„Bless Bretland: Við munum sakna þín“

Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.

Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Auglýsing

Ólík sýn á út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu krist­all­ast vel á for­síðum dag­blaða í Bret­landi í dag sem og ann­ars staðar í Evr­ópu. Í gær yfir­gaf Bret­land form­lega ESB eftir að hafa verið hluti af því í 47 ár. Í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina í gær­kvöldi sagði rit­stjóri The Sun að for­síður bresku blað­anna sýndu stefn­u ­rit­stjóra þeirra í Brex­it. Þeir væru að tala til sinna les­enda. 

Á meðan sum­ blöð í Bret­landi og víðar um Evr­ópu tóku saman upp­lýs­ingar um hvaða þýð­ingu útgangan hefði  á hina og þessa hópa voru önn­ur ­djarfari í fram­setn­ingu sinni. „Vel­komin á fæt­ur, hér er dýr­legt nýtt Bret­land,“ stóð til dæmis á for­síðu Daily Express í morg­un. Á for­síðu Guar­dian kvað við allt annan tón. Þar mátti sjá mynd af sorg­bitnum hundi, enskum bola­bít, og við hana stóð: „Sakna þín nú þeg­ar“.  

Aðrir tóku „frétta­legri“ ­nálgun og á for­síðu Daily Tel­egraph í morgun var frétt um að Boris John­son, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, væri að und­ir­búa að koma á fullri toll­skoðun á allan evr­ópskan varn­ing sem kæmi til lands­ins. Væri það gert til að auka þrýst­ing á ESB í kom­andi við­ræðum um verslun og við­skipti.

Auglýsing

For­síð­ur­ dag­blaða ann­ars staðar í Evr­ópu í gær og í dag eru einnig margar hverjar und­ir­lagðar af umfjöllun um Brexit eins og sést á mynd­unum hér fyrir neð­an.Forsíður nokkurra franskra dagblaða vegna Brexit.

Í frönsku blöð­unum var Bret­land hvatt með áber­andi hætti. Á for­síð­u Li­ber­ation stóð: Stundin er runnin upp. á for­síðu Le Fig­aro var fyr­ir­sögn­in: Evr­ópa kvödd. 

Le Monde sagði á sinni for­síðu að nú færi Evr­ópa inn í óvissu­tíma og á for­síðu La Croix stóð ein­fald­lega: Sjá­um­st!

For­síða Le Daup­hine var á svip­uðum nótum og þar stóð: Stundin er runnin upp. Þetta er frá­geng­ið. 

Fyr­ir­sögnin á for­síðu Le Parisien var ein­fald­lega: Bless bless! 

Mynd: Samsett

Bresku blöðin eru þekkt fyrir orða­leiki og sprell í fyr­ir­sögnum og götu­blaðið The Sun var á þeim nótum í sinni fyr­ir­sögn í morg­un: Make Lea­ve...Not War.

Mynd: Samsett

For­síður bæði Daily Mir­ror og The Guar­dian eru dramat­ískar í morg­un. Daily Mir­ror leggur áherslu á að nú sé komið að því að byggja upp það Bret­land sem stjórna­mála­menn hefðu lof­að. The Guar­dian skrifar ein­fald­lega: Dag­ur­inn sem við sögðum bless.

Mynd: Samsett

Á for­síðu þýska blaðs­ins Der Ta­gesspi­egel stóð: Bless Bret­land: Við munum sakna þín.

Svip­aður tónn var á for­síðu belgíska blaðs­ins De Tijd þar sem fyr­ir­sögnin var: Kæru bresku vin­ir, við hörmum Brexit en við vonum að þetta séu ekki enda­lok­in. 

Á for­síðu pólska blaðs­ins segir að Pól­verjar ættu að læra af Brexit og á for­síðu portú­galska blaðs­ins Di­ario de Not­icias stend­ur: 1317 dögum síðar var kom­inn tími til að kveðja. En hvað mun breyt­ast yfir höf­uð?

 Annað portú­galskt blað, Pu­blico, var með ein­falda fram­setn­ingu og á for­síð­unni stóð: Sjá­umst síð­ar.

Á for­síðu skoska blaðs­ins The National er fram­setn­ingin mjög afger­andi og þar stend­ur: Kæra Evr­ópa, við kusum þetta ekki. Munið að skilja eftir kveikt ljós fyrir Skotland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent