Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot

Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.

ARngrímur Brynjólfsson
Auglýsing

Arn­grímur Brynj­ólfs­son, skip­stjóri Sam­herja á skip­inu Heina­ste, segir í yfir­lýs­ingu að það hafi komið á óvart að vera sak­aður um að hafa siglt skipi inn á bann­svæði úti fyrir ströndum Namib­íu. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt er á vef RÚV, en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í morgun var Arn­grímur hand­tek­inn og færður fyrir dóma, en hann var sak­aður um að hafa stýrt skip­inu inn á hrygn­ing­ar­svæði þar sem bannað var að sigla. 

Í yfir­lýs­ing­unni seg­ist Arn­grímur hafa verið sjó­maður í 49 ár og þar af 34 ár sem skip­stjóri, og hann hafi aldrei verið sak­aður um neitt mis­jafnt á öllum sínum ferli. Því hafi þetta komið á óvart. Auk þess var þetta síð­asta ferð hans sem skip­stjóri, og því von­brigði að málin hafi farið á þennan veg.

Auglýsing

„Skip­ið Heina­ste ­klárað­i lönd­un í ­fyrra­dag. Eft­ir að ­skip­ið hafð­i ­klárað lönd­un var é­g ­boð­að­ur­ til fundar við Fiski­stofu Namibíu sem stýrir veiðum í land­inu. Þar komu fram ásak­anir þess efnis að skipið hefði farið inná á lokað svæði til veiða.

Ég vill taka fram að á mínum 49 ára ferli til sjós, þar af yfir 34 ár sem skip­stjóri, hef ég aldrei verið sak­aður um hafa brotið af mér í starfi á neinn hátt. Þessi veiði­ferð átti að vera sú síð­asta á ferl­inum og eru það mér mikil von­brigði að verða fyrir þessum ásök­unum nú.

Mér vit­andi hefur skipið ekki verið sakað um brot af þessu tagi áður og kemur ásök­unin sjálfum mér á óvart enda er þess gætt af kost­gæfni að veiða aldrei á þeim svæðum sem eru lokuð hverju sinni.

Alla­jafna þegar skip er sakað um að hafa veitt innan lok­aðs svæðis í lög­sögu Namibíu er skip­stjóri leiddur fyrir dóm­ara og sleppt sam­dæg­urs. Von­ast ég til að það taki ekki langan tíma að leiða málið til lykta og eftir því sem ég kemst næst hefur öllum málum af þessu tagi lokið með sekt­ar­greiðslu telj­ist það sannað að skip hafi í raun stundað veiðar innan lok­aðs svæð­is.

Langt var liðið á dag­inn þegar sam­talið við Fiski­stofu fór fram. Það tókst því ekki að koma mál­inu fyrir dóm­ara sam­dæg­urs og þurfti ég því að gista fanga­geymslur eina nótt. Í gær­morgun fór málið svo fyrir dóm­ara, mér var sleppt og von­ast ég til þess að málið leys­ist end­an­lega innan skamm­s,“ segir Arn­grímur í yfir­lýs­ing­unni, sem birt er í heild á vef RÚV.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent