Lítið vitað um orsakir aukinnar tíðni hvalreka

Á síðustu tíu árum hafa hér á landi rúmlega 230 hvalir rekið á land, þar af 152 hvalir á þessu ári. Mögulegar orsakir hvalreka eru aftur á móti lítið rannsakaðar hér á landi.

Sporður á hval
Auglýsing

Mik­ill fjöldi hvala hefur rekið á land það sem af er ári eða alls 152 hval­ir. Lítið er hins vegar vitað um orsakir þess og hval­rekar í raun lítið rann­sak­aðir hér á land­i. ­Nið­ur­stöður rann­sókna hafa þó bent til að auk­inn ágangur hvala­skoð­un­ar­skipa og báta í Faxa­flóa hafi nei­kvæð áhrif á hegðun hrefna. 

Þetta kemur fram í svari sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Andr­ési Inga Jóns­syni, þing­manni utan þing­flokks, um hval­reka.

Hvala­skoðun víða áhyggju­efni

Á síð­asta ára­tug hafa alls 237 hvali rekið á land á Íslandi. Stærstur hluti þeirra eru grind­hvalir en mikla athygli vakti þegar 50 grind­hvala­hræ fund­ust í Löng­u­­fjör­um í sum­ar. Í kjöl­farið kall­aði Andrés Ingi eftir svörum frá ráð­herra um tíðni hval­reka hér á landi og hvort að ­skoðað hefði verið hvaða tengsl kunna að vera á milli hval­reka og til að mynda umferðar skipa nálægt hvala­vöð­u­m. 

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar að skoða grindhvalavöðuna í sumar. Mynd: Hvalrannsóknarstofnun- Svanhildur EgilsdóttirSam­kvæmt svari sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefur ekki verið gerð fræði­leg úttekt á hugs­an­legum tengslum milli almennr­ar ­skipa­um­ferðar og tíðni hval­reka hér við land þrátt fyrir að ýmsar erlendar rann­sóknir á hval­rekum sýni að árekstrar skipa og hvala geti verið mik­il­vægur þáttur í dán­ar­tíðni hvala, einkum þar sem ­saman fer mikil skipa­um­ferð og við­kvæmir stofnar hvala. 

Eitt alvar­leg­asta dæmið um slíkt er Slétt­bakur en sú teg­und var útbreidd í Norð­ur­- Atl­ants­hafi ­fyrr á öldum en en leifar stofns­ins telja nú fáein hund­ruð dýra sem halda til við aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og Kanada. Mikil skipa­um­ferð á því svæði er talin hamla end­ur­reisn stofns­ins og hafa því verið settar sér­stakar sigl­inga­reglur vegna þess.

Auglýsing

Nei­kvæð áhrif hvala­skoð­un­ar­skipa

Enn fremur segir í svar­inu að hvala­skoðun hafi auk­ist gíf­ur­lega um allan heim og sé það víða áhyggju­efni enda bein­ist hún­ oft sér­stak­lega að svæðum sem eru mik­il­væg hvala­stofn­um. Vís­inda­nefnd Alþjóða­hval­veiði­ráðs­ins hefur á und­an­förnum árum fjallað í auknum mæli um þær hættur sem steðja að hvölum vegna sigl­inga bæði almennt og sér­stak­lega vegna hvala­skoð­unar

Gerðar hafa verið nokkrar rann­sóknir hér við land á áhrifum hvala­skoð­unar á hegðun og ­mögu­leg lang­tíma­á­hrif á hvali. Nið­ur­stöð­urnar benda til að ágangur hvala­skoð­un­ar­skipa og báta í Faxa­flóa hafi nei­kvæð áhrif á hegðun hrefnu, sér­stak­lega hvað varðar fæðu­nám. 

Hins vegar þykir ólík­legt að þessi truflun hafi var­an­leg alvar­leg áhrif á æxl­un­ar­getu hval­anna til lengri tíma litið vegna hreyf­an­leika hval­anna innan haf­svæð­is­ins við Ísland, að því er fram kemur í svari ráð­herra.

Gengur illa að fá upp­lýs­ingar frá hern­að­ar­yf­ir­völd­um 

Í fyr­ir­spurn sinni spyr Andrés Ingi jafn­framt hvort að ­skoðað hafi verið hvort að tengsl kunni að vera á milli hval­reka og umferðar skipa sem senda frá sér öflug hjóð­sjár­merki, til að mynda her­skip og kaf­báta.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckSjáv­ar­út­vegs­ráð­herra segir í svari sínu að í gangi sé fjöl­þjóð­leg rann­sókn þar sem reynt er að kanna orsakir óvenju­legs fjölda and­ar­nefju og svín­hvala­reka, á árinu 2018, á ströndum margra landa við Norð­aust­ur-Atl­ants­haf, ­meðal ann­ars á Ísland­i. 

Hann segir að í því sam­bandi sé meðal ann­ars er litið til við við­veru her­skipa og her­æf­ingar sem fram fóru sum­arið 2018. Erf­ið­lega hefur þó gengið að afla upp­lýs­inga frá hern­að­ar­yf­ir­völd­um. Engar rann­sóknir hafa verið gerðar hér við landa á tengslum hval­reka og umferðar skipa ­sem senda frá sér öflug hljóð­sjár­merki. 

Í svar­inu kemur jafn­framt­fram að lítið eða ekk­ert sé vitað um tengsl hval­reka við berg­máls­rann­sóknir olíu­leit­ar­skipa, notk­unar hvala­fæla til að halda hvölum frá veiði­færum skipa eða ann­arrar hljóð­meng­unar af manna­völd­um. 

Erfitt að ákvarða dán­ar­or­sök

Andrés Ingi kall­aði jafn­framt eftir upp­lýs­ingum um dán­ar­or­sök strand­að­ara hvala en ráð­herra segir að sjaldn­ast sé hægt að ákvarða dán­ar­or­sök hvala sem reka á landi nema í til­fell­u­m þar sem sjá megi skýr ummerki um veið­ar­færi eða skips­skrúf­ur. 

Sama gildi um slíkt á heims­vísu enda þyrfti til þess umfangs­miklar og kostn­að­ar­samar krufn­ingar sér­hæfðra dýra­lækna. Haf­rann­sókn­ar­stofa tekur þó reglu­lega sýni úr hval­rekum og safnar í vefja og sýna­banka sem und­an­farin ár hefur sýnt sig sem mik­il­vægt inn­legg í ýmsar alþjóð­leg­ar ­rann­sókn­ir, að því er fram kemur í svar­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent