Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.

Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið hefur sent frá sér til­kynn­ingu í til­efni af umfjöll­un mbl.is og leið­ara­höf­unda Mogg­ans um meint afskipti félags­manna stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins af rök­ræðukönn­un um Stjórn­ar­skrána ­sem haldin var um helg­ina. Félagið segir að að umfjöll­unin blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd þar sem að for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­unar hafi komið því skýrt á fram­færi að við­vera félags­manna Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins hafi ekki haft áhrif á fund­inn sem í raun var öllum opinn.

Gengið þvert gegn nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar

­Síðust­u helgi fór fram rök­ræðukönnun á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og Háskóla Íslands um stjórn­ar­skrána í Laug­ar­dags­höll. Í til­kynn­ing­u ­Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ­segir að rök­ræðukönn­unin hefði getað unnið með til­lögur stjórn­ar­laga­ráðs sem 2/3 hluta kjós­enda studdu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2012. Félagið hafi reynt á fyrri stigum að koma ábend­ingum um þetta á fram­færi við und­ir­bún­ings­nefnd og skipu­leggj­endur rök­ræðukönn­un­ar­innar en án árang­ur­s. 

„Með því móti hefðu lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð verið virt og ekki gengið þvert gegn afger­andi nið­ur­stöðu úr lög­mætri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Félagið seg­ist þó fagna opinni umræðu um stjórn­ar­skrár­málið og ákvað félagið því að gefa þeim sem tóku þátt í rök­ræðukönn­unin ein­stak af nýju stjórn­ar­skránni.

Segir með­limi Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ekki hafa haft áhrif á fund­inn

Mbl.is fjall­aði um við­veru Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins á fund­inum og hafði meðal ann­ars eftir heim­ild­ar­manni að honum þætti vera félags­ins á fund­in­um á­róður og að það hafi komið honum á óvart að hags­muna­að­il­ar hefðu fengið eins greiðan aðgang að fund­inum og raun bar vitn­i. 

Í frétt­inni segir jafn­framt að með­lim­ir úr Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag­inu hafi ekki fengið að sitja við fund­­ar­­borðin en þeir hafi haft greiðan aðgang að fund­­ar­­gest­um í hlé­­um.

Enn fremur var fjallað um félags­menn­ina í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag. Þar segir meðal ann­ars í gær hafi ver­ið ­sagðar fréttir af því að „stjórn­ar­skrárruglið“ geng­i nú aft­ur. „Og allur var aðdrag­and­inn jafn vit­laus og síð­ast og jafn­vel voru full­trúar ólög­mæta „stjórn­laga­ráðs­ins“ hafðir í áhrifa­stöðum á nýju upp­hafs­fund­un­um, dreif­andi gömlu gögn­unum sem gengu aldrei upp og hleyp­andi upp fund­in­um, sem er varla gagn­rýn­is­vert,“ skrif­ar ­leið­ara­höf­und­ur.

Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Vísi í gær að við­vera með­lima úr Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu hafi engin áhrif haft á fund­inn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræð­unum nema þeim sem voru valdir í úrtak­ið,“ sagði Guð­björg Andr­ea.

Góð áminn­ing um sér­hags­muna­öflin sem standa að útgerð Morg­un­blaðs­ins

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið segir í til­kynn­ing­u sinn­i að umfjöllun Morg­un­blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd en að frétta­flutn­ing­ur ­sem þessi sé góð áminn­ing um þau „sér­hags­muna­öfl sem standi að útgerð Morg­un­blaðs­ins og undir við­var­andi tap­rekstri þess.“

Að lokum skorar Stjórn­ar­skrár­fé­lagið á alla sem vilja standa vörð um lýð­ræði í land­inu að not­færa sér umræð­una um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og þrýsta á um gild­is­töku nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, „sem því miður hefur fengið að safna ryki innan veggja Alþingis síð­ast­liðin sjö ár. ­Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent