Kemur í ljós hversu mikil áhrif almenningssamráðið mun hafa

Í kvöld lýkur margháttuðu almenningssamráði um stjórnarskrána. Markmiðið með samráðinu er að tryggja að rödd almennings fái að hjóma í nefndarvinnu formanna þingflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Þögul mótmæli við þingsetningu
Auglýsing

Rúm­lega þús­und manns hafa tekið þátt í umræðum á sam­ráðsvefnum Betra Ísland þar sem almenn­ingi gefst kostur á að koma á fram­færi eigin hug­myndum um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og afla þeim stuðn­ings. 

Sam­ráðsvef­ur­inn er hluti af almenn­ings­sam­ráði um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og um helg­ina fór jafn­framt fram rök­ræðukönnun um nokkur ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Nið­ur­stöður sam­ráðs­ins verða kynntar fyrir for­manna­nefnd allra flokka á Alþingi sem vinna nú að end­ur­skoð­un ­stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Ákveðin áskorun að vekja áhuga fólks á stjórn­ar­skránni

Há­skóli Ís­lands (HÍ) og Betra Ísland standa saman að sam­ráð­in­u en mark­mið þess er að styðja við end­ur­skoðun stjórn­valda á stjórn­ar­skránni og tryggja að rödd almenn­ings hafi væg­i. ­Sam­ráð­inu lýkur á mið­nætti í dag, sunnu­dag­inn 10. nóv­em­ber.

Auglýsing

Ein af þremur skrefum sam­ráðs­ins er sam­ráðsvefur Betra Íslands þar sem hægt er að setja fram hug­myndir um stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, afla þeim stuðn­ings og rök­ræða þær frek­ar. Í frétta­til­kynn­ingu frá Betra Íslandi kemur fram að yfir 15.000 manns hafa heim­sótt vef­inn. Aftur á móti hafa aðeins rúm­lega þús­und manns skráð sig inn og tekið beinan þátt í rök­ræð­u­m. 

Róbert Bjarna­son, einn af stofn­endum Betra Íslands og fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þau sem standi að verk­efn­in­u hafi gert sér grein fyrir að það væri ákveðin áskorun að vekja áhuga fólks á stjórn­ar­skránn­i. 

Til að mynda hafi komið fram í nið­ur­stöðum skoð­ana­könn­unar fé­lags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands á við­horfum almenn­ings til stjórn­ar­skrár­inn­ar, sem fram­kvæmd var í sum­ar, að aðeins 4 pró­sent telja sig hafa mikla þekk­ingu á stjórn­ar­skránn­i. 

Róbert segir því að þátt­takan á sam­ráðsvefnum stand­ist nokkuð vel vænt­ingar og svip­aðar tölur megi finna í öðrum sam­ráðs­vett­vöngum hjá stofn­un­inni. Róbert seg­ist jafn­framt vera ánægður með breidd­ina í þeim hug­myndum sem birt hafa verið á vefnum og að mikið af nýjum rökum með og á móti breyt­ing­ar­til­lög­unum hafi komið í ljós. 

Stjórn­ar­skrár­leikur og rök­ræðu­fundur

Til við­bótar við sam­ráðsvef­inn hefur HÍ og Betra Ísland líka þróað stjórn­ar­skrár­leik sem hægt er að spila á net­inu sem heitir Þín eigin stjórn­ar­skrá. Mark­mið leiks­ins er að gera hönnun stjórn­ar­skrár að skilj­an­legu og skemmti­legu verk­efn­i. 

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúa ses.Róbert segir að mikið af fólki þyki stjórn­ar­skráin flókin en að hans mati er stjórn­ar­skráin í raun með ein­fald­ari og hnit­mið­aðri lögum lands­ins. ­Með þessum nýjum skrefum í almenn­ings­sam­ráði sé því von­ast eftir því að auka vit­und og skiln­ing almenn­ings, ekki síst yngra fólks um stjórn­ar­skrána og þau mik­il­vægu mál­efni sem hún fjallar um.

Þriðja skrefið í þessu almenn­ings­sam­ráði er rök­ræðu­fundur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem fór fram um helg­ina í Laug­ar­dals­höll á vegum For­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og HÍ. Tekið var 300 manna úrtak úr þeim hópi sem tók þátt í skoð­ana­könn­un­inni í sumar og þeim boðið að taka þátt í rök­ræðukönn­un­inn­i. 

Rök­ræðukönn­unin fer þannig fram að þátt­tak­endum er skipt í hópa sem ræða við­fangs­efni út frá rökum með og á móti ýmsum til­lögum undir stjórn umræðu­stjóra. Að loknum umræðum um hvert efni gefst þátt­tak­endum tæki­færi á sam­tali við sér­fræð­inga í pall­borðsum­ræð­um. Við­horfskönnun fer fram í upp­hafi fundar og einnig í lok hans og þannig er kannað hvort breyt­ingar verði á við­horfum fólks við að taka þátt í rök­ræðukönn­un­inni.

Rök­ræðukönn­unin um helg­ina tók fyrir nokkur atriði sem byggð eru á minn­is­blaði for­sæt­is­ráð­herra. Það eru ákvæði um emb­ætti for­seta Íslands, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur og þjóð­ar­frum­kvæði, Lands­dóm, breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, kjör­dæma­skipt­ingu og atkvæða­vægi og alþjóða­sam­starf og fram­sal vald­heim­ilda. 

Nið­ur­stöð­urnar kynntar fyrir for­manna­nefnd­inni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckNið­ur­stöður sam­ráðsvefs­ins, rök­ræðu­fund­ar­ins og skoð­ana­könn­un­ar­innar verða síðan teknar saman og kynntar fyrir nefnd um end­ur­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar með öllum for­­mönnum flokka sem eiga full­­trúa á Alþing­i. 

Sú nefnd vinnur nú að breyt­ing­ar­til­lögum sem lagðar verða fyrir Alþingi og í maí síð­­ast­liðnum lagði for­­sæt­is­ráð­herra fram tvö frum­varps­drög er varða breyt­ingar á stjórn­­­ar­­skránni til umsagnar í sam­ráðs­­gátt stjórn­­­valda. Ann­­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. 

Nú kemur að póli­tíkus­un­um 

Róbert segir að með þessum þremur mis­mun­andi sam­ráðs­leiðum sé verið að reyna koma rödd almenn­ings inn í nefnd­ar­vinnu for­mann­anna á Alþingi. Hann segir það hins vegar eiga eftir að koma í ljós hversu mikil áhrif nið­ur­stöður sam­ráðs­ins hafa á vinnu nefnd­ar­inn­ar. „Nú kemur að póli­tíkus­unum að fara eftir þessum nið­ur­stöð­u­m,“ segir Róbert.

Hann segir jafn­framt að ástæða þess að Betra Ísland og HÍ hafi ákveðið að taka þátt í þessu ferli hafi verið af því að allir stjórn­mála­flokk­arnir á þingi taki þátt í end­ur­skoð­un­inni. Hann segir að ef þetta hefði aðeins verið vinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja þá hefðu þeir eflaust ekki tekið þátt en þar sem for­menn allra flokk­anna séu að taka þátt þá sé þessi vinna lík­legru til árang­urs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent