Rannsókn gegn Assange felld niður

Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.

Julian Assange
Julian Assange
Auglýsing

Rann­sókn á hendur stofn­anda Wiki­Leaks, Julian Assange, hefur verið felld niður í Sví­þjóð. Frá þessu er greint á Twitt­er-­síðu Wiki­Leaks í dag.

Assange var dæmdur í fimm­tíu vikna fang­elsi fyrir að brjóta gegn skil­málum lausnar sem hann hlaut gegn trygg­ingu árið 2012. Þá leit­aði hann hælis í sendi­ráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjöll­uðu breskir dóm­stólar um fram­sals­beiðni Svía vegna kyn­ferð­is­brota­máls gegn Assange þar í landi.

Auglýsing

Mesta atlaga að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tímum

Að sögn Krist­ins Hrafns­son­ar, rit­stjóra Wiki­Leaks, dvelur Assange nú í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands á meðan beðið er rétt­ar­halds í febr­úar þar sem fram­sal­skrafa Trump stjórn­ar­innar verður tekin fyr­ir. Hann lauk form­legri afplánun þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en því var hafnað að hann færi í skap­legra úrræði, sam­kvæmt Kristni.

„Sam­kvæmt orðum sænska sak­sókn­ar­ans rétt í þessu telst vitn­is­burður hins meinta fórn­ar­lambs veikur og ónógar sann­anir fyrir hendi til að byggja undir mál­ið. Það hefur tekið níu ár að kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu. Þetta getur ekki talist annað en rétt­ar­farsskandall,“ segir Krist­inn í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann segir það þó létti að koma þessu máli frá svo hægt sé að ein­beita sér að alvöru­mál­inu sem sé fram­sal­skrafa Julian Assange til Banda­ríkj­anna sem feli í sér eina mestu atlögu að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tím­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent