Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans fyrir Mannréttindadómstólinn

Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að taka hrunmál tengt Landsbankanum til meðferðar. Þeir sem hlutu dóma í því vilja meina að dómarar hafi verið hlutdrægir vegna þess að þeir töpuðu á hruninu.

Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 2003 og fram yfir bankahrun.
Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 2003 og fram yfir bankahrun.
Auglýsing

Stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál Lands­bank­ans, sem Hæsti­réttur dæmdi í febr­úar 2016, mun fá efn­is­með­ferð fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Ákvörðun um þetta var tekin fyrr í jan­ú­ar­mán­uði. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu.

Í mál­inu voru fjórir menn dæmdir til fang­els­is­vistar fyr­ir mark­aðs­mis­­­­not­k­un á tíma­bil­inu 1. nóv­­­em­ber 2007 til 3. októ­ber 2008. Sam­­kvæmt ákæru áttu þeir að  hafa hand­­­stýrt verð­­mynd­un hluta­bréfa í Lands­­­bank­an­um og með því blekkt „fjár­­­­­festa, kröf­u­hafa, stjórn­­­völd og sam­­­fé­lagið í heild.“

Sig­­ur­jón Þ. Árna­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Lands­­bank­ans, Ívar Guð­jóns­­son, fyrrum for­­stöð­u­­maður eigin fjár­­­fest­inga Lands­­bank­ans, Júl­­íus S. Heið­­ar­s­­son, sem var sér­­fræð­ingur í sömu deild, og Sindri Sveins­­son, sem starf­aði við eigin fjár­­­fest­ingar hjá Lands­­bank­an­um, voru allir dæmdir sekir um mark­aðs­mis­­­notkun í Hæsta­rétti. Sig­­ur­jón hlaut eins árs og sex mán­aða fang­els­is­­dóm. Ívar var dæmdur í tveggja ára fang­elsi en Júl­­íus og Sindri hlutu eins árs fang­els­is­­dóma. 

Auglýsing
Samkvæmt frétt Frétta­blaðs­ins vís­uðu þrír mann­anna mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem ætlar að taka það til efn­is­með­ferð­ar. Dóm­ur­inn hefur þegar beint spurn­ingum til íslenska rík­is­ins um mál kærend­anna þriggja, en mála­rekst­ur­inn byggir á því að þeir hafi ekki hlotið rétt­láta máls­með­ferð þar sem hluti þeirra dóm­ara sem dæmdi í málum þeirra í Hæsta­rétti hefðu tapað fjár­hags­lega á banka­hrun­inu, og væru þar með hlut­dræg­ir.

Dæmt 2015 og 2016

Dómar í tveimur málum gegn Sig­ur­jóni, stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Lands­bank­ans og Ímon-­mál­inu, féllu upp­haf­lega í októ­ber 2015 og í febr­úar 2016. Hann hlaut sam­an­lagt fimm ára fang­els­is­dóm í þeim mál­um.

Á árinu 2017 var greint frá því að Sig­­ur­jón hefði kraf­ist þess að tvö mál á hendur honum yrðu tekin aftur til með­­­ferðar fyrir dómi. Beiðni um þá end­­ur­­upp­­­töku hafi verið send inn í sept­­em­ber 2016. Sig­­urður G. Guð­jóns­­son, lög­­­maður Sig­­ur­jóns, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á þeim tíma að byggt væri „fyrst og fremst á þeim fréttum sem hafa komið um hluta­bréfa­­eign dóm­­ara í blöð­un­­um. Svo hefur verið að koma í ljós að þeir hafa verið að stað­­festa að þeir hafi tapað fjár­­munum í banka­hrun­inu, sumir dóm­­ar­­ar.“ Þær fréttir sem Sig­­urður vísar í voru meðal ann­ars sagðar í des­em­ber 2016, þremur mán­uðum eftir að end­­ur­­upptöð­u­beiðni Sig­­ur­jóns var send inn.End­ur­upp­töku­nefnd féllst í maí 2019 á end­­ur­­upp­­­töku tveggja hæsta­rétt­­ar­­mála þar sem Sig­­ur­jón var dæmdur til fang­els­is­refs­ingar fyrir brot í starfi sínu. Annað þeirra mála var mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­ið, en hitt Ímon-­málið svo­kall­aða.

Ein þeirra ástæðna sem gefin var fyrir þeirri nið­­ur­­stöðu var að hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­arnir Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son og Eiríkur Tóm­a­s­­son sem dæmdu í mál­un­um, hefði átt hluti í Lands­­bank­­anum fyrir hrun og orðið fyrir veru­­legu tjóni við fall bank­ans. Þeir eru nú báðir komnir á eft­ir­laun.

Umfjöll­unin leiddi til þess að dóm­­­arar við Hæsta­rétt voru látnir birta hags­muna­­­skrán­ingu sína opin­ber­­­lega, og hefur það þegar verið gert á heima­­­síðu rétt­­­ar­ins síðan þá.

Málin eru nú komin aftur á dag­skrá Hæsta­réttar og verður mál­flutn­ingur í þeim er 4. og 11. mars.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent