Cintamani er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér og er birt á mbl.is .
Þar segir að rekstur þess hafi verið þungur síðastliðin ár og að eigendur Cintamani hafi um nokkurn tíma leitast við að endurskipuleggja fjárhag fyrirtækisins en að það hafi ekki skilað tilskildum árangur. Áframhaldandi rekstrarhæfi hefði verið háð frekari fjármögnun en hún hafi ekki fengist.
Í fréttatilkynningu á vef bankans segir: „Um er að ræða fullnustueign bankans sem hann eignaðist við skuldaskil. Hefur bankinn því takmarkaðar upplýsingar umfram skráningu eigna og það sem sjá má við hefðbundna skoðun. Bankinn áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum, breyta söluferlinu og/eða stöðva það eftir atvikum. Slíkt verður tilkynnt tilboðsgjöfum eftir því sem við á.“