Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
AuglýsingMennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið telur sig hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með Rík­is­út­varp­inu (RÚV) eins og kveðið er á um í lögum um hluta­fé­lög og eig­enda­stefnu rík­is­ins. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf aftur á móti að efla fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar Rík­is­út­varps­ins og leggur stofnun því til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari frekar með hlut rík­is­ins í RÚV. 

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­­ur­­stöðum stjórn­­­sýslu­út­­­tektar Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Skilja á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgðar

Stjórn­skipu­lag RÚV ohf. er ólíkt því sem almennt ein­kennir opin­ber hluta­fé­lög í eigu rík­is­ins. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fer ekki með eign­ar­hlut rík­is­ins í félag­inu og kemur ekki að skipan stjórnar þess, líkt og gert er ráð fyrir í lögum um opin­ber fjár­mál. Þess í stað fer mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið með eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV og stjórn félags­ins er skipuð eftir hlut­bundna kosn­ingu á Alþing­i.  

Auglýsing

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að fyrir vikið verði aðkoma ráðu­neyt­is­ins að fjár­hags­legu eft­ir­liti og aðhaldi með rekstri félags­ins minni en almennt ger­ist. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar ætti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti því að fara með hlut rík­is­ins í RÚV og skilja þannig á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgð­ar. 

Mik­il­vægt að hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­málum

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV. „Afar mik­il­vægt er að tryggja ráð­deild í rekstri og öfl­ugt fjár­hags­legt eft­ir­lit svo RÚV ohf. lendi ekki í alvar­legum greiðslu­erf­ið­leikum að nýju. Fjár­mála­stjórn félags­ins hefur lengstum verið svipuð og um A-hluta rík­is­stofnun sé að ræða og meg­in­á­hersla lögð á að rekst­ur­inn rúmist innan fjár­heim­ilda. Slíkt dugir ekki fyrir veru­lega skuld­sett félag sem einnig þarf að standa undir fjár­fest­ingum með fram­lagi á grund­velli þjón­ustu­samn­ings auk sjálfsafla­tekna,“ segir í skýrsl­unni og bend­ir ­Rík­is­end­ur­skoðun jafn­framt á að ólík­legt sé að hægt verði að grípa til aðgerða sam­bæri­legar við sölu bygg­inga­réttar á lóð­inni við Efsta­leiti árið 2015 ef rekstur félags­ins stefnir í óefni að nýju.

Enn fremur telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að skipa í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf. á for­sendum hæf­is­skil­yrða í lögum um hluta­fé­lög og opin­ber fjár­mál en í núgild­andi lögum um RÚV ohf. er ekki kveðið á um að til­nefnt sé í hana á grund­velli hæfni, mennt­unar eða reynslu.

Rík­is­end­ur­skoðun ítrekar að mik­il­vægt sé að tryggja að að minnsta kosti hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m. 

Ekki mik­ill munur á eft­ir­liti þessa tveggja ráðu­neyta

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið seg­ist ekki taka afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í við­brögðum sínum við skýrslu­drög­un­um. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckHins vegar bendir ráðu­neytið á að sömu lög gilda um öll opin­ber hluta­fé­lög og í lögum um opin­ber fjár­mál sé ekki kveðið á um ólíkt eft­ir­lits­hlut­verk ráðu­neyta í þessu efni. „Af svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn ráðu­neyt­is­ins um eft­ir­lit með­ op­in­berum hluta­fé­lögum er ekki að ráða að mik­ill munur sé á eft­ir­liti þess­ara tveggja ráðu­neyta á hlut­að­eig­andi félög­um. Ráðu­neytið telur sig því hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með­ ­Rík­is­út­varp­inu, eins og kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hluta­fé­lög og eig­enda­stefn­u ­rík­is­ins.“

Engu á síður seg­ist ráðu­neytið ætla meta hvort þörf sé á sér­stökum ráð­stöf­unum til að tryggja enn virkara eft­ir­lit með fjár­hags­stöðu og rekstr­ar­á­ætl­unum Rík­is­út­varps­ins. Ráðu­neytið bendir jafn­framt á að ­fjöl­miðla­nefnd hefur einnig eft­ir­lit með starf­semi Rík­is­út­varps­ins og skal njóta til þess aðstoð­ar­ ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, einkum er varðar bók­halds­mál. 

Enn fremur lítur ráðu­neytið svo á að ábend­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar um fyr­ir­komu­lag við skipan í stjórn­ ­Rík­is­út­varps­ins sé beint til Alþing­is. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent