Efnisveitan Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman, og vilja að notendur Netflix geti fengið sér ís sem er sérstaklega merktur Netflix. „Fáðu þér ís með Netflix áhorfinu,“ eru skilaboðin.
Hann mun fást í búðum um öll Bandaríkin, and sérstök vörutegund frá Ben & Jerry's - sem nefnist Netflix and Chill'd - er nú komin á markað, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg.
Með þessu fetar Netflix inn á nýja braut þegar kemur að samstarfi við matvælaframleiðendur.
Óhætt er að segja að þarna séu tvö stór fyrirtæki að leiða saman hesta sína. Netflix er metið á 150 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 19 þúsund milljörðum króna, og er ein stærsta efnisveita heims, en á í harðri samkeppni við Amazon, Disney og Apple, meðal annarra.
Ben & Jerry's er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í grunninn, en hefur verið skráð á markað árum saman. Árið 2001 keypti breska fyrirtækið Unilever stóran eignarhlut í fyrirtækinu, og hefur verið burðarrás í hluthafahópnum síðan.