Maður hefur verið handtekinn af spillingarlögreglunni í Namibíu fyrir að hafa reynt að múta rannsóknarlögreglumanni, og þannig hindrað framgang réttvísinnar.
Frá þessu er greint í fjölmiðlinum Informanté í dag, en það er Paulus Noa, sem stýrir rannsókn spillingarlögreglunnar, sem staðfestir þetta.
Samkvæmt umfjölluninni mun maður hafa reynt – fyrir hönd eins þeirra sem er í haldi lögreglu og hefur verið ákærður vegna mútgreiðslna við útgáfu á kvóta sem Samherji nýtti sér – að mútu lögreglumanni til að geta nálgast fé sem hefur verið fryst í tengslum við rannsóknina.
Rannsóknin á Samherjaskjölunum er í fullum gangi í Namibíu, Angóla, Noregi og á Íslandi, en eins fram hefur komið, eru sex einstaklingar í haldi í Namibíu vegna málsins og eignar þeirra – bankareikningar þar á meðal – hafa verið frystar.
Í fyrri umfjöllun Informanté hefur komið fram að maður sem starfaði fyrir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn fyrir að fjarlægja gögn af heimili ráðherrans. Sú rannsókn er enn í gangi, að því er fram kemur í umfjöllun Informanté.