Kvörtuðu yfir framgöngu Þórólfs „gagnvart sjávarútveginum“

Prófessor í hagfræði hefur misst verkefni vegna þess að útgerðarmenn hafa lagst gegn þátttöku hans. Reynsla þeirra af meðferð Þórólfs á gögnum og framganga hans gagnvart útveginum sögð vera „með þeim hætti að á störfum hans ríkir fullkomið vantraust“.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Þann 17. júní 2019 barst Þórólfi Matth­í­assyni, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, skeyti frá erlendu einka­fyr­ir­tæki um að taka þátt í úttekt sem það var að vinna um sjálf­bærni ýsu og ufsa við Ísland. Ástæðan var sú að annar íslenskur fræði­maður hafði þurft að segja sig frá verk­inu vegna ann­arra verk­efna og sá hafði bent á Þórólf. 

Þórólfur samdi við erlenda ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið tveimur dögum síðar um að taka að sér að vinna að úttekt­inn­i. 

Þann 1. júlí 2019 barst Þórólfi hins vegar skeyti frá fyr­ir­tæk­inu þar sem kom fram að ákveðnir hags­muna­að­ilar sem greiddu fyrir úttekt­ina hefði umtals­verðan fyr­ir­vara á því að Þórólfur ynni að verk­efn­inu. Hags­muna­að­il­arn­ir, tengdir sjáv­ar­út­vegi, hefðu ein­fald­lega ákveðið að Þórólfur ætti ekki að vera hluti af teym­inu sem ynni úttekt­ina. Engin efn­is­leg skýr­ing var gefin á þessu önnur en sú að það væri ekki óal­gengt að svona lagað gerð­ist í verk­efnum sem fyr­ir­tækið ynni að á Íslandi, og eftir atvikum í öðrum lönd­um. 

Þórólfur hefur tekið þátt í opin­berra umræðu um sjáv­ar­út­veg og skipu­lag hans árum saman og oftar en ekki verið gagn­rýnin á það fyr­ir­komu­lag sem er við lýði. Kjarn­inn greindi í gær frá því að Krist­ján Vil­helms­son, annar aðal­eig­andi og útgerð­ar­stjóri Sam­herja, hefði sent bréf til banda­rísks háskóla sem Jón Steins­son hag­fræð­ingur starf­aði fyrir vegna þátt­töku Jóns í sömu umræðu, þar sem hann kvart­aði yfir þeirri þátt­töku.

Vildu ekki að Þórólfur sæi gögn útvegs­manna

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórólfur hefur orðið þess áskynja að hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi hafi lagst gegn þátt­töku hans í verk­efn­um. Í des­em­ber 2009 var skip­uð  eft­ir­lits­nefnd um aðgerðir í þágu ein­stak­linga, heim­ila og fyr­ir­tækja vegna hruns­ins. Til­gangur nefnd­ar­innar meðal ann­ars að gæta þess að sann­girni og jafn­ræðis yrði gætt þegar verið væri að taka ákvarð­anir um end­ur­skipu­lagn­ingu skulda. Í nefnd­ina voru skip­aðir þrír ein­stak­ling­ar: Þórólf­ur, María Thjell, þá for­stöðu­maður laga­stofn­unar Háskóla Íslands sem var for­maður henn­ar, og Sig­ríður Ármanns­dótt­ir, lög­giltur end­ur­skoð­and­i. 

Auglýsing
Í mars 2010 barst Maríu Thjell, for­manni nefnd­ar­inn­ar, tölvu­póst frá Frið­riki J. Arn­gríms­syni, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ), sam­tök sem í dag heita Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Afrit af póst­inum var sent á alla stjórn og vara­stjórn LÍÚ á þeim tíma.

Í tölvu­póst­inum sagði Frið­rik: 

„Blessuð.

Við mig hafði sam­band útgerð­ar­maður sem hlýddi á erindi þitt í morg­un­. Honum til mik­illar skelf­ingar þá lítur svo út að Þórólfur Matth­í­as­son muni hafa aðgang að öllum hans málum í bönk­um. Það vill hann ekki að ger­ist.

Maður á vegum Þór­ólfs hefur nýverið beðið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.

Reynsla útgerð­ar­manna af með­ferð Þór­ólfs á gögnum og fram­ganga hans gagn­vart sjáv­ar­út­veg­inum hefur verið með þeim hætti að á störfum hans ríkir full­komið van­traust.

Mér er kunn­ugt um að fleiri en þessi útgerð­ar­maður vilja ekki að Þórólfur kom­ist í trún­að­ar­gögn sem þá varðar í krafti setu sinnar í eft­ir­lits­nefnd­inni skv. lögum nr. 107/2009 .

Hvað þarf að gera til að verj­ast því?“

Full alvara

Í svar­pósti til Frið­riks, sem sendur var dag­inn eft­ir, lagði nefnd­ar­for­mað­ur­inn áherslu á að nefndin væri bundin algjörum trún­aði vegna þeirra gagna sem hún myndi skoða. Þau yrðu ein­ungis skoðuð inni í bönkum og engin afrit tekin úr húsi. „Nefndin má ekki tjá sig um gögnin á neinn hátt eða nota vit­neskju sem hún fær á grund­velli þeirra, hvorki beint né óbeint. Það á því ekki að vera nokkur þörf á því að hafa áhyggjur af því að Þórólfur hafi sem nefnd­ar­maður aðgang að gögnum þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem fara í gegnum fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og gætu því veri skoðuð af nefnd­inn­i.“ 

Auglýsing
Klukkutíma og tveimur mín­útum eftir að svar­póst­ur­inn var sendur svar­aði Frið­rik hon­um. Í svar­inu var Maríu þakkað fyrir svar­ið. Síðan stóð: „Það er full alvara á bak við það að menn vilja ekki að Þórólfur Matth­í­as­son kom­ist í gögn sem fyr­ir­tæki þeirra varðar og þá skiptir laga­bók­stafur um trúnað engu máli.  Það er því ein­dregin ósk að tryggt verði að það ger­ist ekki.“

Síðar sama dag barst Frið­riki svar þar sem honum var greint frá því að nið­ur­staðan væri sú sama og áður. „Ekki er hægt að taka undir þau sjón­ar­mið sem haldið er fram af hálfu LÍÚ.“

Var að vinna að úttekt

Í upp­runa­lega tölvu­póst­inum sem Frið­rik sendi til for­manns eft­ir­lits­nefnd­ar­innar vitn­aði hann til þess að maður „á vegum Þór­ólfs hefur nýverið beðið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.“

Sam­kvæmt tölvu­póstum sem Kjarn­inn hefur undir höndum var þar um að ræða þáver­andi aðstoð­ar­mann Þór­ólfs, en hann var þá að vinna að úttekt á íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Í tölvu­pósti sem aðstoð­ar­mað­ur­inn sendi á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki voru þau beðin um afrit af árs­reikn­ingum sínum fyrir árið 2007, til að tölu­legar upp­lýs­ingar í úttekt­inni gætu verið sem nákvæm­ast­ar. Hægt er að nálg­ast slíka reikn­inga hjá árs­reikn­inga­skrá, en oftar en ekki eru þeir þar í sam­an­dregnu formi og gefa því ekki jafn glögga mynd af stöðu fyr­ir­tækja. Þess vegna voru þau sjálf beðin um að láta rann­sak­endum í té afrit af þeim. 

Í tölvu­póst­inum kom fram að reikn­ing­arnir yrðu „Reikn­ing­arnir verða aðeins not­aðir til þess að fá heild­stæða mynd af sjáv­ar­út­veg­inum en ekki til þess að skoða hvert og eitt fyr­ir­tæki nákvæm­lega. Við gerð úttekt­ar­innar verður farið með allar þær upp­lýs­ingar sem tengj­ast ykkur sem trún­að­ar­mál.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent