Efling segir umfjöllun í Fréttablaðinu í dag hafa verið pantaða

Formaður Eflingar segir að það sé „stórfenglegt að verða vitni að samtryggingu yfirstéttarinnar gegn hagsmunum láglaunafólks.“ Efling segir að Samtök atvinnulífsins og Reykjavíkurborg séu gengin í eina sæng.

Sólveig Anna Jónsdóttir 1. maí 2019
Auglýsing

Efl­ing segir að umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, um afleið­ingar þess ef kröfur stétt­ar­fé­lags­ins í deilu þess við Reykja­vík­ur­borg, hafa verið pant­aða. Þeim full­yrð­ingum sem birt­ast í pistli eftir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, í sama blaði um sömu mál er auk þess vísað á bug. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í yfir­lýs­ingu að Sam­tök atvinnu­lífs­ins  og „gervi-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borg­ar“ ­séu gengin í eina sæng. Það sé „stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks.“

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins í dag er sagt að launa­munur á milli ófag­lærðs og háskóla­mennt­aðs starfs­fólks á leik­skólum Reykja­vík­ur­borgar mun minnka veru­lega og verða í sumum til­fellum nær eng­inn ef fram settar leið­rétt­ing­ar­kröfur Efl­ingar fyrir hönd sinna félags­manna verði sam­þykkt­ar. Þetta hafi komið fram í útreikn­ingum sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu unnið að beiðni Mark­að­ar­ins í ljós.

Ann­ars staðar í Mark­aðnum birt­ist skoð­ana­grein eftir Hall­dór Benja­mín þar sem kröfur Efl­ingar eru kall­aðar „hnit­miðuð atlaga að lífs­kjörum almenn­ings.“

Hafna afskiptum atvinnu­rek­enda

Í til­kynn­ingu sem Efl­ing sendi frá sér síð­degis í dag hafnar félagið alfarið afskiptum Sam­taka atvinnu­lífs­ins af kjara­deilu félags­ins við Reykja­vík­ur­borg vegna Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á lægstu launum hjá borg­inni. „Fé­lags­menn Efl­ingar hjá borg­inni fara með sjálf­stætt umboð til við­ræðna við sinn atvinnu­rek­anda sem varið er af lögum og stjórn­ar­skrá. Efl­ing mót­mælir því að ótengdir aðilar hlut­ist til um samn­ings­rétt þeirra.“

Auglýsing
Að mati Efl­ingar felur sú kjara­leið­rétt­ing sem félagið er að fara fram á fyrir lág­launa­fólk í borg­inni í sér stig­lækk­andi hækk­anir mán­að­ar­launa á bil­inu 22 til 52 þús­und á mán­uði, mest fyrir hina lægst laun­uðu og minnst fyrir hærra laun­aða á launa­bili Efl­ing­ar. Kostn­að­ur­inn rúmist vel innan rekstr­ar­af­gangs borg­ar­innar á samn­ings­tím­anum og myndi hækka heild­ar­launa­kostnað hennar um á bil­inu 0,39-1,87 pró­sent. „Það til­boð sem Efl­ing hefur lagt til við borg­ina er í fullu sam­ræmi við hug­mynda­fræði kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði sem und­ir­rit­aðir voru í apríl 2019, en þar var leit­ast við að nýta fyr­ir­liggj­andi svig­rúm til hækk­unar lægstu launa umfram önnur laun.“

Kallar full­yrð­ingar hræðslu­á­róður

Sól­veig Anna segir það vera stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks, þar sem mark­aðs­rétt­trún­aður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og gervi­-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borgar gangi í eina sæng. „Ég hef fréttir fyrir full­trúa þessa banda­lags: Það er mik­ill mis­skiln­ingur að kjara­samn­ingar Efl­ingar á almennum vinnu­mark­aði í apríl 2019 hafi afnumið samn­ings­rétt lág­launa­fólks hjá sveit­ar­fé­lög­um. Við ræddum um þá samn­ing­anna vorið 2019 sem vopna­hléslínu. Bar­áttu okkar fyrir bættum kjörum félags­manna lýkur ekki fyrr en þeir geta lifað mann­sæm­andi lífi af launum sín­um.“

Efl­ing hafnar einnig því sem félagið kallar vill­andi mál­flutn­ingi í „pant­aðri umfjöllun og pistli fram­kvæmda­stjóra SA í Frétta­blað­inu í dag“. 

Efl­ing segir að til­lögur sínar séu byggðar á þekktri fyr­ir­mynd sem Reykja­vík­ur­borg inn­leiddi að eigin frum­kvæði árið 2005. „Þær breyt­ingar leiddu hvorki til hörm­unga, óstöð­ug­leika né kjara­skerð­inga á íslenskum vinnu­mark­aði. Engin ástæða er til að ætla að sams konar breyt­ing árið 2020 myndi hafa slíkar afleið­ing­ar. Full­yrð­ingar um slíkt eru hræðslu­á­róð­ur.“

Efl­ing segir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi áður leikið þann leik að upp­reikna kröfur stétt­ar­fé­laga upp í hæstu hæðir með talna­brell­um. Það hafi meðal ann­ars verið gert í febr­úar 2019 á meðan að kjara­við­ræð­ur, sem leiddu til lífs­kjara­samn­ings­ins, stóðu yfir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent