Rannsókn gegn Assange felld niður

Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.

Julian Assange
Julian Assange
Auglýsing

Rann­sókn á hendur stofn­anda Wiki­Leaks, Julian Assange, hefur verið felld niður í Sví­þjóð. Frá þessu er greint á Twitt­er-­síðu Wiki­Leaks í dag.

Assange var dæmdur í fimm­tíu vikna fang­elsi fyrir að brjóta gegn skil­málum lausnar sem hann hlaut gegn trygg­ingu árið 2012. Þá leit­aði hann hælis í sendi­ráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjöll­uðu breskir dóm­stólar um fram­sals­beiðni Svía vegna kyn­ferð­is­brota­máls gegn Assange þar í landi.

Auglýsing

Mesta atlaga að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tímum

Að sögn Krist­ins Hrafns­son­ar, rit­stjóra Wiki­Leaks, dvelur Assange nú í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands á meðan beðið er rétt­ar­halds í febr­úar þar sem fram­sal­skrafa Trump stjórn­ar­innar verður tekin fyr­ir. Hann lauk form­legri afplánun þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en því var hafnað að hann færi í skap­legra úrræði, sam­kvæmt Kristni.

„Sam­kvæmt orðum sænska sak­sókn­ar­ans rétt í þessu telst vitn­is­burður hins meinta fórn­ar­lambs veikur og ónógar sann­anir fyrir hendi til að byggja undir mál­ið. Það hefur tekið níu ár að kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu. Þetta getur ekki talist annað en rétt­ar­farsskandall,“ segir Krist­inn í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann segir það þó létti að koma þessu máli frá svo hægt sé að ein­beita sér að alvöru­mál­inu sem sé fram­sal­skrafa Julian Assange til Banda­ríkj­anna sem feli í sér eina mestu atlögu að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tím­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent