Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.

Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér tilkynningu í tilefni af umfjöllun mbl.is og leiðarahöfunda Moggans um meint afskipti félagsmanna stjórnarskrárfélagsins af rökræðukönnun um Stjórnarskrána sem haldin var um helgina. Félagið segir að að umfjöllunin blaðsins sé fjarstæðukennd þar sem að forstöðumaður Félagsvísindastofnunar hafi komið því skýrt á framfæri að viðvera félagsmanna Stjórnarskrárfélagsins hafi ekki haft áhrif á fundinn sem í raun var öllum opinn.

Gengið þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Síðustu helgi fór fram rökræðukönnun á vegum forsætisráðuneytisins og Háskóla Íslands um stjórnarskrána í Laugardagshöll. Í tilkynningu Stjórnarskrárfélagsins segir að rökræðukönnunin hefði getað unnið með tillögur stjórnarlagaráðs sem 2/3 hluta kjósenda studdu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Félagið hafi reynt á fyrri stigum að koma ábendingum um þetta á framfæri við undirbúningsnefnd og skipuleggjendur rökræðukönnunarinnar en án árangurs. 

„Með því móti hefðu lýðræðisleg vinnubrögð verið virt og ekki gengið þvert gegn afgerandi niðurstöðu úr lögmætri þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir í tilkynningunni. 

Auglýsing

Félagið segist þó fagna opinni umræðu um stjórnarskrármálið og ákvað félagið því að gefa þeim sem tóku þátt í rökræðukönnunin einstak af nýju stjórnarskránni.

Segir meðlimi Stjórnarskrárfélagsins ekki hafa haft áhrif á fundinn

Mbl.is fjallaði um viðveru Stjórnarskrárfélagsins á fundinum og hafði meðal annars eftir heimildarmanni að honum þætti vera félagsins á fundinum áróður og að það hafi komið honum á óvart að hagsmunaaðilar hefðu fengið eins greiðan aðgang að fundinum og raun bar vitni. 

Í fréttinni segir jafnframt að meðlimir úr Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu hafi ekki fengið að sitja við fund­ar­borðin en þeir hafi haft greiðan aðgang að fund­ar­gest­um í hlé­um.

Enn fremur var fjallað um félagsmennina í leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar segir meðal annars í gær hafi verið sagðar fréttir af því að „stjórnarskrárruglið“ gengi nú aftur. „Og allur var aðdragandinn jafn vitlaus og síðast og jafnvel voru fulltrúar ólögmæta „stjórnlagaráðsins“ hafðir í áhrifastöðum á nýju upphafsfundunum, dreifandi gömlu gögnunum sem gengu aldrei upp og hleypandi upp fundinum, sem er varla gagnrýnisvert,“ skrifar leiðarahöfundur.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, sagði í samtali við Vísi í gær að viðvera meðlima úr Stjórnarskrárfélaginu hafi engin áhrif haft á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ sagði Guðbjörg Andrea.

Góð áminning um sérhagsmunaöflin sem standa að útgerð Morgunblaðsins

Stjórnarskrárfélagið segir í tilkynningu sinni að umfjöllun Morgunblaðsins sé fjarstæðukennd en að fréttaflutningur sem þessi sé góð áminning um þau „sérhagsmunaöfl sem standi að útgerð Morgunblaðsins og undir viðvarandi taprekstri þess.“

Að lokum skorar Stjórnarskrárfélagið á alla sem vilja standa vörð um lýðræði í landinu að notfæra sér umræðuna um stjórnarskrárbreytingar og þrýsta á um gildistöku nýju stjórnarskrárinnar, „sem því miður hefur fengið að safna ryki innan veggja Alþingis síðastliðin sjö ár. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent