Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag.
Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu ríkislögreglustjóra:
- Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður
- Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins
- Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR
Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum:
- Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, formaður
- Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður
- Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins
Auglýsing
Fram kom í fréttum um miðjan janúar að sjö umsóknir hefðu borist um embætti ríkislögreglustjóra sem auglýst var laus til umsóknar.
Þau sem sóttu um embættið eru Arnar Ágústsson, Grímur Grímsson, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Logi Kjartansson, Páll Winkel og Sigríður Björk Guðjónsdóttir.