Rúmlega þrír af hverjum fjórum íbúum Evrópusambandsins telja að sameiginlegur gjaldmiðill sé Evrópusambandinu til góðs. Enn fremur telur meirihluti íbúa að evran sé heillavænleg fyrir þeirra eigið land. Aldrei áður hefur stuðningur við evruna mælst hærri í skoðanakönnun Eurobarometer, rannsóknarstofnun á vegum ESB.
Evran 20 ára
Evran á tuttugu ára afmæli í ár en hún var kynnt til leiks 1. janúar 1999. Seðlar og mynd komu hins vegar ekki í umferð fyrr en í janúar 2002. Í dag nota alls 340 milljónir Evrópubúa í 19 af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins evruna. Enn fremur eru gjaldmiðlar 60 landa bundnir við evruna með einum eða öðrum hætti.
Í nýrri könnun Eurobarometer kemur fram að metfjöldi Evrópubúa telji evruna til góðs fyrir Evrópusambandið eða alls 76 prósent íbúa. Það er tveggja prósentustiga hækkun frá fyrra ári sem og hæsta hlutfall í könnun stofnunarinnar frá 2002.
Jafnframt telur meirihluti íbúa evrusvæðisins eða 65 prósent að evran sé heillavænleg fyrir þeirra eigið land og það hlutfall hefur heldur aldrei mælst hærra. Þá kom jafnframt fram í könnuninni að 80 prósent svarenda eru sammála því að evran hefur gert milliríkja viðskipti auðveldara. Auk þess hafi evran gert ferðalög innan álfunnar ódýrari og auðveldara.
Þörf á meiri samhæfingu í efnahagstefnum
Enn fremur kemur fram í könnuninni að meirihluti Evrópubúa eða alls 69 prósent töldu þörf á meiri samhæfingu í efnahagsstefnu á evrusvæðinu. Auk þess studdi meirihluti svarenda aukna umbót í efnahagsmálum innan sambandsins til að bæta afkomu efnahag þjóðarbúanna sjálfra.
„Evran, nú 20 ára „ung“ hefur orðið tákn um einingu, fullveldi og stöðugleika. Við höfum unnið hörðum höndum undanfarin fimm ár til að snúa við kreppunni í Evrópu, tryggja að ávinningur af störfum, hagvexti og fjárfestingu nái til allra Evrópubúa og geri Efnahags- og myntbandalag Evrópu sterkari en nokkru sinni fyrr. Evran og ég erum einu eftirlifendur Maastricht-sáttmálans og ég er feginn að sjá þennan mikinn stuðning við sameiginlega gjaldmiðilinn okkar síðustu daga mína í embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Evran hefur verið baráttumál lífs okkar og er hún einhver besta eign Evrópu fyrir framtíðinni. Við skulum sjá til þess að hún haldi áfram að skila velmegun og vernd til íbúa okkar,“ er haft Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um niðurstöður könnunarinnar.