Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV

Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
AuglýsingMennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið telur sig hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með Rík­is­út­varp­inu (RÚV) eins og kveðið er á um í lögum um hluta­fé­lög og eig­enda­stefnu rík­is­ins. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf aftur á móti að efla fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar Rík­is­út­varps­ins og leggur stofnun því til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari frekar með hlut rík­is­ins í RÚV. 

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­­ur­­stöðum stjórn­­­sýslu­út­­­tektar Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Skilja á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgðar

Stjórn­skipu­lag RÚV ohf. er ólíkt því sem almennt ein­kennir opin­ber hluta­fé­lög í eigu rík­is­ins. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fer ekki með eign­ar­hlut rík­is­ins í félag­inu og kemur ekki að skipan stjórnar þess, líkt og gert er ráð fyrir í lögum um opin­ber fjár­mál. Þess í stað fer mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið með eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV og stjórn félags­ins er skipuð eftir hlut­bundna kosn­ingu á Alþing­i.  

Auglýsing

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að fyrir vikið verði aðkoma ráðu­neyt­is­ins að fjár­hags­legu eft­ir­liti og aðhaldi með rekstri félags­ins minni en almennt ger­ist. Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar ætti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti því að fara með hlut rík­is­ins í RÚV og skilja þannig á milli eig­enda­á­byrgðar og fag­legrar ábyrgð­ar. 

Mik­il­vægt að hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­málum

Auk þess telur Rík­is­end­ur­skoðun að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV. „Afar mik­il­vægt er að tryggja ráð­deild í rekstri og öfl­ugt fjár­hags­legt eft­ir­lit svo RÚV ohf. lendi ekki í alvar­legum greiðslu­erf­ið­leikum að nýju. Fjár­mála­stjórn félags­ins hefur lengstum verið svipuð og um A-hluta rík­is­stofnun sé að ræða og meg­in­á­hersla lögð á að rekst­ur­inn rúmist innan fjár­heim­ilda. Slíkt dugir ekki fyrir veru­lega skuld­sett félag sem einnig þarf að standa undir fjár­fest­ingum með fram­lagi á grund­velli þjón­ustu­samn­ings auk sjálfsafla­tekna,“ segir í skýrsl­unni og bend­ir ­Rík­is­end­ur­skoðun jafn­framt á að ólík­legt sé að hægt verði að grípa til aðgerða sam­bæri­legar við sölu bygg­inga­réttar á lóð­inni við Efsta­leiti árið 2015 ef rekstur félags­ins stefnir í óefni að nýju.

Enn fremur telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að skipa í stjórn Rík­is­út­varps­ins ohf. á for­sendum hæf­is­skil­yrða í lögum um hluta­fé­lög og opin­ber fjár­mál en í núgild­andi lögum um RÚV ohf. er ekki kveðið á um að til­nefnt sé í hana á grund­velli hæfni, mennt­unar eða reynslu.

Rík­is­end­ur­skoðun ítrekar að mik­il­vægt sé að tryggja að að minnsta kosti hluti stjórn­ar­manna hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m. 

Ekki mik­ill munur á eft­ir­liti þessa tveggja ráðu­neyta

Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið seg­ist ekki taka afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í við­brögðum sínum við skýrslu­drög­un­um. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt. 

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra. Mynd: Bára Huld BeckHins vegar bendir ráðu­neytið á að sömu lög gilda um öll opin­ber hluta­fé­lög og í lögum um opin­ber fjár­mál sé ekki kveðið á um ólíkt eft­ir­lits­hlut­verk ráðu­neyta í þessu efni. „Af svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis við fyr­ir­spurn ráðu­neyt­is­ins um eft­ir­lit með­ op­in­berum hluta­fé­lögum er ekki að ráða að mik­ill munur sé á eft­ir­liti þess­ara tveggja ráðu­neyta á hlut­að­eig­andi félög­um. Ráðu­neytið telur sig því hafa upp­fyllt eft­ir­lits­skyldu sína með­ ­Rík­is­út­varp­inu, eins og kveðið er á um í lögum nr. 2/1995 um hluta­fé­lög og eig­enda­stefn­u ­rík­is­ins.“

Engu á síður seg­ist ráðu­neytið ætla meta hvort þörf sé á sér­stökum ráð­stöf­unum til að tryggja enn virkara eft­ir­lit með fjár­hags­stöðu og rekstr­ar­á­ætl­unum Rík­is­út­varps­ins. Ráðu­neytið bendir jafn­framt á að ­fjöl­miðla­nefnd hefur einnig eft­ir­lit með starf­semi Rík­is­út­varps­ins og skal njóta til þess aðstoð­ar­ ­Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, einkum er varðar bók­halds­mál. 

Enn fremur lítur ráðu­neytið svo á að ábend­ingum Rík­is­end­ur­skoð­unar um fyr­ir­komu­lag við skipan í stjórn­ ­Rík­is­út­varps­ins sé beint til Alþing­is. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent