„Bless Bretland: Við munum sakna þín“

Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.

Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Auglýsing

Ólík sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu kristallast vel á forsíðum dagblaða í Bretlandi í dag sem og annars staðar í Evrópu. Í gær yfirgaf Bretland formlega ESB eftir að hafa verið hluti af því í 47 ár. Í viðtali við Sky-sjónvarpsstöðina í gærkvöldi sagði ritstjóri The Sun að forsíður bresku blaðanna sýndu stefnu ritstjóra þeirra í Brexit. Þeir væru að tala til sinna lesenda. 

Á meðan sum blöð í Bretlandi og víðar um Evrópu tóku saman upplýsingar um hvaða þýðingu útgangan hefði  á hina og þessa hópa voru önnur djarfari í framsetningu sinni. „Velkomin á fætur, hér er dýrlegt nýtt Bretland,“ stóð til dæmis á forsíðu Daily Express í morgun. Á forsíðu Guardian kvað við allt annan tón. Þar mátti sjá mynd af sorgbitnum hundi, enskum bolabít, og við hana stóð: „Sakna þín nú þegar“.  

Aðrir tóku „fréttalegri“ nálgun og á forsíðu Daily Telegraph í morgun var frétt um að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, væri að undirbúa að koma á fullri tollskoðun á allan evrópskan varning sem kæmi til landsins. Væri það gert til að auka þrýsting á ESB í komandi viðræðum um verslun og viðskipti.

Auglýsing

Forsíður dagblaða annars staðar í Evrópu í gær og í dag eru einnig margar hverjar undirlagðar af umfjöllun um Brexit eins og sést á myndunum hér fyrir neðan.Forsíður nokkurra franskra dagblaða vegna Brexit.

Í frönsku blöðunum var Bretland hvatt með áberandi hætti. Á forsíðu Liberation stóð: Stundin er runnin upp. á forsíðu Le Figaro var fyrirsögnin: Evrópa kvödd. 

Le Monde sagði á sinni forsíðu að nú færi Evrópa inn í óvissutíma og á forsíðu La Croix stóð einfaldlega: Sjáumst!

Forsíða Le Dauphine var á svipuðum nótum og þar stóð: Stundin er runnin upp. Þetta er frágengið. 

Fyrirsögnin á forsíðu Le Parisien var einfaldlega: Bless bless! 

Mynd: Samsett

Bresku blöðin eru þekkt fyrir orðaleiki og sprell í fyrirsögnum og götublaðið The Sun var á þeim nótum í sinni fyrirsögn í morgun: Make Leave...Not War.

Mynd: Samsett

Forsíður bæði Daily Mirror og The Guardian eru dramatískar í morgun. Daily Mirror leggur áherslu á að nú sé komið að því að byggja upp það Bretland sem stjórnamálamenn hefðu lofað. The Guardian skrifar einfaldlega: Dagurinn sem við sögðum bless.

Mynd: Samsett

Á forsíðu þýska blaðsins Der Tagesspiegel stóð: Bless Bretland: Við munum sakna þín.

Svipaður tónn var á forsíðu belgíska blaðsins De Tijd þar sem fyrirsögnin var: Kæru bresku vinir, við hörmum Brexit en við vonum að þetta séu ekki endalokin. 

Á forsíðu pólska blaðsins segir að Pólverjar ættu að læra af Brexit og á forsíðu portúgalska blaðsins Diario de Noticias stendur: 1317 dögum síðar var kominn tími til að kveðja. En hvað mun breytast yfir höfuð?

 Annað portúgalskt blað, Publico, var með einfalda framsetningu og á forsíðunni stóð: Sjáumst síðar.

Á forsíðu skoska blaðsins The National er framsetningin mjög afgerandi og þar stendur: Kæra Evrópa, við kusum þetta ekki. Munið að skilja eftir kveikt ljós fyrir Skotland.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent