Skrælnaðir skógar eins og eldspýtustokkar

Enn eitt hitametið féll í Ástralíu um helgina: 48,9°C. Rigningarúði hefur létt slökkviliðsmönnum lífið síðustu klukkustundir en slökkviliðsstjórinn varar við sinnuleysi af þeim sökum og bendir á að von sé á enn meiri hita og enn hvassari vindi í vikunni.

Eldar í Ástralíu janúar 2020
Auglýsing

„Húsið okkar og úti­húsin eru brunnin og ég kemst ekki heim. Ég veit ekki hvort að hest­arnir mínir lifa af,“ segir tann­læknir frá Mount Hot­ham í Vikt­or­íu­fylki í Ástr­alíu á Face­book-­síðu sinni. Hann er í hópi þeirra hund­ruða manna sem misst hafa heim­ili sín í gróð­ur­eld­unum miklu síð­ustu daga og eru á ver­gangi. Margir hafa sofið í bílum sínum og hafa gripið til þess ráðs að aug­lýsa á sam­fé­lags­miðlum eftir skjóli. Far­rugia Sammut, 82 ára, seg­ist ekki hafa orðið jafn hrædd frá því að sprengjum rigndi yfir heimabæ hennar á eyj­unni Möltu í síð­ari heims­styrj­öld­inni. „Við erum umkringd eld­um,“ segir hún. „Ég sef ekki fyrir áhyggj­u­m.“

Andrew Con­stance, sam­göngu­ráð­herra Nýja Suð­ur­-Wa­les var ekki að skafa utan af því er hann var­aði við frek­ari hörm­ung­um: „Þetta er ekki kjarr­eld­ur,“ sagði hann. „Þetta er atóm­sprengja.“ Met­hitar og met­þurrkar hafa breytt skógum Ástr­alíu í eld­spýtu­stokk.

Enn eitt hita­met­ið: 48,9°C

„Hræði­leg“ helgi er að baki í þeim fylkjum sem verst hafa orðið úti, að sögn fylk­is­stjóra Nýja Suð­ur­-Wa­les. Enn eitt hita­metið var slegið: 48,9°C mæld­ist fyrir utan Sydney i gær. Reykur hefur borist alla leið til Suð­ur­-Am­er­íku, um 1.500 kíló­metra leið. Tugir þús­unda hafa orðið að yfir­gefa heim­ili sín síð­ustu daga og nokkur ringul­reið hefur skap­ast.

Auglýsing

Um 1.000 manns og yfir 100 hundar voru fluttir með her­skipum frá strand­bæjum og til Mel­bo­urne í gær. Her­inn var kall­aður til aðstoðar við rým­ingar. Umfang þeirrar aðstoðar hefur ekki verið meira frá seinna stríði. Slökkvi­liðs­stjór­inn sem heldur utan um aðgerðir frétti af því í fjöl­miðlum og var gramur for­sæt­is­ráð­herr­anum af þeim sök­um.

Enn á eftir að meta eyði­legg­ing­una en ljóst er að hund­ruð bygg­inga hafa orðið eldi að bráð á síð­ustu klukku­stund­um, þús­undir húsa hafa brunnið síð­ustu mán­uði. Rign­ingar­úði féll úr lofti í dag og gaf slökkvi­lið­un­um, sem að stærstum hluta eru byggð upp af sjálf­boða­lið­um, kær­komna hvíld um stund. Tek­ist hefur að hefta útbreiðslu margra elda af þessum sökum en þó logar enn á yfir 150 stöðum í Nýja Suð­ur­-Wa­les einu sam­an. Mestur er eld­ur­inn suð­vestur af bænum Eden á suð­ur­strönd fylk­is­ins. Þar hafa logar ætt yfir 140 þús­und hekt­ara lands. Íbúar segja ástandið hrylli­legt, að mikil hræðsla hafi gripið um sig og að „svarta­myrk­ur“ hafi lagst yfir að degi til vegna reyks og ösku. Helst eru það stór­hættu­legar glæður er rignir úr lofti sem veitt hafa birtu. Íbúar Eden hafa lýst flótt­anum undan eld­unum sem ógn­vekj­andi. „Brak og aska“ hafi verið um allt í loft­inu. Erfitt hafi reynst að sjá og anda. Hvíldin sem slökkvi­liðs­menn­irnir hafa nú fengið mun ekki vara lengi. Síðar í vik­unni er enn á ný spáð miklum hita og hvass­viðri.

Fleiri dauðs­föll

Og enn bæt­ist í fjölda lát­inna vegna eld­anna. Í gær lést David Harri­son, 47 ára, úr hjarta­á­falli. Hann var að aðstoða vin sinn við að verja hús hans frá eld­unum í Snowy Mounta­ins. Þá slös­uð­ust fjórir slökkvi­liðs­menn um helg­ina. Einn þeirra hlaut alvar­leg bruna­sár á hönd­um.

Í Nýja Suð­ur­-Wa­les, fjöl­menn­asta fylki Ástr­al­íu, hafa að minnsta kosti 1.425 heim­ili eyði­lagst í eld­unum en slökkvi­liðs­stjór­inn Shane Fitzsimm­ons telur að um mikið van­mat sé að ræða. Lík­legt sé að hund­ruð húsa hafi brunnið nú um helg­ina. „Það eru miklar skemmdir og eyði­legg­ing,“ sagði hann í við­tali við Sydney Morn­ing Her­ald í dag.

Bæir „þurrkast alger­lega út“

Skóg­ar­eldar eru nokkuð óút­reikn­an­leg­ir. Erfitt, nær ómögu­legt, er að slá því föstu hvernig þeir þró­ast þar sem margir þættir spila inn í. Einna verst er þegar risa­vaxin bál myndast, sem æða áfram og skapa nokk­urs konar hvirf­il­bylji og þrumu­veður sem þeyta öllu sem á vegi þeirra verður í loft upp. Því er erfitt og flókið að leggja mat á hvar skuli rýma, hvaða vegum skuli loka, og svo fram­veg­is. Stöðugt þarf að upp­færa slíkar áætl­an­ir. 

Gla­dys Ber­ejikli­an, fylk­is­stjóri í Nýja Suð­ur­-Wa­les, segir að áður óþekkt ástand ríki. Hætta sé á að bæir þar sem gróð­ur­eldar hafa aldrei áður geisað „þurrk­ist algjör­lega út“. Hún segir útbreiðslu eld­anna nú ekki eiga sér for­dæmi. „Við verðum að við­ur­kenna það.“

Slökkvi­liðs­stjór­inn Fitzsimm­ons varar við sinnu­leysi nú þegar regn­dropar hafa loks fallið úr lofti. „Það síð­asta sem við höfum efni á er að verða sinnu­laus. Sinnu­leysi drep­ur,“ var­aði hann við.

Mynd­band Morri­sons vekur reiði

Ótt­inn er langt frá því að vera eina til­finn­ingin sem hel­tekið hefur fólk á hættu­svæð­um. Gríð­ar­leg reiði er í garð stjórn­valda og þá helst for­sæt­is­ráð­herr­ans Scotts Morri­son. Mynd­band sem hann birti á sam­fé­lags­miðlum um helg­ina hefur verið harð­lega gagn­rýnt og sagt sýna sjálf­um­gleði hans og afneit­un. 

Í mynd­band­inu er farið yfir við­brögð stjórn­valda við eld­unum og dramat­ísk tón­list leikin und­ir. Hann hefur ekki svarað spurn­ingum um hversu mikið eigna­tjón hafi orðið í eld­unum en hann hefur sagt að aðgerðir sem stjórn­ar­and­staðan hefur lagt til svo draga megi úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga séu of kostn­að­ar­sam­ar. Kola­vinnsla er mik­ill iðn­aður í Ástr­alíu og útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hvern íbúa lands­ins er meðal þess mesta sem þekk­ist í heim­inum. Um jólin var þegar orðið ljóst að los­unin vegna eld­anna þetta sum­arið hefði náð um 2/3 árlegs útblást­urs Ástr­al­íu. Og sum­arið er ný haf­ið.

Afrek þykir að slökkvi­liðs­mönnum hafi tek­ist að verja raf­línur frá Snowy-vatns­afls­virkj­un­inni um helg­ina og koma þannig í veg fyrir stór­kost­legt raf­magns­leysi. Margir eru þó án raf­magns í nokkrum bæjum og hafa jafn­vel verið frá því á nýárs­dag.

Hjart­næmar krafta­verka­sögur

Dýra­líf Ástr­alíu er á margan hátt ein­stakt. Um 87% dýra­teg­unda sem þar eru er hvergi ann­ars staðar að finna á jörð­inni. Áhrif eld­anna á dýrin hafa verið ham­fara­kennd og talið er að um hálfur millj­arður spen­dýra, fugla og skrið­dýra hafi þegar farist.

Þær eru þó all­nokkrar krafta­verka­sög­urnar sem ástr­alskir fjöl­miðlar hafa greint frá síð­ustu daga. Þær fjalla bæði um menn og önnur dýr, og þær vin­sæl­ustu oft um hinn ást­sæla kóala­björn. Talið er að þús­undir þeirra hafi farist í eld­unum en fregnir af fræki­legum björg­unum hafa einnig fyllt mörg augun tár­um.

Ein slík frétt fjallar um Damian Camp­bell-Da­vys, bíl­stjóra á vatns­flutn­inga­bíl, sem tók upp í ungan björn sem hann sá birt­ast milli furutrjáa skammt frá bænum Nerriga í Nýja Suð­ur­-Wa­les. Camp­bell-Da­vys gaf sér góðan tíma til að svala þorsta litla bjarn­ar­ins.

After the hor­r­ors of yester­day if this doesn’t put a smile on your face somet­hings wrong

Posted by Damian Camp­bell-da­vys on Sunday, Janu­ary 5, 2020

„Eftir hryll­ing gær­dags­ins þá var þetta kær­kom­ið,“ sagði hann í sam­tali við fjöl­miðla. „Þetta var smá sól­ar­geisli inn í þessa martröð.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent