Efling segir umfjöllun í Fréttablaðinu í dag hafa verið pantaða

Formaður Eflingar segir að það sé „stórfenglegt að verða vitni að samtryggingu yfirstéttarinnar gegn hagsmunum láglaunafólks.“ Efling segir að Samtök atvinnulífsins og Reykjavíkurborg séu gengin í eina sæng.

Sólveig Anna Jónsdóttir 1. maí 2019
Auglýsing

Efl­ing segir að umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, um afleið­ingar þess ef kröfur stétt­ar­fé­lags­ins í deilu þess við Reykja­vík­ur­borg, hafa verið pant­aða. Þeim full­yrð­ingum sem birt­ast í pistli eftir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, í sama blaði um sömu mál er auk þess vísað á bug. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í yfir­lýs­ingu að Sam­tök atvinnu­lífs­ins  og „gervi-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borg­ar“ ­séu gengin í eina sæng. Það sé „stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks.“

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins í dag er sagt að launa­munur á milli ófag­lærðs og háskóla­mennt­aðs starfs­fólks á leik­skólum Reykja­vík­ur­borgar mun minnka veru­lega og verða í sumum til­fellum nær eng­inn ef fram settar leið­rétt­ing­ar­kröfur Efl­ingar fyrir hönd sinna félags­manna verði sam­þykkt­ar. Þetta hafi komið fram í útreikn­ingum sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu unnið að beiðni Mark­að­ar­ins í ljós.

Ann­ars staðar í Mark­aðnum birt­ist skoð­ana­grein eftir Hall­dór Benja­mín þar sem kröfur Efl­ingar eru kall­aðar „hnit­miðuð atlaga að lífs­kjörum almenn­ings.“

Hafna afskiptum atvinnu­rek­enda

Í til­kynn­ingu sem Efl­ing sendi frá sér síð­degis í dag hafnar félagið alfarið afskiptum Sam­taka atvinnu­lífs­ins af kjara­deilu félags­ins við Reykja­vík­ur­borg vegna Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á lægstu launum hjá borg­inni. „Fé­lags­menn Efl­ingar hjá borg­inni fara með sjálf­stætt umboð til við­ræðna við sinn atvinnu­rek­anda sem varið er af lögum og stjórn­ar­skrá. Efl­ing mót­mælir því að ótengdir aðilar hlut­ist til um samn­ings­rétt þeirra.“

Auglýsing
Að mati Efl­ingar felur sú kjara­leið­rétt­ing sem félagið er að fara fram á fyrir lág­launa­fólk í borg­inni í sér stig­lækk­andi hækk­anir mán­að­ar­launa á bil­inu 22 til 52 þús­und á mán­uði, mest fyrir hina lægst laun­uðu og minnst fyrir hærra laun­aða á launa­bili Efl­ing­ar. Kostn­að­ur­inn rúmist vel innan rekstr­ar­af­gangs borg­ar­innar á samn­ings­tím­anum og myndi hækka heild­ar­launa­kostnað hennar um á bil­inu 0,39-1,87 pró­sent. „Það til­boð sem Efl­ing hefur lagt til við borg­ina er í fullu sam­ræmi við hug­mynda­fræði kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði sem und­ir­rit­aðir voru í apríl 2019, en þar var leit­ast við að nýta fyr­ir­liggj­andi svig­rúm til hækk­unar lægstu launa umfram önnur laun.“

Kallar full­yrð­ingar hræðslu­á­róður

Sól­veig Anna segir það vera stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks, þar sem mark­aðs­rétt­trún­aður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og gervi­-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borgar gangi í eina sæng. „Ég hef fréttir fyrir full­trúa þessa banda­lags: Það er mik­ill mis­skiln­ingur að kjara­samn­ingar Efl­ingar á almennum vinnu­mark­aði í apríl 2019 hafi afnumið samn­ings­rétt lág­launa­fólks hjá sveit­ar­fé­lög­um. Við ræddum um þá samn­ing­anna vorið 2019 sem vopna­hléslínu. Bar­áttu okkar fyrir bættum kjörum félags­manna lýkur ekki fyrr en þeir geta lifað mann­sæm­andi lífi af launum sín­um.“

Efl­ing hafnar einnig því sem félagið kallar vill­andi mál­flutn­ingi í „pant­aðri umfjöllun og pistli fram­kvæmda­stjóra SA í Frétta­blað­inu í dag“. 

Efl­ing segir að til­lögur sínar séu byggðar á þekktri fyr­ir­mynd sem Reykja­vík­ur­borg inn­leiddi að eigin frum­kvæði árið 2005. „Þær breyt­ingar leiddu hvorki til hörm­unga, óstöð­ug­leika né kjara­skerð­inga á íslenskum vinnu­mark­aði. Engin ástæða er til að ætla að sams konar breyt­ing árið 2020 myndi hafa slíkar afleið­ing­ar. Full­yrð­ingar um slíkt eru hræðslu­á­róð­ur.“

Efl­ing segir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi áður leikið þann leik að upp­reikna kröfur stétt­ar­fé­laga upp í hæstu hæðir með talna­brell­um. Það hafi meðal ann­ars verið gert í febr­úar 2019 á meðan að kjara­við­ræð­ur, sem leiddu til lífs­kjara­samn­ings­ins, stóðu yfir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent