Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
AuglýsingMennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið telur sig hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með Rík­is­út­varp­inu (RÚV) eins og kveðið er á um í lögum um hluta­fé­lög og eig­enda­stefnu rík­is­ins. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf aftur á móti að efla fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar Rík­is­út­varps­ins og leggur stofnun því til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari frekar með hlut rík­is­ins í RÚV. 

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­­ur­­stöðum stjórn­­­sýslu­út­­­tektar Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Skilja á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgðar

Stjórn­skipu­lag RÚV ohf. er ólíkt því sem almennt ein­kennir opin­ber hluta­fé­lög í eigu rík­is­ins. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fer ekki með eign­ar­hlut rík­is­ins í félag­inu og kemur ekki að skipan stjórnar þess, líkt og gert er ráð fyrir í lögum um opin­ber fjár­mál. Þess í stað fer mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið með eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV og stjórn félags­ins er skipuð eftir hlut­bundna kosn­ingu á Alþing­i.  

Auglýsing

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að fyrir vikið verði aðkoma ráðu­neyt­is­ins að fjár­hags­legu eft­ir­liti og aðhaldi með rekstri félags­ins minni en almennt ger­ist. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar ætti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti því að fara með hlut rík­is­ins í RÚV og skilja þannig á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgð­ar. 

Mik­il­vægt að hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­málum

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV. „Afar mik­il­vægt er að tryggja ráð­deild í rekstri og öfl­ugt fjár­hags­legt eft­ir­lit svo RÚV ohf. lendi ekki í alvar­legum greiðslu­erf­ið­leikum að nýju. Fjár­mála­stjórn félags­ins hefur lengstum verið svipuð og um A-hluta rík­is­stofnun sé að ræða og meg­in­á­hersla lögð á að rekst­ur­inn rúmist innan fjár­heim­ilda. Slíkt dugir ekki fyrir veru­lega skuld­sett félag sem einnig þarf að standa undir fjár­fest­ingum með fram­lagi á grund­velli þjón­ustu­samn­ings auk sjálfsafla­tekna,“ segir í skýrsl­unni og bend­ir ­Rík­is­end­ur­skoðun jafn­framt á að ólík­legt sé að hægt verði að grípa til aðgerða sam­bæri­legar við sölu bygg­inga­réttar á lóð­inni við Efsta­leiti árið 2015 ef rekstur félags­ins stefnir í óefni að nýju.

Enn fremur telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að skipa í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf. á for­sendum hæf­is­skil­yrða í lögum um hluta­fé­lög og opin­ber fjár­mál en í núgild­andi lögum um RÚV ohf. er ekki kveðið á um að til­nefnt sé í hana á grund­velli hæfni, mennt­unar eða reynslu.

Rík­is­end­ur­skoðun ítrekar að mik­il­vægt sé að tryggja að að minnsta kosti hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m. 

Ekki mik­ill munur á eft­ir­liti þessa tveggja ráðu­neyta

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið seg­ist ekki taka afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í við­brögðum sínum við skýrslu­drög­un­um. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckHins vegar bendir ráðu­neytið á að sömu lög gilda um öll opin­ber hluta­fé­lög og í lögum um opin­ber fjár­mál sé ekki kveðið á um ólíkt eft­ir­lits­hlut­verk ráðu­neyta í þessu efni. „Af svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn ráðu­neyt­is­ins um eft­ir­lit með­ op­in­berum hluta­fé­lögum er ekki að ráða að mik­ill munur sé á eft­ir­liti þess­ara tveggja ráðu­neyta á hlut­að­eig­andi félög­um. Ráðu­neytið telur sig því hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með­ ­Rík­is­út­varp­inu, eins og kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hluta­fé­lög og eig­enda­stefn­u ­rík­is­ins.“

Engu á síður seg­ist ráðu­neytið ætla meta hvort þörf sé á sér­stökum ráð­stöf­unum til að tryggja enn virkara eft­ir­lit með fjár­hags­stöðu og rekstr­ar­á­ætl­unum Rík­is­út­varps­ins. Ráðu­neytið bendir jafn­framt á að ­fjöl­miðla­nefnd hefur einnig eft­ir­lit með starf­semi Rík­is­út­varps­ins og skal njóta til þess aðstoð­ar­ ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, einkum er varðar bók­halds­mál. 

Enn fremur lítur ráðu­neytið svo á að ábend­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar um fyr­ir­komu­lag við skipan í stjórn­ ­Rík­is­út­varps­ins sé beint til Alþing­is. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent