Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
AuglýsingMennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið telur sig hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með Rík­is­út­varp­inu (RÚV) eins og kveðið er á um í lögum um hluta­fé­lög og eig­enda­stefnu rík­is­ins. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf aftur á móti að efla fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar Rík­is­út­varps­ins og leggur stofnun því til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari frekar með hlut rík­is­ins í RÚV. 

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­­ur­­stöðum stjórn­­­sýslu­út­­­tektar Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Skilja á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgðar

Stjórn­skipu­lag RÚV ohf. er ólíkt því sem almennt ein­kennir opin­ber hluta­fé­lög í eigu rík­is­ins. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fer ekki með eign­ar­hlut rík­is­ins í félag­inu og kemur ekki að skipan stjórnar þess, líkt og gert er ráð fyrir í lögum um opin­ber fjár­mál. Þess í stað fer mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið með eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV og stjórn félags­ins er skipuð eftir hlut­bundna kosn­ingu á Alþing­i.  

Auglýsing

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að fyrir vikið verði aðkoma ráðu­neyt­is­ins að fjár­hags­legu eft­ir­liti og aðhaldi með rekstri félags­ins minni en almennt ger­ist. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar ætti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti því að fara með hlut rík­is­ins í RÚV og skilja þannig á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgð­ar. 

Mik­il­vægt að hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­málum

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV. „Afar mik­il­vægt er að tryggja ráð­deild í rekstri og öfl­ugt fjár­hags­legt eft­ir­lit svo RÚV ohf. lendi ekki í alvar­legum greiðslu­erf­ið­leikum að nýju. Fjár­mála­stjórn félags­ins hefur lengstum verið svipuð og um A-hluta rík­is­stofnun sé að ræða og meg­in­á­hersla lögð á að rekst­ur­inn rúmist innan fjár­heim­ilda. Slíkt dugir ekki fyrir veru­lega skuld­sett félag sem einnig þarf að standa undir fjár­fest­ingum með fram­lagi á grund­velli þjón­ustu­samn­ings auk sjálfsafla­tekna,“ segir í skýrsl­unni og bend­ir ­Rík­is­end­ur­skoðun jafn­framt á að ólík­legt sé að hægt verði að grípa til aðgerða sam­bæri­legar við sölu bygg­inga­réttar á lóð­inni við Efsta­leiti árið 2015 ef rekstur félags­ins stefnir í óefni að nýju.

Enn fremur telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að skipa í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf. á for­sendum hæf­is­skil­yrða í lögum um hluta­fé­lög og opin­ber fjár­mál en í núgild­andi lögum um RÚV ohf. er ekki kveðið á um að til­nefnt sé í hana á grund­velli hæfni, mennt­unar eða reynslu.

Rík­is­end­ur­skoðun ítrekar að mik­il­vægt sé að tryggja að að minnsta kosti hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m. 

Ekki mik­ill munur á eft­ir­liti þessa tveggja ráðu­neyta

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið seg­ist ekki taka afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í við­brögðum sínum við skýrslu­drög­un­um. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckHins vegar bendir ráðu­neytið á að sömu lög gilda um öll opin­ber hluta­fé­lög og í lögum um opin­ber fjár­mál sé ekki kveðið á um ólíkt eft­ir­lits­hlut­verk ráðu­neyta í þessu efni. „Af svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn ráðu­neyt­is­ins um eft­ir­lit með­ op­in­berum hluta­fé­lögum er ekki að ráða að mik­ill munur sé á eft­ir­liti þess­ara tveggja ráðu­neyta á hlut­að­eig­andi félög­um. Ráðu­neytið telur sig því hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með­ ­Rík­is­út­varp­inu, eins og kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hluta­fé­lög og eig­enda­stefn­u ­rík­is­ins.“

Engu á síður seg­ist ráðu­neytið ætla meta hvort þörf sé á sér­stökum ráð­stöf­unum til að tryggja enn virkara eft­ir­lit með fjár­hags­stöðu og rekstr­ar­á­ætl­unum Rík­is­út­varps­ins. Ráðu­neytið bendir jafn­framt á að ­fjöl­miðla­nefnd hefur einnig eft­ir­lit með starf­semi Rík­is­út­varps­ins og skal njóta til þess aðstoð­ar­ ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, einkum er varðar bók­halds­mál. 

Enn fremur lítur ráðu­neytið svo á að ábend­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar um fyr­ir­komu­lag við skipan í stjórn­ ­Rík­is­út­varps­ins sé beint til Alþing­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent