Tímabært að endurskoða barnabótakerfið frá grunni

Íslenska barnabótakerfið veitir lítinn sem engan stuðning við millitekjufjölskyldur og bætur lágtekjufjölskyldna byrja jafnframt að skerðast rétt við lægstu laun og eftir sjö ára aldur barna. Að mati doktors í félagsfræði þarf að endurskoða kerfið.

img_3108_raw_1807130194_10016379115_o.jpg
Auglýsing

Barna­bætur á Ís­landi eru fyrst og fremst nokk­urs konar fátækt­ar­hjálp fyrir mjög tekju­lágar barna­fjöl­skyld­ur. Skerð­ing­ar­mörk bót­anna eru hins vegar lág í nor­rænum sam­an­burði og fær því tölu­verður fjöldi lág­tekju­fjöl­skyldna skertar tekjur og þá sér­stak­lega ein­stæðir for­eldr­ar. Auk þess fá milli­tekju­fjöl­skyldur hér á landi lít­inn sem engan stuðn­ing hér á landi.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um íslenska barna­bóta­kerfið sem dr. Kol­beinn Stef­áns­son vann fyrir BSRB og kynnt var á fundi banda­lags­ins í dag. Að mati skýrslu­höf­undar og BSRB er orðið tíma­bært að end­ur­skoða íslenska barna­bóta­kerf­ið.

Lít­ill sem eng­inn stuðn­ingur við milli­tekju­fjöl­skyldur

Í skýrslu Kol­beins er barna­bóta­kerfið hér á landi borið saman við kerfi hinna Norð­ur­land­anna en sam­kvæmt skýrsl­unni íslenska barna­bóta­kerfið mjög lág­tekju­miðað sem er ólíkt barna­bóta­kerfum hinna Norð­ur­land­anna. Ís­land er ekki eitt um að ver­a ­með tekju­tengdar barna­bætur því bæt­urnar eru einnig tekju­tengdar í Dan­mörku.

Þar í landi liggja þó skerð­ing­ar­mörk­in mun hærra og skerð­ing­ar­hlut­föllin lægri en hér á landi og fyrir vikið svipar danska barna­bóta­kerf­inu nokkuð til kerf­anna í Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð sem eru ekki tekju­tengd.

Auglýsing

Þá segir í skýrsl­unni að þó að barna­bætur hér á landi séu háar í nor­rænu sam­hengi þá séu þær að nokkru leyti aðeins bundnar við fjöl­skyldur með ung börn, þegar börn ná sjö ára aldri dregur mjög úr stuðn­ingi.

Stuðn­ingur við með­al­tekju­heim­ili er jafn­framt mark­vert minni á Íslandi en fyrir sams­konar fjöl­skyldur á hinum Norð­ur­lönd­un­um. ­For­eldrar í hjú­skap með meðal atvinnu­tekjur og með­ t­vö börn fá 5.505 krónur á ári ef bæði börnin eru und­ir­ ­sjö ára aldri en ekki neitt ef bæði börnin eru eldri en sjö ára. Á hinum Norð­ur­lönd­unum fá slíkar fjöl­skyldur hins ­vegar umtals­verðan stuðn­ing. 

Mynd:BSRB

„Barna­bætur á Ís­landi eru fyrst og fremst nokk­urs konar fátækt­ar­hjálp fyrir mjög tekju­lágar barna­fjöl­skyldur en í ljósi þess hve lágt skerð­ing­ar­mörk bót­anna liggja má vera ljóst að nokkur fjöldi lág­tekju­fjöl­skyldna fær skertar barna­bæt­ur. Því má segja að barna­bótum sé beint þangað sem þörfin er mest en aftur á móti er ekki ljóst að þær mæti þörfum allra lág­tekju­fjöl­skyldna sem þurfa á stuðn­ingi að halda,“ segir í skýrsl­unni.

Minni hækkun til ein­stæðra for­eldra

Í skýrsl­unni er einnig farið yfir þróun kerf­is­ins hér á landi og þar kemur fram að há­marks­upp­hæðir og skerð­ing­ar­mörk barna­bóta hafi hækkað á und­an­förnum árum en hafi þó ekki enn náð raun­virði hámarks­upp­hæð barna­bóta fyrir 2007. Aftur á móti hafi skerð­ing­ar­hlut­föll barna­bóta einnig hækkað og árið 2019 var þrepa­skipt tekju­teng­ing barna­bóta inn­leidd.

Enn fremur segir í skýrsl­unni að fyr­ir­huguð hækkun rík­is­stjórn­ar­innar á skerð­ing­ar­mörkum barna­bóta á næsti ári, í kjöl­far und­ir­rit­un­lífs­kjara­samn­ing­anna, muni skila mjög hóf­legum hækk­unum barna­bóta og geri lítið sem ekk­ert fyrir allra tekju­lægstu fjöl­skyld­urn­ar. Þá gefi hækkun skerð­ing­ar­marka minni hækkun til ein­stæðra for­eldra en til for­eldra í hjú­skap, en fyrr­nefndi hóp­ur­inn býr við mjög auknar líkur á fátækt og fjár­hags­þreng­ing­um.

„Þegar horft er til þeirra kjara­samn­inga sem vor­u und­ir­rit­aðir á ár­inu 2019 verður að telj­ast lík­legt að þekja kerf­is­ins verði minn­i árið 2020 en hún var 2019, það er að færri muni fá ­barna­bæt­ur,“ segir í skýrsl­unni.

Upp­fullt af mót­sögnum

Þá er ýmis­legt í núver­andi barna­bóta­kerf­inu sem orkar tví­mælis að mati skýrslu­höf­und­ar. Upp­hæðir há­marks­bóta séu til dæmis hærri fyrir fyrsta barn ein­stæða for­eldra en for­eldra í hjú­skap en aftur móti virð­ist gengið út frá því að börn umfram það fyrsta séu ódýr­ari í rekstri fyrir ein­stæða for­eldra en for­eldra í hjú­skap.

Kolbeinn Stefánsson, doktor í félagsfræði. Mynd:BSRBKol­beinn segir jafn­framt að kerfið sé óþarf­lega flókið og erfitt sé að greina heild­stæða hugsun á bak við það. Hann telur því að tíma­bært að taka ís­lenska barna­bóta­kerfið til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar. Slík end­ur­skoðun þyrfti þá að taka til­lit til þess hvernig fjöl­skyldan hefur breyst í ís­lensku sam­félagi, til dæmis vegna sam­eig­in­legrar forsjár barna og skiptrar bú­setu skiln­að­ar­barna.

Þá sé jafn­framt til­efni til að kanna hvort þurfi að auka þekju kerf­is­ins með því að draga úr lág­tekju­mið­un. „Með skýrum mark­miðum er hægt að móta kerfi sem styður við þau mark­mið fremur en kerfi sem lítur út eins og búta­saum­ur, upp fullt af mótsögnum og ein­kennum sem orka tví­mæl­is,“ segir Kol­beinn að lokum í skýrsl­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent