Einungis ein íslensk kvikmynd kemst á lista yfir 20 tekjuhæstu myndir síðasta árs

Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68 prósent frá árinu á undan.

Agnes Joy
Agnes Joy
Auglýsing

Ein­ungis ein íslensk kvik­mynd ratar inn á list­ann yfir 20 tekju­hæstu kvik­myndir síð­asta árs hér á landi en það var kvik­myndin Agnes Joy sem var með rúm­lega 19,7 millj­ónir í tekjur og rúm­lega 12 þús­und gesti. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá FRÍSK, félagi sem heldur utan um tekjur og aðsókn í íslenskum kvik­mynda­hús­um.

Þá kemur fram hjá FRÍSK að alls hafi 16 íslensk verk verið sýnd í kvik­mynda­húsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það hafi heild­ar­tekjur af íslenskum kvik­myndum og heim­ilda­myndum farið niður um 68 pró­sent frá árinu á und­an. Heild­ar­tekjur af íslenskum verkum hafi verið 76 millj­ónir sam­an­borið við tæpar 240 millj­ónir árið 2018.

Hlut­fall íslenskra kvik­mynda af heild­ar­tekjum ekki verið lægra síðan 2015

Tæp 54 þús­und manns keyptu sig inn á íslensk verk sam­an­borið við 164 þús­und árið 2018. Sam­kvæmt FRÍSK munar mest um gott gengi kvik­mynd­anna Lof mér að falla og Víti í Vest­manna­eyj­um, sem sýndar voru á árinu 2018. Hlut­fall íslenskra kvik­mynda af heild­ar­tekjum er því ein­ungis 4,8 pró­sent, sem er það lægsta síðan 2015.

Auglýsing

Sam­tals nam miða­sala í íslenskum kvik­mynda­húsum 1,6 millj­örð­um, sem er 12 pró­sent lækkun frá árinu á und­an. 1.267.298 manns fóru í bíó á árinu og er það um þrjár og hálf bíó­ferð á hvert manns­barn í land­inu, sam­kvæmt FRÍSK.

Banda­rískar myndir fyr­ir­ferð­ar­miklar

Banda­rískar kvik­myndir voru fyr­ir­ferð­ar­miklar í kvik­mynda­húsum og runnu 91 pró­sent af tekjum af gestum til þeirra, sem er heldur hærra en á árinu á undan þegar hlut­fall banda­rískra kvik­mynda var rúm 84 pró­sent. Sam­kvæmt FRÍSK er ekki ólík­legt að dræmt gengi íslenskra kvik­mynda hafi hér áhrif. Þá hafi miða­verð staðið í stað en það var 1.247 krónur á árinu 2019, sem sé ein­ungis 0,3 pró­sent hækkun á með­al­verði árs­ins 2018.

Þegar horft er til alþjóð­legra mark­aða þá hafi aðsókn í kvik­mynda­hús verið góð og sam­kvæmt Comscore var síð­asta ár það tekju­hæsta í kvik­mynda­húsum í sög­unni.

Aven­gers: End­game kom, sá og sigr­aði

Loka­myndin með Aven­gers: End­game var lang tekju­hæsta kvik­mynd síð­asta árs í kvik­mynda­húsum en hún hal­aði inn rúmar 92 millj­ónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekju­hæstu kvik­mynd kvik­mynda­hús­anna síð­asta ára­tug­inn, sam­kvæmt FRÍSK, en rúm­lega 66 þús­und manns sáu mynd­ina.

Önnur tekju­hæsta kvik­myndin var The Lion King og voru tekjur af henni tæp­lega 80 millj­ónir en hana sáu tæp 68 þús­und manns, sem gerir hana að aðsókn­ar­mestu kvik­mynd­inni á árinu 2019, segir í til­kynn­ing­unni. Þriðja tekju­hæsta kvik­myndin var svo Joker með rúmar 72 millj­ónir í tekjur og tæp­lega 51.700 gesti. Á árinu 2019 voru því þrjár kvik­myndir þar sem gestir voru yfir 50 þús­und.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent