Hlutabréf í DNB hríðfalla

Eftir tilkynningu efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar þess efnis að hafin væri formleg rannsókn á DNB bankanum hafa hlutabréf í bankanum lækkað.

dnbbank.jpg
Auglýsing

Hlutbréf í norska bankanum DNB hafa lækkað um 5,53 prósent í dag en Stundin greinir frá fyrst íslenskra fjölmiðla. Ástæðan er sögð vera sú að efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar greindi frá því í gær að hafin væri rannsókn á bankanum í kjölfar uppljóstrana Stundarinnar og Kveiks, í samvinnu við Wikileaks og Al Jazeera, á mútugreiðslum Samherja og spillingu tengdri makrílveiðum fyrirtækisins við strendur Namibíu, auk hugsanlegs peningaþvættis í gegnum bankann.

Í frétt Norska ríkisútvarpsins um málið kemur fram að hlutabréfin hafi lækkað um rúm sex prósent í morgun, föstudag. Það jafngildi því að virði bankans hafi rýrnað um 15 milljarða norskra króna, eða um tæpa 200 milljarða íslenskra króna. Þá hafa hlutabréfin hækkað lítillega síðan frétt NRK birtist í morgun. 

Formleg rannsókn hafin

Fram kom í fréttum í gær að efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hefði hafið formlega rannsókn á norska bankanum DNB vegna umfjöllunar fjölmiðla um Samherjaskjölin. 

Auglýsing

Í yfirlýsingu sem birtist á vef efnahagsbrotadeildarinnar kom fram að eðli málsins samkvæmt yrði haft samstarf við yfirvöld í öðrum löndum. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfesti í samtali við RÚV í gær að norska efnahagsbrotadeildin hefði þegar haft samband við embættið.

Í yfirlýsingunni var jafnframt haft eftir starfandi forstjóra að markmið rannsóknarinnar væri að finna út hvað hefði gerst og hvort það varðaði við hegningarlög. „Rannsóknin er á frumstigi og við munum ekki veita frekari upplýsingar um málið.“

Miklar sveiflur eftir umfjöllunina um Samherja

Stundin greinir frá því að virði bréfa í DNB í Kauphöllinni í Osló hefði hrunið eftir umfjöllun Stundarinnar og Kveiks þann 12. nóvember síðastliðinn úr 170,25 stigum og niður í 161,65 föstudaginn 15. nóvember. Síðan þá hafi virði bréfa í bankanum hækkað hægt og bítandi og þann 25. nóvember hafi það verið 169,20 stig. Daginn eftir hafi virði bréfa lækkað skarpt en hækkað aftur á miðvikudag. Það hafi síðan lækkað í gær og í dag. 

Vísitala bréfanna er komin niður í 156,3 stig þegar þetta er skrifað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent