Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans fyrir Mannréttindadómstólinn

Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að taka hrunmál tengt Landsbankanum til meðferðar. Þeir sem hlutu dóma í því vilja meina að dómarar hafi verið hlutdrægir vegna þess að þeir töpuðu á hruninu.

Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 2003 og fram yfir bankahrun.
Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 2003 og fram yfir bankahrun.
Auglýsing

Stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Lands­bank­ans, sem Hæsti­réttur dæmdi í febr­úar 2016, mun fá efn­is­með­ferð fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Ákvörðun um þetta var tekin fyrr í jan­ú­ar­mán­uði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu.

Í mál­inu voru fjórir menn dæmdir til fang­els­is­vistar fyr­ir mark­aðs­mis­­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­­stýrt verð­­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­­völd og sam­­­fé­lagið í heild.“

Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Lands­­bank­ans, Ívar Guð­jóns­­son, fyrrum for­­stöð­u­­maður eigin fjár­­­fest­inga Lands­­bank­ans, Júl­­íus S. Heið­­ar­s­­son, sem var sér­­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­­son, sem starf­aði við eigin fjár­­­fest­ingar hjá Lands­­bank­an­um, voru allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­­­notkun í Hæsta­rétti. Sig­­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­­dóma. 

Auglýsing
Samkvæmt frétt Frétta­blaðs­ins vís­uðu þrír mann­anna mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem ætlar að taka það til efn­is­með­ferð­ar. Dóm­ur­inn hefur þegar beint spurn­ingum til íslenska rík­is­ins um mál kærend­anna þriggja, en mála­rekst­ur­inn byggir á því að þeir hafi ekki hlotið rétt­láta máls­með­ferð þar sem hluti þeirra dóm­ara sem dæmdi í málum þeirra í Hæsta­rétti hefðu tapað fjár­hags­lega á banka­hrun­inu, og væru þar með hlut­dræg­ir.

Dæmt 2015 og 2016

Dómar í tveimur málum gegn Sig­ur­jóni, stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Lands­bank­ans og Ímon-­mál­inu, féllu upp­haf­lega í októ­ber 2015 og í febr­úar 2016. Hann hlaut sam­an­lagt fimm ára fang­els­is­dóm í þeim mál­um.

Á árinu 2017 var greint frá því að Sig­­ur­jón hefði kraf­ist þess að tvö mál á hendur honum yrðu tekin aftur til með­­­ferðar fyrir dómi. Beiðni um þá end­­ur­­upp­­­töku hafi verið send inn í sept­­em­ber 2016. Sig­­urður G. Guð­jóns­­son, lög­­­maður Sig­­ur­jóns, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á þeim tíma að byggt væri „fyrst og fremst á þeim fréttum sem hafa komið um hluta­bréfa­­eign dóm­­ara í blöð­un­­um. Svo hefur verið að koma í ljós að þeir hafa verið að stað­­festa að þeir hafi tapað fjár­­munum í banka­hrun­inu, sumir dóm­­ar­­ar.“ Þær fréttir sem Sig­­urður vísar í voru meðal ann­ars sagðar í des­em­ber 2016, þremur mán­uðum eftir að end­­ur­­upptöð­u­beiðni Sig­­ur­jóns var send inn.End­ur­upp­töku­nefnd féllst í maí 2019 á end­­ur­­upp­­­töku tveggja hæsta­rétt­­ar­­mála þar sem Sig­­ur­jón var dæmdur til fang­els­is­refs­ingar fyrir brot í starfi sínu. Annað þeirra mála var mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­ið, en hitt Ímon-­málið svo­kall­aða.

Ein þeirra ástæðna sem gefin var fyrir þeirri nið­­ur­­stöðu var að hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­arnir Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son og Eiríkur Tóm­a­s­­son sem dæmdu í mál­un­um, hefði átt hluti í Lands­­bank­­anum fyrir hrun og orðið fyrir veru­­legu tjóni við fall bank­ans. Þeir eru nú báðir komnir á eft­ir­laun.

Umfjöll­unin leiddi til þess að dóm­­­arar við Hæsta­rétt voru látnir birta hags­muna­­­skrán­ingu sína opin­ber­­­lega, og hefur það þegar verið gert á heima­­­síðu rétt­­­ar­ins síðan þá.

Málin eru nú komin aftur á dag­skrá Hæsta­réttar og verður mál­flutn­ingur í þeim er 4. og 11. mars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent