Kvörtuðu yfir framgöngu Þórólfs „gagnvart sjávarútveginum“

Prófessor í hagfræði hefur misst verkefni vegna þess að útgerðarmenn hafa lagst gegn þátttöku hans. Reynsla þeirra af meðferð Þórólfs á gögnum og framganga hans gagnvart útveginum sögð vera „með þeim hætti að á störfum hans ríkir fullkomið vantraust“.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Þann 17. júní 2019 barst Þórólfi Matth­í­assyni, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, skeyti frá erlendu einka­fyr­ir­tæki um að taka þátt í úttekt sem það var að vinna um sjálf­bærni ýsu og ufsa við Ísland. Ástæðan var sú að annar íslenskur fræði­maður hafði þurft að segja sig frá verk­inu vegna ann­arra verk­efna og sá hafði bent á Þórólf. 

Þórólfur samdi við erlenda ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið tveimur dögum síðar um að taka að sér að vinna að úttekt­inn­i. 

Þann 1. júlí 2019 barst Þórólfi hins vegar skeyti frá fyr­ir­tæk­inu þar sem kom fram að ákveðnir hags­muna­að­ilar sem greiddu fyrir úttekt­ina hefði umtals­verðan fyr­ir­vara á því að Þórólfur ynni að verk­efn­inu. Hags­muna­að­il­arn­ir, tengdir sjáv­ar­út­vegi, hefðu ein­fald­lega ákveðið að Þórólfur ætti ekki að vera hluti af teym­inu sem ynni úttekt­ina. Engin efn­is­leg skýr­ing var gefin á þessu önnur en sú að það væri ekki óal­gengt að svona lagað gerð­ist í verk­efnum sem fyr­ir­tækið ynni að á Íslandi, og eftir atvikum í öðrum lönd­um. 

Þórólfur hefur tekið þátt í opin­berra umræðu um sjáv­ar­út­veg og skipu­lag hans árum saman og oftar en ekki verið gagn­rýnin á það fyr­ir­komu­lag sem er við lýði. Kjarn­inn greindi í gær frá því að Krist­ján Vil­helms­son, annar aðal­eig­andi og útgerð­ar­stjóri Sam­herja, hefði sent bréf til banda­rísks háskóla sem Jón Steins­son hag­fræð­ingur starf­aði fyrir vegna þátt­töku Jóns í sömu umræðu, þar sem hann kvart­aði yfir þeirri þátt­töku.

Vildu ekki að Þórólfur sæi gögn útvegs­manna

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þórólfur hefur orðið þess áskynja að hags­muna­að­ilar í sjáv­ar­út­vegi hafi lagst gegn þátt­töku hans í verk­efn­um. Í des­em­ber 2009 var skip­uð  eft­ir­lits­nefnd um aðgerðir í þágu ein­stak­linga, heim­ila og fyr­ir­tækja vegna hruns­ins. Til­gangur nefnd­ar­innar meðal ann­ars að gæta þess að sann­girni og jafn­ræðis yrði gætt þegar verið væri að taka ákvarð­anir um end­ur­skipu­lagn­ingu skulda. Í nefnd­ina voru skip­aðir þrír ein­stak­ling­ar: Þórólf­ur, María Thjell, þá for­stöðu­maður laga­stofn­unar Háskóla Íslands sem var for­maður henn­ar, og Sig­ríður Ármanns­dótt­ir, lög­giltur end­ur­skoð­and­i. 

Auglýsing
Í mars 2010 barst Maríu Thjell, for­manni nefnd­ar­inn­ar, tölvu­póst frá Frið­riki J. Arn­gríms­syni, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ), sam­tök sem í dag heita Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Afrit af póst­inum var sent á alla stjórn og vara­stjórn LÍÚ á þeim tíma.

Í tölvu­póst­inum sagði Frið­rik: 

„Blessuð.

Við mig hafði sam­band útgerð­ar­maður sem hlýddi á erindi þitt í morg­un­. Honum til mik­illar skelf­ingar þá lítur svo út að Þórólfur Matth­í­as­son muni hafa aðgang að öllum hans málum í bönk­um. Það vill hann ekki að ger­ist.

Maður á vegum Þór­ólfs hefur nýverið beðið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.

Reynsla útgerð­ar­manna af með­ferð Þór­ólfs á gögnum og fram­ganga hans gagn­vart sjáv­ar­út­veg­inum hefur verið með þeim hætti að á störfum hans ríkir full­komið van­traust.

Mér er kunn­ugt um að fleiri en þessi útgerð­ar­maður vilja ekki að Þórólfur kom­ist í trún­að­ar­gögn sem þá varðar í krafti setu sinnar í eft­ir­lits­nefnd­inni skv. lögum nr. 107/2009 .

Hvað þarf að gera til að verj­ast því?“

Full alvara

Í svar­pósti til Frið­riks, sem sendur var dag­inn eft­ir, lagði nefnd­ar­for­mað­ur­inn áherslu á að nefndin væri bundin algjörum trún­aði vegna þeirra gagna sem hún myndi skoða. Þau yrðu ein­ungis skoðuð inni í bönkum og engin afrit tekin úr húsi. „Nefndin má ekki tjá sig um gögnin á neinn hátt eða nota vit­neskju sem hún fær á grund­velli þeirra, hvorki beint né óbeint. Það á því ekki að vera nokkur þörf á því að hafa áhyggjur af því að Þórólfur hafi sem nefnd­ar­maður aðgang að gögnum þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem fara í gegnum fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og gætu því veri skoðuð af nefnd­inn­i.“ 

Auglýsing
Klukkutíma og tveimur mín­útum eftir að svar­póst­ur­inn var sendur svar­aði Frið­rik hon­um. Í svar­inu var Maríu þakkað fyrir svar­ið. Síðan stóð: „Það er full alvara á bak við það að menn vilja ekki að Þórólfur Matth­í­as­son kom­ist í gögn sem fyr­ir­tæki þeirra varðar og þá skiptir laga­bók­stafur um trúnað engu máli.  Það er því ein­dregin ósk að tryggt verði að það ger­ist ekki.“

Síðar sama dag barst Frið­riki svar þar sem honum var greint frá því að nið­ur­staðan væri sú sama og áður. „Ekki er hægt að taka undir þau sjón­ar­mið sem haldið er fram af hálfu LÍÚ.“

Var að vinna að úttekt

Í upp­runa­lega tölvu­póst­inum sem Frið­rik sendi til for­manns eft­ir­lits­nefnd­ar­innar vitn­aði hann til þess að maður „á vegum Þór­ólfs hefur nýverið beðið sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki um gögn um rekstur og efna­hag þeirra en verið neit­að.“

Sam­kvæmt tölvu­póstum sem Kjarn­inn hefur undir höndum var þar um að ræða þáver­andi aðstoð­ar­mann Þór­ólfs, en hann var þá að vinna að úttekt á íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Í tölvu­pósti sem aðstoð­ar­mað­ur­inn sendi á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki voru þau beðin um afrit af árs­reikn­ingum sínum fyrir árið 2007, til að tölu­legar upp­lýs­ingar í úttekt­inni gætu verið sem nákvæm­ast­ar. Hægt er að nálg­ast slíka reikn­inga hjá árs­reikn­inga­skrá, en oftar en ekki eru þeir þar í sam­an­dregnu formi og gefa því ekki jafn glögga mynd af stöðu fyr­ir­tækja. Þess vegna voru þau sjálf beðin um að láta rann­sak­endum í té afrit af þeim. 

Í tölvu­póst­inum kom fram að reikn­ing­arnir yrðu „Reikn­ing­arnir verða aðeins not­aðir til þess að fá heild­stæða mynd af sjáv­ar­út­veg­inum en ekki til þess að skoða hvert og eitt fyr­ir­tæki nákvæm­lega. Við gerð úttekt­ar­innar verður farið með allar þær upp­lýs­ingar sem tengj­ast ykkur sem trún­að­ar­mál.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent