Elísabet Bretadrottning hefur samþykkt að Harry og Meghan fái sitt „Megxit“ og yfirgefi öll opinber hlutverk sín fyrir konungsfjölskylduna.
Þau ætla að setjast að í Vancouver í Kanada og móta sína eigin framtíð, og hafa það markmið að verða „fjárhagslega sjálfstæð“.
Elísabet segir í yfirlýsingu að hún hefði frekar kosið að hafa Harry og Meghan í áframhaldandi hlutverkum fyrir bresku konungsfjölskylduna, en hún hafi skilning á því að þau vilji breyta til.
Many Canadians are giddy at the prospect that Prince Harry and Meghan Markle could be moving to Canada, injecting some razzle dazzle to the sprawling, bone-chillingly cold country. https://t.co/3HH575a6EK
— New York Times World (@nytimesworld) January 11, 2020
Fundurinn fórm með bróður Harry, William, og Karli Bretaprins. Markle tók hins vegar þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað frá Kanada.
Í yfirlýsingu segir Elísabet að Harry og Meghan hafi gefið það skýrt til kynna, að þau vilji ekki vera upp á opinbera sjóði komin, og ætli sér að byggja upp eigin framtíð.
Þá segir hún að ennþá eigi eftir að klára mál, og að sum þeirra séu flókin, en að lokaákvarðanir um málin muni liggja fyrir að næstu dögum.
Meghan Markle er 38 ára gömul, en Harry 35 ára.