Efling segir umfjöllun í Fréttablaðinu í dag hafa verið pantaða

Formaður Eflingar segir að það sé „stórfenglegt að verða vitni að samtryggingu yfirstéttarinnar gegn hagsmunum láglaunafólks.“ Efling segir að Samtök atvinnulífsins og Reykjavíkurborg séu gengin í eina sæng.

Sólveig Anna Jónsdóttir 1. maí 2019
Auglýsing

Efl­ing segir að umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­rits Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, um afleið­ingar þess ef kröfur stétt­ar­fé­lags­ins í deilu þess við Reykja­vík­ur­borg, hafa verið pant­aða. Þeim full­yrð­ingum sem birt­ast í pistli eftir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, í sama blaði um sömu mál er auk þess vísað á bug. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir í yfir­lýs­ingu að Sam­tök atvinnu­lífs­ins  og „gervi-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borg­ar“ ­séu gengin í eina sæng. Það sé „stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks.“

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins í dag er sagt að launa­munur á milli ófag­lærðs og háskóla­mennt­aðs starfs­fólks á leik­skólum Reykja­vík­ur­borgar mun minnka veru­lega og verða í sumum til­fellum nær eng­inn ef fram settar leið­rétt­ing­ar­kröfur Efl­ingar fyrir hönd sinna félags­manna verði sam­þykkt­ar. Þetta hafi komið fram í útreikn­ingum sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hefðu unnið að beiðni Mark­að­ar­ins í ljós.

Ann­ars staðar í Mark­aðnum birt­ist skoð­ana­grein eftir Hall­dór Benja­mín þar sem kröfur Efl­ingar eru kall­aðar „hnit­miðuð atlaga að lífs­kjörum almenn­ings.“

Hafna afskiptum atvinnu­rek­enda

Í til­kynn­ingu sem Efl­ing sendi frá sér síð­degis í dag hafnar félagið alfarið afskiptum Sam­taka atvinnu­lífs­ins af kjara­deilu félags­ins við Reykja­vík­ur­borg vegna Efl­ing­ar­fé­laga sem starfa á lægstu launum hjá borg­inni. „Fé­lags­menn Efl­ingar hjá borg­inni fara með sjálf­stætt umboð til við­ræðna við sinn atvinnu­rek­anda sem varið er af lögum og stjórn­ar­skrá. Efl­ing mót­mælir því að ótengdir aðilar hlut­ist til um samn­ings­rétt þeirra.“

Auglýsing
Að mati Efl­ingar felur sú kjara­leið­rétt­ing sem félagið er að fara fram á fyrir lág­launa­fólk í borg­inni í sér stig­lækk­andi hækk­anir mán­að­ar­launa á bil­inu 22 til 52 þús­und á mán­uði, mest fyrir hina lægst laun­uðu og minnst fyrir hærra laun­aða á launa­bili Efl­ing­ar. Kostn­að­ur­inn rúmist vel innan rekstr­ar­af­gangs borg­ar­innar á samn­ings­tím­anum og myndi hækka heild­ar­launa­kostnað hennar um á bil­inu 0,39-1,87 pró­sent. „Það til­boð sem Efl­ing hefur lagt til við borg­ina er í fullu sam­ræmi við hug­mynda­fræði kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði sem und­ir­rit­aðir voru í apríl 2019, en þar var leit­ast við að nýta fyr­ir­liggj­andi svig­rúm til hækk­unar lægstu launa umfram önnur laun.“

Kallar full­yrð­ingar hræðslu­á­róður

Sól­veig Anna segir það vera stór­feng­legt að verða vitni að sam­trygg­ingu yfir­stétt­ar­innar gegn hags­munum lág­launa­fólks, þar sem mark­aðs­rétt­trún­aður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og gervi­-­fé­lags­hyggja Reykja­vík­ur­borgar gangi í eina sæng. „Ég hef fréttir fyrir full­trúa þessa banda­lags: Það er mik­ill mis­skiln­ingur að kjara­samn­ingar Efl­ingar á almennum vinnu­mark­aði í apríl 2019 hafi afnumið samn­ings­rétt lág­launa­fólks hjá sveit­ar­fé­lög­um. Við ræddum um þá samn­ing­anna vorið 2019 sem vopna­hléslínu. Bar­áttu okkar fyrir bættum kjörum félags­manna lýkur ekki fyrr en þeir geta lifað mann­sæm­andi lífi af launum sín­um.“

Efl­ing hafnar einnig því sem félagið kallar vill­andi mál­flutn­ingi í „pant­aðri umfjöllun og pistli fram­kvæmda­stjóra SA í Frétta­blað­inu í dag“. 

Efl­ing segir að til­lögur sínar séu byggðar á þekktri fyr­ir­mynd sem Reykja­vík­ur­borg inn­leiddi að eigin frum­kvæði árið 2005. „Þær breyt­ingar leiddu hvorki til hörm­unga, óstöð­ug­leika né kjara­skerð­inga á íslenskum vinnu­mark­aði. Engin ástæða er til að ætla að sams konar breyt­ing árið 2020 myndi hafa slíkar afleið­ing­ar. Full­yrð­ingar um slíkt eru hræðslu­á­róð­ur.“

Efl­ing segir að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi áður leikið þann leik að upp­reikna kröfur stétt­ar­fé­laga upp í hæstu hæðir með talna­brell­um. Það hafi meðal ann­ars verið gert í febr­úar 2019 á meðan að kjara­við­ræð­ur, sem leiddu til lífs­kjara­samn­ings­ins, stóðu yfir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent