Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.

Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið hefur sent frá sér til­kynn­ingu í til­efni af umfjöll­un mbl.is og leið­ara­höf­unda Mogg­ans um meint afskipti félags­manna stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins af rök­ræðukönn­un um Stjórn­ar­skrána ­sem haldin var um helg­ina. Félagið segir að að umfjöll­unin blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd þar sem að for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­unar hafi komið því skýrt á fram­færi að við­vera félags­manna Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins hafi ekki haft áhrif á fund­inn sem í raun var öllum opinn.

Gengið þvert gegn nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar

­Síðust­u helgi fór fram rök­ræðukönnun á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og Háskóla Íslands um stjórn­ar­skrána í Laug­ar­dags­höll. Í til­kynn­ing­u ­Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ­segir að rök­ræðukönn­unin hefði getað unnið með til­lögur stjórn­ar­laga­ráðs sem 2/3 hluta kjós­enda studdu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2012. Félagið hafi reynt á fyrri stigum að koma ábend­ingum um þetta á fram­færi við und­ir­bún­ings­nefnd og skipu­leggj­endur rök­ræðukönn­un­ar­innar en án árang­ur­s. 

„Með því móti hefðu lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð verið virt og ekki gengið þvert gegn afger­andi nið­ur­stöðu úr lög­mætri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Félagið seg­ist þó fagna opinni umræðu um stjórn­ar­skrár­málið og ákvað félagið því að gefa þeim sem tóku þátt í rök­ræðukönn­unin ein­stak af nýju stjórn­ar­skránni.

Segir með­limi Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ekki hafa haft áhrif á fund­inn

Mbl.is fjall­aði um við­veru Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins á fund­inum og hafði meðal ann­ars eftir heim­ild­ar­manni að honum þætti vera félags­ins á fund­in­um á­róður og að það hafi komið honum á óvart að hags­muna­að­il­ar hefðu fengið eins greiðan aðgang að fund­inum og raun bar vitn­i. 

Í frétt­inni segir jafn­framt að með­lim­ir úr Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag­inu hafi ekki fengið að sitja við fund­­ar­­borðin en þeir hafi haft greiðan aðgang að fund­­ar­­gest­um í hlé­­um.

Enn fremur var fjallað um félags­menn­ina í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag. Þar segir meðal ann­ars í gær hafi ver­ið ­sagðar fréttir af því að „stjórn­ar­skrárruglið“ geng­i nú aft­ur. „Og allur var aðdrag­and­inn jafn vit­laus og síð­ast og jafn­vel voru full­trúar ólög­mæta „stjórn­laga­ráðs­ins“ hafðir í áhrifa­stöðum á nýju upp­hafs­fund­un­um, dreif­andi gömlu gögn­unum sem gengu aldrei upp og hleyp­andi upp fund­in­um, sem er varla gagn­rýn­is­vert,“ skrif­ar ­leið­ara­höf­und­ur.

Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Vísi í gær að við­vera með­lima úr Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu hafi engin áhrif haft á fund­inn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræð­unum nema þeim sem voru valdir í úrtak­ið,“ sagði Guð­björg Andr­ea.

Góð áminn­ing um sér­hags­muna­öflin sem standa að útgerð Morg­un­blaðs­ins

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið segir í til­kynn­ing­u sinn­i að umfjöllun Morg­un­blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd en að frétta­flutn­ing­ur ­sem þessi sé góð áminn­ing um þau „sér­hags­muna­öfl sem standi að útgerð Morg­un­blaðs­ins og undir við­var­andi tap­rekstri þess.“

Að lokum skorar Stjórn­ar­skrár­fé­lagið á alla sem vilja standa vörð um lýð­ræði í land­inu að not­færa sér umræð­una um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og þrýsta á um gild­is­töku nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, „sem því miður hefur fengið að safna ryki innan veggja Alþingis síð­ast­liðin sjö ár. ­Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent