„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“

Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.

Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
Auglýsing

 „Miðað við hvern­ig ­ríkið hefur staðið að mál­um, meðal ann­ars í Vatna­jök­uls­þjóð­garði og við sum­ frið­lýst svæði sem mitt sveit­ar­fé­lag þekkir mjög vel, þá treysti ég ekki rík­in­u ­fyrir hálend­inu okk­ar. Það er betur staðið að ýmsum málum á okkar afrétt­i heldur víða þar sem ríkið hefur komið að mál­u­m.“

Þetta sagði Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, bóndi í Bræðra­tungu og sveit­ar­stjórn­ar­maður í Blá­skóga­byggð, í umræðu um fyr­ir­hug­að­an há­lend­is­þjóð­garð í Silfr­inu á RÚV í morgun. Tómas Guð­bjarts­son, hjarta­skurð­lækn­ir og nátt­úru­vernd­ar­mað­ur, sagð­ist skilja áhyggjur sveit­ar­stjórn­ar­fólks og að til þeirra yrði að taka til­lit en benti á að sam­rýma yrði upp­bygg­ingu og skipu­lags­mál til verndar hálend­inu sem væri hjarta lands­ins. Allir yrðu að gefa eftir í því sam­bandi.

Auglýsing

„Ég átta mig algör­lega á [að stofnun hálend­is­þjóð­garðs] sé ­um­deild og þetta rok sem er í gangi núna er við­bú­ið,“ sagði Tómas. Ýms­ar efa­semdir hafa komið fram um garð­inn síð­ustu vik­ur. Nátt­úru­vernd­ar­fólk gerir athuga­semdir við að leyfðar verði nýjar virkj­anir innan garðs­ins, en Lands­virkj­un vill að tryggð verði áfram­hald­andi rekstur og fram­þróun orku­kerf­is­ins á svæð­inu. Þá ótt­ast sveit­ar­stjórn­ar­menn að skipu­lags­valdið verði frá þeim tek­ið.  

Hjarta lands­ins

Tómas sagð­ist til dæmis per­sónu­lega ekki vera sáttur við öll út­færslu­at­riði frum­varps­ins, m.a. að þar yrði heim­il­aðar nýjar virkj­an­ir. „En aðal­at­riðið er þetta, ég tel mjög brýnt að við verndum hálend­ið. Ég vil ekki bara tala um nátt­úru­vernd ég vil eig­in­lega tala um auð­linda­vernd vegna þess að þetta er hjarta lands­ins sem við þurfum að varð­veita fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. Við verðum að hugsa þetta lengra en eina mannsævi eða tvær.“

Benti hann á að mikil ásókn væri í virkjun jök­uláa sem og ­ferða­manna og því yrði upp­bygg­ing að vera sam­ræmd og í sátt við nátt­úr­una. Stofn­un há­lend­is­þjóð­garðs væri álíka mik­il­væg fyrir íslenska þjóð e og vernd­un ­fiski­mið­anna á sínum tíma.

Gagn­rýnir sam­ráðs­leysi

Guð­rún sagði að nokkrar skýr­ingar væru á and­stöð­u sveit­ar­stjórn­ar­manna á Suð­ur­landi við stofnun hálend­is­þjóð­garðs meðal ann­ars sú að sam­talið um hvort slíkt væri skyn­sam­legt hafi „aldrei farið fram“.

Benti hún á að svæðið innan marka síns sveit­ar­fé­lags, sem ­færi inn í garð­inn, væri þjóð­lenda í dag.

„Ég veit ekki hvort að íslenska þjóðin áttar sig á mun­inum á þjóð­garði og þjóð­lendu. Þjóð­garður er rík­is­stofn­un, stórt rík­is­bákn, þar sem allur kostn­aður við báknið er greiddur af skatt­greið­end­um. Þjóð­lenda er vissu­lega sam­eign okkar allra og við höfum öll aðgengi að henn­i.“

Sjálf­boða­vinna og gjafir

Stjórn­sýslan í tengslum við þjóð­lendur sé ein­föld í sam­vinn­u sveit­ar­stjórna og for­sæt­is­ráðu­neyt­is. „Öll vinn­an, upp­bygg­ing­in, hún fer fram af okk­ur. Það er eng­inn sem fær greidd laun fyrir að taka ákvarð­an­ir. Við föru­m inn á þjóð­lend­una okk­ar, afrétt­inn okk­ar, gerum okkar vinnu, gefum efni í upp­bygg­ingu á svæð­un­um. Heima­menn hafa margir hverjir gefið stórar fjár­upp­hæð­ir í ákveðin verk­efni og við höfum átt mjög gott sam­starf við ýmis úti­vi­star­fé­lög.“

Á þjóð­lend­unni eru fjórir fjalla­skálar og stór land­græðslu­svæði. Sveit­ar­fé­lagið hefur byggt göngu­brýr, sett upp merk­ingar m.a. í sam­starfi við lands­sam­band hesta­manna. „Það var gríð­ar­lega stórt verk­efni sem ­kost­aði innan við tvær millj­ón­ir. Ég velti því fyrir mér hvað það myndi kosta í höndum rík­is­ins.“

Helm­ingur svæðis þegar frið­lýstur

Tómas sagð­ist telja mis­skiln­ing hér á ferð. „Í fyrsta lag­i eiga sveit­ar­fé­lögin að koma áfram að skipu­lags­málum inni á sínum afrétti þannig að það er alls ekki verið að taka frá þeim allt skipu­lags­vald en það yrð­i ­sam­ræmt.“ Til að ná að vernda hálendið yrðu allir að gefa eitt­hvað eft­ir. Það væri til dæmis raunin varð­andi mögu­legar nýjar virkj­anir inni á svæð­inu.Tómas Guðbjartsson segir að tíðindi í raforkumálum, m.a. minnkuð framleiðsla álversins í Straumsvík, gætu verið góð tiðindi fyrir náttúru Íslands.

Innan hálend­is­þjóð­garðs yrði yfir 30% Íslands. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is­ráð­herra, hefur í kynn­ingu sinni á áformunum bent á að um helm­ingur þess svæðis sé nú þegar frið­lýstur með einum eða öðrum hætti.

Í frum­varp­inu er m.a. lögð áhersla á að stjórnun hálend­is­þjóð­garðs sé bæði hjá ríki og við­kom­andi sveit­ar­fé­lög­um. Gert er ráð fyrir að sér­stök stjórn­, ­sem í sitji ell­efu stjórn­ar­menn, fari með stjórn þjóð­garðs­ins og að hún verð­i að meiri­hluta skipuð full­trúum sveit­ar­fé­laga, auk félaga­sam­taka og hags­muna­að­ila. Þá verði þjóð­garð­inum skipt upp í sex rekstr­ar­svæði og yfir­ hverju þeirra sér­stakt umdæm­is­ráð, skipað fimm full­trúum sveit­ar­fé­laga, auk ­full­trúum frá úti­vist­ar­sam­tök­um, umhverf­is­vernd­ar­sam­tök­um, Bænda­sam­tök­um Ís­lands og ferða­þjón­ustu­að­il­um.

Óskilj­an­legt að taka verk­efnið úr höndum sveit­ar­fé­laga

Guð­rún sagð­ist ekki sam­mála því að sveit­ar­stjórnir hafi á­fram vald. Benti hún á að sam­kvæmt drögum frum­varps­ins ættu sjö sveit­ar­fé­lög á suð­vest­ur­svæði að koma sér saman um fimm full­trúa í umdæm­is­ráði. „Það gef­ur al­veg auga leið að við höfum ekki mikið að segja ef við höfum full­trúa þar inn­i.“

Sagði hún ein­kenni­legt að ríkið væri að hlut­ast til um það að taka verk­efni frá sveit­ar­fé­lögum sem þau hefðu sann­ar­lega sinnt og það ekki ­með skatt­pen­ingum lands­manna. „Það er óskilj­an­leg­t.“

Tók hún dæmi mál­efni Skafta­fells­þjóð­garðs, sem fyrir nokkrum árum varð hluti af Vatna­jök­uls­þjóð­garði. Fyrir um tveimur árum kom út „mjög svört ­skýrsla“ heil­brigð­is­yf­ir­valda um frá­veitu­málin í Skafta­felli þar sem talað var um „skolppolla“ meðal ann­ars. „Við hefðum aldrei sýnt okkar nátt­úru inni á há­lend­inu slíka van­virð­ingu. Þetta hefði aldrei gerst á okkar vakt.“

Enn fleiri dæmi tíndi hún til. Stofnun gesta­stofu við Gull­foss sem átti að vera virð­ing­ar­vottur við Sig­ríði í Bratt­holti. Það hafi end­að ­með því að ríkið gerði gesta­stof­una að kló­settum „og svo gafst ríkið upp. Það ­gat ekki einu sinni rekið sal­erni við Gull­foss.“ Það hafi ekki heppn­ast fyrr en heima­maður tók rekst­ur­inn yfir.

Umbætur í Vatna­jök­uls­þjóð­garði

Tómas tók undir gagn­rýni Guð­rúnar á rekst­ur Vatna­jök­uls­þjóð­garðs en sagði hann horfa til betri vegar nú eftir að breyt­ing­ar hefðu verið gerð­ar. „Heilt yfir er reynsla Íslend­inga af þjóð­görðum og frið­lýs­ingum er mjög góð.“ Sem dæmi blómstrar Þjóð­garður á Snæ­fells­nesi og frið­lýs­ing Horn­stranda hafi tek­ist vel til.

Hann sagði máli ekki aðeins byggja á hag­fræði­legum rökum og að stefnt sé að því að „setja túrista inn á hálend­ið“ heldur að varð­veita landið fyrir kom­andi kyn­slóð­ir. „Ef við höldum áfram með þessa virkj­ana­vél sem er í gangi núna þá verður ekk­ert eft­ir. Þetta væri eins og að henda [forn]hand­rit­un­um í ruslið.“

Álverið í líkn­andi með­ferð

Sagði hann ýmsa gerjun í gangi í raf­orku­mál­um, t.d. þær fréttir að fram­leiðsla álvers­ins í Straums­vík hefði verið minnkuð og hjá Lands­virkjun yrði þá til orka sem mætti nýta í annað en málm­bræðslu.  

Líkti hann fram­tíð álvers­ins við sjúk­ling sem ­fengi nú líkn­andi með­ferð. „Ef það verða fleiri hjart­slátt­ar­trulfl­anir þar þá er ég ekki viss um að það verði farið í neina end­ur­lífg­un.“

Vill hann vernda?

Guð­rún sagði að áform um stofnun hálend­is­þjóð­garðs hefðu „snú­ist um pjúra mark­aðs­setn­ingu hjá umhverf­is­ráð­herra. Hann talar um að þetta sé ­þjóð­hags­lega hag­kvæmt, að þjóð­garðar séu vöru­merki.“ Vill hann vernda eða vill hann fleiri ferða­menn, spurði hún. „Hvert eru menn að fara?“

Í grein­ar­gerð með frum­varpi að hálend­is­þjóð­garði kemur fram að með stofnun hans skap­ist tæki­færi til að ná utan um stjórnun og marka stefn­u ­fyrir svæðið með mark­vissum og heild­stæðum hætti. Þá skap­ist tæki­færi til að ráð­stafa fjár­munum í auknum mæli til inn­viða­upp­bygg­ingar á svæð­inu sem m.a. er ­nauð­syn­leg til að fyr­ir­byggja að verð­mæt svæði verði fyrir skemmdum af völd­um á­gangs vegna auk­innar aðsóknar ferða­manna. „Ef vel er á málum haldið get­ur ­stofnun þjóð­garðs haft jákvæð áhrif á byggða­þróun og verið upp­spretta tekna ­fyrir atvinnu­starf­semi í nærum­hverf­inu og á lands­vís­u.“

Fjár­magn verður að fylgja

Verð­miði á nátt­úr­unni er ekki mik­il­vægastur þegar kemur að ­stofnun þjóð­garðs, að mati Tómas­ar. Víð­erni Íslands séu gull­moli sem verði að varð­veita. Fé yrði að fylgja til upp­bygg­ing­ar, ann­ars væri verk­efnið „and­vana ­fætt“.

„Bákn­ið“ Vatna­jök­uls­þjóð­garður hefur ekki virk­að, ítrek­að­i Guð­rún. Nú ætti að taka sama módel og setja yfir þjóð­lendur Blá­skóga­byggðar sem hefur hingað til verið sinnt vel af sveit­ar­fé­lag­inu. „Við erum mjög montin af okkar fram­göngu. Þetta er bara ákveðin van­virð­ing við okkar stjórn og eig­in­lega bara árás á sjálf­stæði lands­byggð­ar­fólks. Af hverju má ekki treysta okkur fyr­ir­ þessu? [...] Það þarf ekki rík­is­bákn yfir allt hálend­ið. Það er ekki þörf á því, við erum að gera þetta og erum stolt af því.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent