Lítið vitað um orsakir aukinnar tíðni hvalreka

Á síðustu tíu árum hafa hér á landi rúmlega 230 hvalir rekið á land, þar af 152 hvalir á þessu ári. Mögulegar orsakir hvalreka eru aftur á móti lítið rannsakaðar hér á landi.

Sporður á hval
Auglýsing

Mikill fjöldi hvala hefur rekið á land það sem af er ári eða alls 152 hvalir. Lítið er hins vegar vitað um orsakir þess og hvalrekar í raun lítið rannsakaðir hér á landi. Niðurstöður rannsókna hafa þó bent til að aukinn ágangur hvalaskoðunarskipa og báta í Faxaflóa hafi neikvæð áhrif á hegðun hrefna. 

Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni utan þingflokks, um hvalreka.

Hvalaskoðun víða áhyggjuefni

Á síðasta áratug hafa alls 237 hvali rekið á land á Íslandi. Stærstur hluti þeirra eru grindhvalir en mikla athygli vakti þegar 50 grindhvalahræ fundust í Löngu­fjör­um í sumar. Í kjölfarið kallaði Andrés Ingi eftir svörum frá ráðherra um tíðni hvalreka hér á landi og hvort að skoðað hefði verið hvaða tengsl kunna að vera á milli hvalreka og til að mynda umferðar skipa nálægt hvalavöðum. 

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar að skoða grindhvalavöðuna í sumar. Mynd: Hvalrannsóknarstofnun- Svanhildur EgilsdóttirSamkvæmt svari sjávarútvegsráðherra hefur ekki verið gerð fræðileg úttekt á hugsanlegum tengslum milli almennrar skipaumferðar og tíðni hvalreka hér við land þrátt fyrir að ýmsar erlendar rannsóknir á hvalrekum sýni að árekstrar skipa og hvala geti verið mikilvægur þáttur í dánartíðni hvala, einkum þar sem saman fer mikil skipaumferð og viðkvæmir stofnar hvala. 

Eitt alvarlegasta dæmið um slíkt er Sléttbakur en sú tegund var útbreidd í Norður- Atlantshafi fyrr á öldum en en leifar stofnsins telja nú fáein hundruð dýra sem halda til við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Mikil skipaumferð á því svæði er talin hamla endurreisn stofnsins og hafa því verið settar sérstakar siglingareglur vegna þess.

Auglýsing

Neikvæð áhrif hvalaskoðunarskipa

Enn fremur segir í svarinu að hvalaskoðun hafi aukist gífurlega um allan heim og sé það víða áhyggjuefni enda beinist hún oft sérstaklega að svæðum sem eru mikilvæg hvalastofnum. Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hefur á undanförnum árum fjallað í auknum mæli um þær hættur sem steðja að hvölum vegna siglinga bæði almennt og sérstaklega vegna hvalaskoðunar

Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir hér við land á áhrifum hvalaskoðunar á hegðun og möguleg langtímaáhrif á hvali. Niðurstöðurnar benda til að ágangur hvalaskoðunarskipa og báta í Faxaflóa hafi neikvæð áhrif á hegðun hrefnu, sérstaklega hvað varðar fæðunám. 

Hins vegar þykir ólíklegt að þessi truflun hafi varanleg alvarleg áhrif á æxlunargetu hvalanna til lengri tíma litið vegna hreyfanleika hvalanna innan hafsvæðisins við Ísland, að því er fram kemur í svari ráðherra.

Gengur illa að fá upplýsingar frá hernaðaryfirvöldum 

Í fyrirspurn sinni spyr Andrés Ingi jafnframt hvort að skoðað hafi verið hvort að tengsl kunni að vera á milli hvalreka og umferðar skipa sem senda frá sér öflug hjóðsjármerki, til að mynda herskip og kafbáta.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckSjávarútvegsráðherra segir í svari sínu að í gangi sé fjölþjóðleg rannsókn þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda andarnefju og svínhvalareka, á árinu 2018, á ströndum margra landa við Norðaustur-Atlantshaf, meðal annars á Íslandi. 

Hann segir að í því sambandi sé meðal annars er litið til við viðveru herskipa og heræfingar sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefur þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér við landa á tengslum hvalreka og umferðar skipa sem senda frá sér öflug hljóðsjármerki. 

Í svarinu kemur jafnframtfram að lítið eða ekkert sé vitað um tengsl hvalreka við bergmálsrannsóknir olíuleitarskipa, notkunar hvalafæla til að halda hvölum frá veiðifærum skipa eða annarrar hljóðmengunar af mannavöldum. 

Erfitt að ákvarða dánarorsök

Andrés Ingi kallaði jafnframt eftir upplýsingum um dánarorsök strandaðara hvala en ráðherra segir að sjaldnast sé hægt að ákvarða dánarorsök hvala sem reka á landi nema í tilfellum þar sem sjá megi skýr ummerki um veiðarfæri eða skipsskrúfur. 

Sama gildi um slíkt á heimsvísu enda þyrfti til þess umfangsmiklar og kostnaðarsamar krufningar sérhæfðra dýralækna. Hafrannsóknarstofa tekur þó reglulega sýni úr hvalrekum og safnar í vefja og sýnabanka sem undanfarin ár hefur sýnt sig sem mikilvægt innlegg í ýmsar alþjóðlegar rannsóknir, að því er fram kemur í svarinu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent