Kvörtuðu yfir framgöngu Þórólfs „gagnvart sjávarútveginum“

Prófessor í hagfræði hefur misst verkefni vegna þess að útgerðarmenn hafa lagst gegn þátttöku hans. Reynsla þeirra af meðferð Þórólfs á gögnum og framganga hans gagnvart útveginum sögð vera „með þeim hætti að á störfum hans ríkir fullkomið vantraust“.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Þann 17. júní 2019 barst Þórólfi Matthíassyni, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, skeyti frá erlendu einkafyrirtæki um að taka þátt í úttekt sem það var að vinna um sjálfbærni ýsu og ufsa við Ísland. Ástæðan var sú að annar íslenskur fræðimaður hafði þurft að segja sig frá verkinu vegna annarra verkefna og sá hafði bent á Þórólf. 

Þórólfur samdi við erlenda ráðgjafarfyrirtækið tveimur dögum síðar um að taka að sér að vinna að úttektinni. 

Þann 1. júlí 2019 barst Þórólfi hins vegar skeyti frá fyrirtækinu þar sem kom fram að ákveðnir hagsmunaaðilar sem greiddu fyrir úttektina hefði umtalsverðan fyrirvara á því að Þórólfur ynni að verkefninu. Hagsmunaaðilarnir, tengdir sjávarútvegi, hefðu einfaldlega ákveðið að Þórólfur ætti ekki að vera hluti af teyminu sem ynni úttektina. Engin efnisleg skýring var gefin á þessu önnur en sú að það væri ekki óalgengt að svona lagað gerðist í verkefnum sem fyrirtækið ynni að á Íslandi, og eftir atvikum í öðrum löndum. 

Þórólfur hefur tekið þátt í opinberra umræðu um sjávarútveg og skipulag hans árum saman og oftar en ekki verið gagnrýnin á það fyrirkomulag sem er við lýði. Kjarninn greindi í gær frá því að Kristján Vilhelmsson, annar aðaleigandi og útgerðarstjóri Samherja, hefði sent bréf til bandarísks háskóla sem Jón Steinsson hagfræðingur starfaði fyrir vegna þátttöku Jóns í sömu umræðu, þar sem hann kvartaði yfir þeirri þátttöku.

Vildu ekki að Þórólfur sæi gögn útvegsmanna

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórólfur hefur orðið þess áskynja að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi lagst gegn þátttöku hans í verkefnum. Í desember 2009 var skipuð  eftirlitsnefnd um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna hrunsins. Tilgangur nefndarinnar meðal annars að gæta þess að sanngirni og jafnræðis yrði gætt þegar verið væri að taka ákvarðanir um endurskipulagningu skulda. Í nefndina voru skipaðir þrír einstaklingar: Þórólfur, María Thjell, þá forstöðumaður lagastofnunar Háskóla Íslands sem var formaður hennar, og Sigríður Ármannsdóttir, löggiltur endurskoðandi. 

Auglýsing
Í mars 2010 barst Maríu Thjell, formanni nefndarinnar, tölvupóst frá Friðriki J. Arngrímssyni, sem þá var framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), samtök sem í dag heita Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Afrit af póstinum var sent á alla stjórn og varastjórn LÍÚ á þeim tíma.

Í tölvupóstinum sagði Friðrik: 

„Blessuð.

Við mig hafði samband útgerðarmaður sem hlýddi á erindi þitt í morgun. Honum til mikillar skelfingar þá lítur svo út að Þórólfur Matthíasson muni hafa aðgang að öllum hans málum í bönkum. Það vill hann ekki að gerist.

Maður á vegum Þórólfs hefur nýverið beðið sjávarútvegsfyrirtæki um gögn um rekstur og efnahag þeirra en verið neitað.

Reynsla útgerðarmanna af meðferð Þórólfs á gögnum og framganga hans gagnvart sjávarútveginum hefur verið með þeim hætti að á störfum hans ríkir fullkomið vantraust.

Mér er kunnugt um að fleiri en þessi útgerðarmaður vilja ekki að Þórólfur komist í trúnaðargögn sem þá varðar í krafti setu sinnar í eftirlitsnefndinni skv. lögum nr. 107/2009 .

Hvað þarf að gera til að verjast því?“

Full alvara

Í svarpósti til Friðriks, sem sendur var daginn eftir, lagði nefndarformaðurinn áherslu á að nefndin væri bundin algjörum trúnaði vegna þeirra gagna sem hún myndi skoða. Þau yrðu einungis skoðuð inni í bönkum og engin afrit tekin úr húsi. „Nefndin má ekki tjá sig um gögnin á neinn hátt eða nota vitneskju sem hún fær á grundvelli þeirra, hvorki beint né óbeint. Það á því ekki að vera nokkur þörf á því að hafa áhyggjur af því að Þórólfur hafi sem nefndarmaður aðgang að gögnum þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og gætu því veri skoðuð af nefndinni.“ 

Auglýsing
Klukkutíma og tveimur mínútum eftir að svarpósturinn var sendur svaraði Friðrik honum. Í svarinu var Maríu þakkað fyrir svarið. Síðan stóð: „Það er full alvara á bak við það að menn vilja ekki að Þórólfur Matthíasson komist í gögn sem fyrirtæki þeirra varðar og þá skiptir lagabókstafur um trúnað engu máli.  Það er því eindregin ósk að tryggt verði að það gerist ekki.“

Síðar sama dag barst Friðriki svar þar sem honum var greint frá því að niðurstaðan væri sú sama og áður. „Ekki er hægt að taka undir þau sjónarmið sem haldið er fram af hálfu LÍÚ.“

Var að vinna að úttekt

Í upprunalega tölvupóstinum sem Friðrik sendi til formanns eftirlitsnefndarinnar vitnaði hann til þess að maður „á vegum Þórólfs hefur nýverið beðið sjávarútvegsfyrirtæki um gögn um rekstur og efnahag þeirra en verið neitað.“

Samkvæmt tölvupóstum sem Kjarninn hefur undir höndum var þar um að ræða þáverandi aðstoðarmann Þórólfs, en hann var þá að vinna að úttekt á íslenskum sjávarútvegi. Í tölvupósti sem aðstoðarmaðurinn sendi á sjávarútvegsfyrirtæki voru þau beðin um afrit af ársreikningum sínum fyrir árið 2007, til að tölulegar upplýsingar í úttektinni gætu verið sem nákvæmastar. Hægt er að nálgast slíka reikninga hjá ársreikningaskrá, en oftar en ekki eru þeir þar í samandregnu formi og gefa því ekki jafn glögga mynd af stöðu fyrirtækja. Þess vegna voru þau sjálf beðin um að láta rannsakendum í té afrit af þeim. 

Í tölvupóstinum kom fram að reikningarnir yrðu „Reikningarnir verða aðeins notaðir til þess að fá heildstæða mynd af sjávarútveginum en ekki til þess að skoða hvert og eitt fyrirtæki nákvæmlega. Við gerð úttektarinnar verður farið með allar þær upplýsingar sem tengjast ykkur sem trúnaðarmál.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent