Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.

Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið hefur sent frá sér til­kynn­ingu í til­efni af umfjöll­un mbl.is og leið­ara­höf­unda Mogg­ans um meint afskipti félags­manna stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins af rök­ræðukönn­un um Stjórn­ar­skrána ­sem haldin var um helg­ina. Félagið segir að að umfjöll­unin blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd þar sem að for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­unar hafi komið því skýrt á fram­færi að við­vera félags­manna Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins hafi ekki haft áhrif á fund­inn sem í raun var öllum opinn.

Gengið þvert gegn nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar

­Síðust­u helgi fór fram rök­ræðukönnun á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og Háskóla Íslands um stjórn­ar­skrána í Laug­ar­dags­höll. Í til­kynn­ing­u ­Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ­segir að rök­ræðukönn­unin hefði getað unnið með til­lögur stjórn­ar­laga­ráðs sem 2/3 hluta kjós­enda studdu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 2012. Félagið hafi reynt á fyrri stigum að koma ábend­ingum um þetta á fram­færi við und­ir­bún­ings­nefnd og skipu­leggj­endur rök­ræðukönn­un­ar­innar en án árang­ur­s. 

„Með því móti hefðu lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð verið virt og ekki gengið þvert gegn afger­andi nið­ur­stöðu úr lög­mætri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Félagið seg­ist þó fagna opinni umræðu um stjórn­ar­skrár­málið og ákvað félagið því að gefa þeim sem tóku þátt í rök­ræðukönn­unin ein­stak af nýju stjórn­ar­skránni.

Segir með­limi Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins ekki hafa haft áhrif á fund­inn

Mbl.is fjall­aði um við­veru Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins á fund­inum og hafði meðal ann­ars eftir heim­ild­ar­manni að honum þætti vera félags­ins á fund­in­um á­róður og að það hafi komið honum á óvart að hags­muna­að­il­ar hefðu fengið eins greiðan aðgang að fund­inum og raun bar vitn­i. 

Í frétt­inni segir jafn­framt að með­lim­ir úr Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag­inu hafi ekki fengið að sitja við fund­­ar­­borðin en þeir hafi haft greiðan aðgang að fund­­ar­­gest­um í hlé­­um.

Enn fremur var fjallað um félags­menn­ina í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag. Þar segir meðal ann­ars í gær hafi ver­ið ­sagðar fréttir af því að „stjórn­ar­skrárruglið“ geng­i nú aft­ur. „Og allur var aðdrag­and­inn jafn vit­laus og síð­ast og jafn­vel voru full­trúar ólög­mæta „stjórn­laga­ráðs­ins“ hafðir í áhrifa­stöðum á nýju upp­hafs­fund­un­um, dreif­andi gömlu gögn­unum sem gengu aldrei upp og hleyp­andi upp fund­in­um, sem er varla gagn­rýn­is­vert,“ skrif­ar ­leið­ara­höf­und­ur.

Guð­björg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðu­maður Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Vísi í gær að við­vera með­lima úr Stjórn­ar­skrár­fé­lag­inu hafi engin áhrif haft á fund­inn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræð­unum nema þeim sem voru valdir í úrtak­ið,“ sagði Guð­björg Andr­ea.

Góð áminn­ing um sér­hags­muna­öflin sem standa að útgerð Morg­un­blaðs­ins

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið segir í til­kynn­ing­u sinn­i að umfjöllun Morg­un­blaðs­ins sé fjar­stæðu­kennd en að frétta­flutn­ing­ur ­sem þessi sé góð áminn­ing um þau „sér­hags­muna­öfl sem standi að útgerð Morg­un­blaðs­ins og undir við­var­andi tap­rekstri þess.“

Að lokum skorar Stjórn­ar­skrár­fé­lagið á alla sem vilja standa vörð um lýð­ræði í land­inu að not­færa sér umræð­una um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar og þrýsta á um gild­is­töku nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, „sem því miður hefur fengið að safna ryki innan veggja Alþingis síð­ast­liðin sjö ár. ­Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent