Mbl.is heldur áfram að birta fréttir í verkfalli

Í tilkynningu frá miðlinum kemur fram að hann líti svo á að hann gegni svo mikilvægu öryggishlutverki að honum verði aldrei lokað. Vefmiðlar Vísis og Fréttablaðsins birta ekki fréttir á meðan verkfalli blaðamanna stendur.

Forsíða Mbl.is 29. nóvember 2019
Forsíða Mbl.is 29. nóvember 2019
Auglýsing

Nú standa yfir verk­falls­að­gerðir blaða­manna, ljós­mynd­ara og töku­manna í Blaða­manna­fé­lagi Íslands en þær hófust klukkan 10 í morgun og munu standa yfir til klukkan 22 í kvöld. Ekki náð­ist sam­komu­lag á fundi samn­inga­nefndar BÍ og Sam­taka atvinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær en meðal fyr­ir­tækja innan SA eru Árvak­­ur, út­­gef­andi mbl.is, Sýn, Torg, útgef­andi Frétta­blaðs­ins, og RÚV. Verk­fallið nær hins vegar ekki til félaga í Félagi frétta­manna á RÚV eða félaga í Raf­iðn­að­ar­sam­band­inu á Sýn.

Þetta er þriðja vinnu­stöðv­unin sem BÍ hefur staðið fyrir í nóv­em­ber en athygli hefur vakið að vefur Mbl.is hefur ítrekað birt fréttir á meðan verk­falls­að­gerðir standa yfir. Ekki er breyt­ing þar á í dag þar sem fréttir hafa verið birtar síðan klukkan 10 í morgun á vefn­um.

Í til­kynn­ingu frá Mbl.is segir að mið­ill­inn sinn­i afar þýð­ing­­ar­­miklu hlut­verki sem frétta­mið­ill en gegn­i um leið mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki. Af þess­um sök­um sé allt kapp lagt á að vef­­ur­inn loki aldrei, jafn­­vel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvar­andi verk­­falli.

Auglýsing

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að verk­fall sé bara verk­fall, menn hafi sætt sig við það hingað til. „Það skiptir ekki máli hvort þú ert að dæla bens­íni eða skrifa frétt­ir,“ segir hann um meint verk­falls­brot Mbl.­is.

Hann bendir á að blöðin hafi komið út í morgun og að útvarpið sé í gangi, sem og RÚV. „Tak­markið er að koma okkar skoð­unum á fram­færi, það er ljóst. Og vilji félags­manna Blaða­manna­fé­lags­ins er mjög skýr.“ Hann seg­ist vera stoltur af félags­mönnum hvernig þeir hafi staðið sig í þessu ferli.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent