna þess hve langt hún er geng­in. Öll vitum við að það er ekki mælt með því að konur sem eru langt gengnar fljúgi. Hvað þá undir álagi og streitu eins og íslensk yfir­völd sköp­uðu fyrir kon­una í nótt. Það stofnar öryggi og hrein­lega lífi kon­unnar og ófædds barns hennar í hætt­u,“ segir í stöðu­upp­færslu sam­tak­anna.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Sol­aris að með því að brott­vísa kon­unni undir því álagi sem með­ferði á henni og fjöl­skyldu hennar hefur haft á þau öll, þvert á ráð­legg­ingar lækna, stefni Útlend­inga­stofn­un, dóms­mála­ráð­herra og íslensk stjórn­völd þeim í mikla hættu.

Það sé for­kast­an­leg með­ferð á fólki í við­kvæmri stöðu sem stjórn Sol­aris for­dæmi harð­lega. „Við krefj­umst þess að dóms­mála­ráð­herra og Útlend­inga­stofnun svari fyrir þessa ómann­úð­legu og grimmi­legu með­ferð á fólki, sem þar að auki var enn með mál sitt í úrvinnslu hjá yfir­völd­um. Við krefj­umst þess að fá raun­veru­leg svör við því hvernig í ósköp­unum svona hlutir geti gerst. Við krefj­umst mann­úð­ar, mann­rétt­inda og rétt­lætis fyrir fólk á flótta!“

Stjórn Sol­aris for­dæmir for­kast­an­lega með­ferð íslenskra yfir­valda á óléttri konu á flótta og fjöl­skyldu hennar í...

Posted by Sol­aris - hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi on Tues­day, Novem­ber 5, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent