Hægt að lágmarka skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum

Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.

Ilia Shumanov
Ilia Shumanov
Auglýsing

„Ég lít svo á að ekki sé til nein hnatt­ræn skyndi­lausn við pen­inga­þvætti. En við gætum lág­markað skað­ann af pen­inga­þvætti með því að fylgja ákveðnum skref­um.“

Þetta segir Ilia Shuma­nov, aðstoð­­ar­fram­­kvæmda­­stjóri Rús­s­lands­­deildar Tran­­sparency International, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann mun halda fyr­ir­­lestur um áskor­an­ir ­pen­inga­þvættis og leiðir til að rann­saka það á umræðu­fundi sem fer fram seinna í dag á Sólon klukkan 16:00.

Í fyrsta lagi beri að auka gegn­sæi fyr­ir­tækja og pen­inga­stofn­ana, í öðru lagi verði að þróa gervi­greind­ar­nálgun fyrir bar­átt­una gegn pen­inga­þvætti og í þriðja lagi að fá sam­fé­lagið og fjöl­miðla til að taka meiri þátt í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti og koma í kring umbótum á eft­ir­lits­kerf­um. Ekki sé nóg að fjalla um pen­inga­þvætti í hverju landi fyrir sig, heldur þurfi að gera það heild­rænna.

Auglýsing

Um­ræð­u­fund­ur­inn er á vegum Gagn­­sæ­is, Kjarn­ans og Blaða­­manna­­fé­lags Íslands. Að loknum fyr­ir­­lestri verða pall­­borðsum­­ræð­­ur­ þar sem meðal ann­­ars Sam­herj­­a­­málið verður til umræðu.

Í fyr­ir­­lestri sínum mun S­huma­nov ­meðal ann­­ars fjalla um þær ­teg­undir pen­inga­þvættis sem spruttu upp í kjöl­far hruns Sov­ét­­ríkj­anna og frá fyrri lýð­veldum þess og hvernig aðferðir og leiðir hafi verið í stöðugri breyt­ingu og þróun á síð­­­ustu árum.

Hann mun jafn­­framt fjalla um hvernig alþjóð­­legir hringir séu oft­­ast einu skrefi á undan yfir­­völdum og hvert hlut­verk milli­­liða sé í pen­inga­þvætti. Auk þess mun hann ræða „Blockchain“ og alþjóð­­lega bar­áttu gegn pen­inga­þvætt­i.

Sam­eig­in­legir þræðir hjá fyrrum Sóvét­ríkj­unum

Pen­inga­þvætt­is­á­skor­an­irnar hjá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eru breyti­legar eftir lönd­um, sam­kvæmt Shuma­nov. Hann segir að margt sé til að mynda mjög ólíkt með Eist­landi, og með­limnum í ESB og fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, og Kyrgyzstan, sem er með­limur í Sam­veldi sjálf­stæðra ríkja (CIS).

Þó séu nokkrir sam­eig­in­legir meg­in­þræðir sem renna í gegnum öll fyrrum Sov­étlýð­veld­in:

  • Hlut­verk arf­taka KGB í bar­átt­unni gegn pen­inga­þvætti (meiri­hluti bank­anna í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, sér­stak­lega í Rúss­landi, Hvíta-Rúss­landi og í Mið-Asíu­ríkj­un­um, hafa eða hafa haft „sér­staka ráð­gjafa“ úr röðum lög­gæslu­manna á launa­skrá hjá sér).
  • Umburð­ar­lyndið í fyrrum Sov­ét­ríkjum fyrir pen­inga­þvætt­is­ferl­inu. Við­horfið í sam­fé­lag­inu er á þann veg að pen­inga­þvætti skaði engan og að ein­ungis sé verið að svindla á rík­is­stjórn­inni en ekki skatt­borg­ur­um.
  • Lágur gæða­stað­all bar­áttu­ferl­is­ins gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í pen­inga­stofn­unum fyrrum Sov­ét­ríkj­anna og fjár­hags­leynd banka.
  • Geysi­leg eft­ir­spurn aðila úr fyrrum Sov­ét­ríkj­unum eftir því að gera starf­semi sína og eignir lög­legar í þró­un­ar­lönd­um.
  • Spill­ing sem hvers­dags­leg við­skipta­venja í fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um.

Vísi­talan sem Tran­sparency International gefur út, sem segir til um það hversu með­vitað fólk er um spill­ingu, sýni þetta svart á hvítu.

Ísland með meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land

Þegar Shuma­nov er spurður út í það hvað honum finn­ist um það að Íslands sé á gráum lista FATF þá svarar hann að hann telji þetta vera mjög erf­iða spurn­ingu. „Ann­ars vegar eru svarti og grái list­inn hjá FATF mjög tækni­leg við­fangs­efni og hins vegar gætu verið ein­hverjir póli­tískir hvatar fyrir því að setja Ísland á gráa list­ann,“ segir hann.

Varð­andi þau tækni­legu vanda­mál sem fylgja þessum listum þá segir Shuma­nov að ef ríki fari ekki nægi­lega vel eftir tækni­legum með­mælum FATF þá geti það ríki endað á þessum lista, þrátt fyrir að pen­inga­þvætti sé ekki sér­stak­lega stórt vanda­mál þar.

„Ef við berum saman eft­ir­fylgni pen­inga­þvættis í Rúss­landi og á Íslandi komumst við að því að Ísland hefur meira gegn­sæi og hærri sið­ferð­is­staðla en Rúss­land. Pen­inga­þvætti er ekk­ert stór­mál í ykkar landi, en rúss­neska stjórnin fer mun sam­visku­sam­legar eftir með­mælum FATF (sér í lagi tækni­legum með­mæl­u­m). Til eru tækni­leg með­mæli frá FATF sem Ísland fer ekki eft­ir, til að mynda væri enn hægt að nota félags­sam­tök fyrir pen­inga­þvætti og hefur rík­is­stjórn Íslands ekk­ert brugð­ist við þessum vanda,“ segir hann.

„Meg­in­vanda­málið út frá mínum bæj­ar­dyrum séð er hins vegar hversu óskil­virkar bar­áttu­að­ferð­irnar gegn pen­inga­þvætti eru,“ segir hann enn frem­ur.

Rík­is­stjórn Íslands hafi ekki brugð­ist almenni­lega við nið­ur­stöðum end­ur­skoð­unar FATF síðan stofn­unin gerði rann­sókn sína í apríl árið 2018. FATF komst að því að skil­virkni sé ábóta­vant í við­leitni íslenskra stjórn­valda til að vernda efna­hags­kerfið fyrir ógnum pen­inga­þvætt­is, sér­stak­lega í því sam­hengi að koma í veg fyrir að ágóði af glæp­a­starf­semi og styrkt­arfé í þágu hryðju­verka flæði inn í íslenska hag­kerf­ið.

FATF orðið að póli­tískri stofnun

Varð­andi póli­tíska vanda­málið með lista FATF þá sýn­ist Shuma­nov sem svo að á síð­asta ári hafi FATF orðið að póli­tísk­ari stofn­un. „Ef FATF setur til að mynda Kína eða Rúss­land á gráan lista þá verður fjarg­viðri á heims­vísu sem mun hafa póli­tískar afleið­ingar í för með sér. Þess vegna forð­ast hóp­ur­inn að bendla stóra aðila við slíkt þrátt fyrir að þeir séu verri,“ segir hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal