„Bless Bretland: Við munum sakna þín“

Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.

Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Auglýsing

Ólík sýn á út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu krist­all­ast vel á for­síðum dag­blaða í Bret­landi í dag sem og ann­ars staðar í Evr­ópu. Í gær yfir­gaf Bret­land form­lega ESB eftir að hafa verið hluti af því í 47 ár. Í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina í gær­kvöldi sagði rit­stjóri The Sun að for­síður bresku blað­anna sýndu stefn­u ­rit­stjóra þeirra í Brex­it. Þeir væru að tala til sinna les­enda. 

Á meðan sum­ blöð í Bret­landi og víðar um Evr­ópu tóku saman upp­lýs­ingar um hvaða þýð­ingu útgangan hefði  á hina og þessa hópa voru önn­ur ­djarfari í fram­setn­ingu sinni. „Vel­komin á fæt­ur, hér er dýr­legt nýtt Bret­land,“ stóð til dæmis á for­síðu Daily Express í morg­un. Á for­síðu Guar­dian kvað við allt annan tón. Þar mátti sjá mynd af sorg­bitnum hundi, enskum bola­bít, og við hana stóð: „Sakna þín nú þeg­ar“.  

Aðrir tóku „frétta­legri“ ­nálgun og á for­síðu Daily Tel­egraph í morgun var frétt um að Boris John­son, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, væri að und­ir­búa að koma á fullri toll­skoðun á allan evr­ópskan varn­ing sem kæmi til lands­ins. Væri það gert til að auka þrýst­ing á ESB í kom­andi við­ræðum um verslun og við­skipti.

Auglýsing

For­síð­ur­ dag­blaða ann­ars staðar í Evr­ópu í gær og í dag eru einnig margar hverjar und­ir­lagðar af umfjöllun um Brexit eins og sést á mynd­unum hér fyrir neð­an.Forsíður nokkurra franskra dagblaða vegna Brexit.

Í frönsku blöð­unum var Bret­land hvatt með áber­andi hætti. Á for­síð­u Li­ber­ation stóð: Stundin er runnin upp. á for­síðu Le Fig­aro var fyr­ir­sögn­in: Evr­ópa kvödd. 

Le Monde sagði á sinni for­síðu að nú færi Evr­ópa inn í óvissu­tíma og á for­síðu La Croix stóð ein­fald­lega: Sjá­um­st!

For­síða Le Daup­hine var á svip­uðum nótum og þar stóð: Stundin er runnin upp. Þetta er frá­geng­ið. 

Fyr­ir­sögnin á for­síðu Le Parisien var ein­fald­lega: Bless bless! 

Mynd: Samsett

Bresku blöðin eru þekkt fyrir orða­leiki og sprell í fyr­ir­sögnum og götu­blaðið The Sun var á þeim nótum í sinni fyr­ir­sögn í morg­un: Make Lea­ve...Not War.

Mynd: Samsett

For­síður bæði Daily Mir­ror og The Guar­dian eru dramat­ískar í morg­un. Daily Mir­ror leggur áherslu á að nú sé komið að því að byggja upp það Bret­land sem stjórna­mála­menn hefðu lof­að. The Guar­dian skrifar ein­fald­lega: Dag­ur­inn sem við sögðum bless.

Mynd: Samsett

Á for­síðu þýska blaðs­ins Der Ta­gesspi­egel stóð: Bless Bret­land: Við munum sakna þín.

Svip­aður tónn var á for­síðu belgíska blaðs­ins De Tijd þar sem fyr­ir­sögnin var: Kæru bresku vin­ir, við hörmum Brexit en við vonum að þetta séu ekki enda­lok­in. 

Á for­síðu pólska blaðs­ins segir að Pól­verjar ættu að læra af Brexit og á for­síðu portú­galska blaðs­ins Di­ario de Not­icias stend­ur: 1317 dögum síðar var kom­inn tími til að kveðja. En hvað mun breyt­ast yfir höf­uð?

 Annað portú­galskt blað, Pu­blico, var með ein­falda fram­setn­ingu og á for­síð­unni stóð: Sjá­umst síð­ar.

Á for­síðu skoska blaðs­ins The National er fram­setn­ingin mjög afger­andi og þar stend­ur: Kæra Evr­ópa, við kusum þetta ekki. Munið að skilja eftir kveikt ljós fyrir Skotland.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent