„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn

Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.

Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
Auglýsing

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir óvissu­stigi almanna­varna ­vegna vís­bend­inga um kviku­söfnun vestan við fjallið Þor­björn á Reykja­nesskaga. Jarð­skjálfta­hrina hefur verið í gangi á svæð­inu á sama tíma.

Und­an­farna daga hefur land­ris og aukin jarð­skjálfta­virkn­i ­mælst á Reykja­nesskaga og telja jarð­vís­inda­menn Veð­ur­stofu Íslands og Jarð­vís­inda­stofn­unar HÍ mögu­legt að um sé að ræða kviku­söfnun vestan við Þor­björn. Ekki er þó sé úti­lokað að aðrar ástæður geti verið fyrir virkn­inni.

Sam­hliða hefur Veð­ur­stofa Íslands fært lita­kóða fyrir flug á gult sem þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni umfram venju­legt ástand.

Auglýsing

Í næsta nágrenni fjalls­ins Þor­bjarnar er að finna bæði íbúa­byggð og atvinnu­starf­semi. Þar er til að mynda Bláa lón­ið, Svarts­engi og höf­uð­stöðv­ar HS orku svo dæmi séu tek­in.

Í frétt á vef Veð­ur­stof­unnar segir að land­risið sé óvenju hratt og í henni eru raktar nokkrar sviðs­mynd­ir, þ.e. hvað mögu­lega gæti ger­st nú í fram­hald­inu. Ein þeirra er að kviku­söfn­unin hætti og þetta leiði ekki til­ frek­ari atburða. Önnur er sú að hraun­gos verði.

Síð­ast gaus á þessum slóðum á þrett­ándu öld.

Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu (InSAR: interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.

Íbúa­fundur verður hald­inn í íþrótta­hús­inu Grinda­vík kl. 16 á morg­un, mánu­dag 27. jan­ú­ar, þar sem vís­inda­menn frá Veð­ur­stof­unni og Jarð­vís­inda­stofnun munu gera grein fyrir stöð­unni auk full­trúa frá­ al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesj­u­m. 

Óvissu­stigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitt­hvað sé að ger­ast af nátt­úru- eða manna­völd­um, sem á síð­ari stigum gæti leitt til­ þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógn­að.

Land­ris hefur mælst frá 21. jan­úar og virð­ist miðja þess vera á Reykja­nesskag­anum rétt vestan við fjallið Þor­björn, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Land­risið er óvenju hratt eða um 3-4 milli­metrar á dag og í heild­ina er það orðið um tveir sentí­metrar þar sem það er mest.

Land­risið er lík­leg­ast vís­bend­ing um kviku­söfnun á nokk­urra kíló­metra dýpi. Ef skýr­ingin er kviku­söfnun er hún enn sem komið er mjög lít­il. Þetta er nið­ur­staða sam­ráðs­funda vís­inda­manna sem haldnir voru á Veð­ur­stof­unn­i nú í morgun og eftir hádegi.

Atburða­rásin óvenju­leg fyrir svæðið

Nákvæmar mæl­ingar á jarð­skorpu­hreyf­ingum á Reykja­nesskag­an­um ná yfir tæp­lega þrjá ára­tugi. Á því tíma­bili hefur sam­bæri­legur land­ris­hrað­i ekki mælst. Atburða­rásin er því óvenju­leg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu und­an­far­inna ára­tuga.

Land­risið mælist sam­fara jarð­skjálfta­hr­inu austan við ris­miðj­una (norð­austan við Grinda­vík­)  ­sem mælst hefur frá 21. jan­ú­ar. Stærstu skjálft­arnir mæld­ust 22. jan­ú­ar og voru 3,7 og 3,6 að stærð og fund­ust vel á Reykja­nesskag­anum og allt norður í Borg­ar­nes. 

Dregið hefur úr hrin­unni síð­ustu daga. Jarð­skjálfta­hrin­ur eru algengar á svæð­inu og þessi hrina getur ekki talist óvenju­leg ein og sér­, ­segir enn­fremur í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Það að land­ris mælist sam­fara jarð­skjálfta­hrin­unn­i,  ­gefur til­efni til þess að fylgjast ­sér­stak­lega náið með fram­vindu á svæð­inu.



Dæmi um hraun­gos úr sprungum á 13. öld

Land­risið mælist á fleka­skilum og innan eld­stöðvakerf­is ­Svarts­engis sem er ýmist talið sjálf­stætt eld­stöðvakerfi eða talið vera hlut­i ­stærra kerfis sem kennt er við Reykja­nes. Síð­ast gaus í kerf­inu í Reykja­nes­eldum sem stóðu yfir með hléum á tíma­bil­inu 1210-1240 en á því ­tíma­bili gaus nokkrum sinnum þar af urðu þrjú eld­gos í Svarts­eng­is­kerf­inu.

Eld­gosin voru hraun­gos á 1-10 km löngum gossprungum en eng­in ­sprengigos eru þekkt í Svarts­eng­is­kerf­inu. Stærsta gos í hrin­unni á 13. öld ­mynd­aði Arn­ar­set­urs­hraun (um 0,3 km3 og 20 km2). Algeng­ast er að gos af þess­ari ­gerð standi yfir í nokkra daga, uppí nokkrar vik­ur.

Jarð­skjálfta­virkni er mjög algeng á svæð­inu og teng­ist fleka­hreyf­ing­um, jarð­hita­virkni og hugs­an­lega inn­skota­virkni. Stærstu skjálft­ar ­sem mælst hafa á vest­ur­hluta Reykja­nesskag­ans eru um 5,5 að stærð.

Mögu­legar sviðs­myndir

Atburða­rásin hefur aðeins staðið yfir í nokkra daga og óvíst hvort að hún leiði til frek­ari atburða sem hafi áhrif, segir í frétt Veð­ur­stof­unn­ar. Út frá þeim upp­lýs­ingum sem þegar liggja fyrir eru eft­ir­far­and­i sviðs­myndir mögu­legar án þess að hægt sé að segja til um hver þeirra er lík­leg­ust eða hversu hratt atburða­rásin mun þró­ast.

Ef land­ris stafar af kviku­söfn­un:

Kviku­söfnun hættir mjög fljót­lega án frek­ari atburða.

Kviku­söfnun heldur áfram á sama stað og hraða í ein­hvern tíma án þess að til stærri atburða komi.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots.

Kviku­söfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eld­goss (hraun­goss á sprung­u).

Kviku­söfnun veldur jarð­skjálfta­virkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).

Veð­ur­stofan hefur aukið eft­ir­lit með svæð­inu. Eins verð­ur­ ­eft­ir­lit aukið með upp­setn­ingu fleiri mæli­tækja til að vakta og greina bet­ur fram­vindu atburða.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent