Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar

Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.

Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Auglýsing

Rík­asta eitt pró­sent heims­ins á meira en 6,9 millj­arðar manns, eða tæp­lega 85 pró­sent íbúa jarð­ar. Alls eiga 2.153 ein­stak­lingar yfir millj­arð dali, rúm­lega 123 millj­arða króna. Sam­an­lagt átti þessi hóp­ur, í lok árs 2019, meiri auð­æfi en 4,6 millj­arður manns, alls um 60 pró­sent allra íbúa jarð­ar, sem áttu minnst milli hand­anna í fyrra. Þá eiga 22 rík­ustu karlar heims meira fé en allar konur sem búa í Afr­íku. Ef skattur á rík­asta eitt pró­sentið yrði hækk­aður um 0,5 pró­sentu­stig í tíu ár þá myndi vera hægt að nota það fjár­magn sem myndi skila sér í sam­eig­in­lega sjóði til að búa til 117 milljón störf í mennta­kerf­inu, heil­brigð­is­kerf­inu og í umönn­un­ar­geir­um. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Oxfa­m-­sam­tak­anna um mis­skipt­ingu auðs, sem birt var í dag. 

Í skýrsl­unni seg­ir: „Ef allir myndu sitja á auð sínum þannig að honum yrði raðað upp í bunka af 100 dala seðl­um, þá myndi þorri mann­kyns sitja á gólf­inu. Ein­stak­lingur í mið­stétt í ríku landi myndi sitja í svip­aðri hæð og ef hann sæti á stól. Tveir rík­ustu menn í heimi myndu sitja í him­in­geimn­um.“

Arð­greiðslur hækka mun hraðar en laun

Í skýrsl­unni kemur fram að laun hafi vaxið um þrjú pró­sent innan G7-land­anna (Bret­land, Kan­a­da, Frakk­land, Þýska­land, Ítal­ía, Jap­an og Banda­rík­in) á milli 2011 og 2017 en á sama tíma hafa arð­greiðslur til hlut­hafa í skráðum félögum innan sömu landa vaxið um 31 pró­sent. Þá eiga karlar 50 pró­sent meiri auð en konur og er það meðal ann­ars tengt við það í skýrslu Oxfam að konur séu ein­ungis 18 pró­sent af ráð­herrum í rík­is­stjórnum heims­ins og 24 pró­sent af þing­mönn­um. Þar af leið­andi komi konur mun síður að ákvörð­un­ar­töku sem hafi áhrif á hvernig kerfi heims­ins þró­ast og virka.

Auglýsing
Peningalegt virði þeirrar vinnu sem konur vinni launa­laust í heim­inum í dag er, sam­kvæmt skýrsl­unni, að minnsta kosti 10,8 trilljónir dala, eða um 1.328 þús­und millj­arðar króna. Oxfam segir að það sé þrisvar sinnum virði allra tækni­fyr­ir­tækja í heim­in­um, en lík­lega fer það eftir því hvernig það virði er met­ið. Ef horft er á mark­aðsvirði þá er ljóst að fimm stærstu tækni­fyr­ir­tæki heims eru metin á um helm­ing þeirra upp­hæð­ar. 

Hinir rík­ustu koma sér undan því að greiða skatt

Oxfam birtir líka töl­ur, og nið­ur­stöður úr rann­sókn­um, sem eiga að sýna umfang skatta­snið­göngu hinna rík­ustu í heim­in­um, sem geri þeim kleift að ná árlega um 7,4 pró­sent ávöxtun á auð sinn að með­al­tali. Í skýrsl­unni er vitnað í rann­sókn sem fram­kvæmd var af Max Law­son og birt var í fyrra (Public Good or Pri­vate Wealth? Uni­ver­sal health, education and other public services red­uce the gap between rich and poor, and between women and men. Fairer taxation of the wealthiest can help pay for them) sem sýni að rík­asta lag heims­insisé að kom­ast hjá því að greiða allt að 30 pró­sent af þeim skatti sem það ætti að vera að greiða, og með því að veikja mögu­leika stjórn­valda út um allan heim til að eyða meiru fé í þá geira sem lík­leg­astir eru til að draga úr mis­skipt­ingu: heil­brigð­is- og mennta­geir­un­um. 

Þar kemur einnig fram að ein­ungis fjögur pró­sent af öllum skatti í heim­inum komi til vegna skatta sem lagðir eru á auð og hinir rík­ustu séu líka þeir sem hagn­ist mest á því að fyr­ir­tækja­skattar hafi víða verið lækk­aðir í sögu­lega lág hlut­föll, enda séu þeir að uppi­stöðu stærstu hlut­hafar þeirra fyr­ir­tækja sem hagn­ist mest á þeirri þró­un. 

„Millj­arða­mær­ingar geta einnig keypt sér refsi­leysi, haft áhrif á stjórn­mála­menn eða fjöl­miðla og jafn­vel haft áhrif á nið­ur­stöður kosn­inga. Notkun fjár­muna til að hafa áhrif á kosn­ingar og opin­bera stefnu­mótun er vax­andi vanda­mál út um heim allan,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Sex til­lögur til að breyta stöð­unni

Skýrsla Oxfam er að venju birt á sama degi og við­­skipta­ráð­­stefnan í Davos í Sviss, þar sem margt áhrifa­­mesta fólk heims­ins á sviði stjórn­­­mála og við­­skipta kemur saman til skrafs og ráða­­gerða, er sett.

Í henni eru lagðar fram sex lykil til­­lögur um það hvernig megi vinna gegn vax­andi ójöfn­uði. Sú fyrsta er að auka fjár­fest­ingu í umönn­un­ar­kerfum til að taka á því ójafn­vægi sem er milli kynj­anna þegar kemur að ummönn­un­ar­störf­um, sér­stak­lega ólaun­uð­um, í heimun­um. Í öðru lagi að vinna að því að binda endi á óhof­lega auð­söfnun til að geta bundið endi á öfga­fulla fátækt. Í þriðja lagi að setja lög­gjöf alls staðar sem verndar rétt­indi allra í umönn­un­ar­störfum og tryggir þeim laun sem hægt er að lifa af. 

Í fjórða lagi að tryggja að þeir sem vinna í umönn­un­ar­störfum hafi áhrif á stefnu­mót­un. Í fimmta lagi að skora skað­leg norm þegar kemur að stöðu kynj­anna á hólm. Í sjötta lagi að virða mik­il­vægi umönn­unar fyrir við­skipti í heim­in­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent