Rannsókn gegn Assange felld niður

Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.

Julian Assange
Julian Assange
Auglýsing

Rann­sókn á hendur stofn­anda Wiki­Leaks, Julian Assange, hefur verið felld niður í Sví­þjóð. Frá þessu er greint á Twitt­er-­síðu Wiki­Leaks í dag.

Assange var dæmdur í fimm­tíu vikna fang­elsi fyrir að brjóta gegn skil­málum lausnar sem hann hlaut gegn trygg­ingu árið 2012. Þá leit­aði hann hælis í sendi­ráði Ekvadors í London þar sem hann dvaldi þar til í apríl á þessu ári. Á þeim tíma fjöll­uðu breskir dóm­stólar um fram­sals­beiðni Svía vegna kyn­ferð­is­brota­máls gegn Assange þar í landi.

Auglýsing

Mesta atlaga að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tímum

Að sögn Krist­ins Hrafns­son­ar, rit­stjóra Wiki­Leaks, dvelur Assange nú í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands á meðan beðið er rétt­ar­halds í febr­úar þar sem fram­sal­skrafa Trump stjórn­ar­innar verður tekin fyr­ir. Hann lauk form­legri afplánun þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn en því var hafnað að hann færi í skap­legra úrræði, sam­kvæmt Kristni.

„Sam­kvæmt orðum sænska sak­sókn­ar­ans rétt í þessu telst vitn­is­burður hins meinta fórn­ar­lambs veikur og ónógar sann­anir fyrir hendi til að byggja undir mál­ið. Það hefur tekið níu ár að kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu. Þetta getur ekki talist annað en rétt­ar­farsskandall,“ segir Krist­inn í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann segir það þó létti að koma þessu máli frá svo hægt sé að ein­beita sér að alvöru­mál­inu sem sé fram­sal­skrafa Julian Assange til Banda­ríkj­anna sem feli í sér eina mestu atlögu að blaða­mennsku á Vest­ur­löndum á síð­ari tím­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent