Umhverfisstofnun segir flugeldamengun vera raunverulegt vandamál

Umhverfisstofnun segir að mikilvægt sé að minnka verulega magn flugeldanotkunar um áramótin vegna mengunar. Flugeldar eru hins vegar stærsta fjáröflunarverkefni björgunarsveitanna og því skiptar skoðanir um hvort takmarka eigi flugeldasölu.

Flugeldar
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur hvatt alla lands­menn til hóf­semi í notkun flug­elda og und­ir­strikar stofn­unin að mengun frá flug­eldum sé raun­veru­legt vanda­mál hér á landi. Stofn­unin bendir á að loft­mengun hafi nei­kvæð áhrif á þá sem fyrir henni verða, sér­stak­lega við­kvæma hópa eins og börn, aldr­aða og fólk sem er veikt fyr­ir. Svifryk valdi ekki ein­ungis óþæg­indum heldur skerðir lífs­gæði margra. 

„Flugeldar eru aldrei umhverf­is­vænir eða skað­lausir og því er mik­il­vægt að minnka veru­lega magn flug­elda sem skotið er upp um ára­mót þar sem þeim fylgir ávalt mikið svifryk,“ segir í frétta­til­kynn­ingu Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Eitt kvöld jafn­gildir allt að mán­uði í mengun

Umhverf­is­stofnun mæld­i efna­inni­hald svifryks um ára­mótin í fyrra og árið þar á undan og sam­kvæmt nið­ur­stöð­u­m ­stofn­un­ar­innar varð veru­lega aukn­ing á hlut­falli ýmissa efna í svifryk­inu um ára­mótin en þau efni sem hækka lang­mest eru efni sem má kalla ein­kenn­is­efni fyrir megnun frá­ flugeld­um. 

Auglýsing

Stofn­unin segir því að ljóst sé að þessi mikla aukn­ing í meng­unin komi frá flug­eldum en ekki frá öðrum upp­sprettum eins og til dæmis ára­móta­brenn­um. Svifryk með slíka efna­sam­setn­ingu telst vara­samt sam­kvæmt Umhverf­is­stofn­un. 

Mynd:UmhverfisstofnunÍ nið­ur­stöðum mæl­ing­anna kemur fram meng­un­ar­á­lagið af ára­mót­unum í fyrra jafn­gildir um 5 til 15 daga hefð­bund­ins álags í úthverfi ef ein­göngu er horft til heild­ar­magns svifryks. 

Fyrir ein­stök efni sem mæld­ust í svifryk­inu jafn­gildir meng­un­ar­á­lagið aftur á móti tals­vert lengra tíma­bil­i. ­Fyrir blý og ­ar­sen jafn­gildir meng­un­ar­á­lagið um ára­mót gróf­lega þriggja vikna hefð­bundnu meng­un­ar­á­lagi og ­styrkur kadmíum og brenni­steins um ára­mót jafn­gildir gróf­lega eins mán­aðar hefð­bundnu meng­un­ar­á­lagi

Yfir helm­ingur þjóð­ar­innar vildi ein­hvers­konar tak­mörkun á sölu flug­elda í fyrra 

­Mikil umræða hefur skap­ast um flug­elda­mál á síð­ustu árum vegna nei­kvæðra áhrifa þeirra á umhverfi og heilsu­far og fær­ist því sífellt í auk­ana að farið sé fram á að ó­heft flugelda­sala verði bönn­uð. 

Meng­unin sem stafar af flug­völdum hefur til að mynda mikil áhrif á lungna­sjúk­linga. Meng­unin getur verið þeim mjög skað­leg og leitt þá í andnauð. Á vef heilsu­gæsl­unn­ar ­segir að meng­unin um ára­­mót sé það mik­il að jafn­vel frískt fólk getur fundið fyrir áhrifum á önd­un­­ar­­fær­in. „Hér er því um að ræða mikla umhverf­isvá sem taka ber á. Þetta má líta á sem heilsu­vernd og því þurfum við að taka á þessu máli án taf­­ar,“ segir á vef heilsu­gæsl­unn­ar.

Í nið­ur­stöðum könn­unar Mask­ínu um flug­elda­sölu frá því í des­em­ber í fyrra kim fram að tæp­­lega 55 pró­­sent þjóð­­ar­innar vildu ein­hvers­­konar tak­­mark­­anir á sölu flug­­elda. Rúm­­lega 45 pró­­sent lands­­manna vildi hins vegar óbreytt fyr­ir­komu­lag á sölu flug­­elda. 

Helsta tekju­lind björg­un­ar­sveit­anna

Flug­elda­sala er hins vegar mik­il­væg­asta tekju­lind Björg­un­ar­sveita lands­ins og segja sveit­irnar að án hennar væri ekki hægt að halda úti því öfl­uga örygg­is­neti sem ­björg­un­ar­sveit­irn­ar ­séu fyrir Íslend­inga. 

Í ára­mó­ta­kveðju sinni í fyrra sagði Smári Sig­urðs­son, for­maður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar að björg­un­ar­sveit­irnar séu ekki sér­stakir varð­hundar flug­elda en að þær munu eftir megni verja ávinn­ing­inn sem fer í verk­efnin sem sveit­irnar leysa af hend­i. 

„Við höfum ekki fundið aðra leið til fjár­mögn­un­ar. Það þarf að skoða báða enda tommu­stokks­ins þegar rætt er um afleið­ingar flug­elda, ræða kost­ina og gall­ana, og hvar hags­mun­irnir eru meiri eða minni. Fjár­mögnun við­bragðs björg­un­ar­sveita er ekki einka­mál sjálf­boða­lið­anna að leysa,“ skrif­aði Smári.

Björg­un­ar­sveit­irnar hafa þó brugð­ist við auk­inni gagn­rýni með því að bjóða upp þeim sem vilja styrkja starf­­semi þeirra án þess að kaupa flug­­elda upp á að kaupa tré sem verða gróð­­ur­­sett í Ára­­móta­­skógi í stað­inn. 

Starfs­hópur um flug­elda ekki skilað af sér til­lög­um 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði starfs­hóp í lok des­em­ber í fyrra sem taka á til skoð­unar og gera til­lögur um hvort og þá með hvaða hætti eigi að tak­marka notkun flug­elda og hvernig hægt sé að tryggja að það hafi sem minnst nei­kvæð áhrif á fjár­mögnun þeirra verk­efna sem björg­un­ar­sveitir inna af hendi í þág­u al­manna­heill­ar. 

Hóp­ur­inn hefur þó ekki enn skilað af sér til­lögum og því verða eng­ar breyt­ing­ar gerðar á reglu­­gerðum varð­andi flug­­elda­fram­­boð og flug­­elda­­sölu fyr­ir næstu ára­­mót, ­sam­­kvæmt upp­­lýs­ing­um sem Morg­un­­blaðið fékk frá um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og greindi frá í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um. Inn­kaup á flug­eldum eru gerð með­ löng­um ­fyr­ir­vara og því þurfi að taka ákvarð­anir um breyt­ingar á flug­elda­sölu áður en komi að slíkum inn­flutn­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent