„Bless Bretland: Við munum sakna þín“

Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.

Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Auglýsing

Ólík sýn á út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu krist­all­ast vel á for­síðum dag­blaða í Bret­landi í dag sem og ann­ars staðar í Evr­ópu. Í gær yfir­gaf Bret­land form­lega ESB eftir að hafa verið hluti af því í 47 ár. Í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina í gær­kvöldi sagði rit­stjóri The Sun að for­síður bresku blað­anna sýndu stefn­u ­rit­stjóra þeirra í Brex­it. Þeir væru að tala til sinna les­enda. 

Á meðan sum­ blöð í Bret­landi og víðar um Evr­ópu tóku saman upp­lýs­ingar um hvaða þýð­ingu útgangan hefði  á hina og þessa hópa voru önn­ur ­djarfari í fram­setn­ingu sinni. „Vel­komin á fæt­ur, hér er dýr­legt nýtt Bret­land,“ stóð til dæmis á for­síðu Daily Express í morg­un. Á for­síðu Guar­dian kvað við allt annan tón. Þar mátti sjá mynd af sorg­bitnum hundi, enskum bola­bít, og við hana stóð: „Sakna þín nú þeg­ar“.  

Aðrir tóku „frétta­legri“ ­nálgun og á for­síðu Daily Tel­egraph í morgun var frétt um að Boris John­son, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, væri að und­ir­búa að koma á fullri toll­skoðun á allan evr­ópskan varn­ing sem kæmi til lands­ins. Væri það gert til að auka þrýst­ing á ESB í kom­andi við­ræðum um verslun og við­skipti.

Auglýsing

For­síð­ur­ dag­blaða ann­ars staðar í Evr­ópu í gær og í dag eru einnig margar hverjar und­ir­lagðar af umfjöllun um Brexit eins og sést á mynd­unum hér fyrir neð­an.Forsíður nokkurra franskra dagblaða vegna Brexit.

Í frönsku blöð­unum var Bret­land hvatt með áber­andi hætti. Á for­síð­u Li­ber­ation stóð: Stundin er runnin upp. á for­síðu Le Fig­aro var fyr­ir­sögn­in: Evr­ópa kvödd. 

Le Monde sagði á sinni for­síðu að nú færi Evr­ópa inn í óvissu­tíma og á for­síðu La Croix stóð ein­fald­lega: Sjá­um­st!

For­síða Le Daup­hine var á svip­uðum nótum og þar stóð: Stundin er runnin upp. Þetta er frá­geng­ið. 

Fyr­ir­sögnin á for­síðu Le Parisien var ein­fald­lega: Bless bless! 

Mynd: Samsett

Bresku blöðin eru þekkt fyrir orða­leiki og sprell í fyr­ir­sögnum og götu­blaðið The Sun var á þeim nótum í sinni fyr­ir­sögn í morg­un: Make Lea­ve...Not War.

Mynd: Samsett

For­síður bæði Daily Mir­ror og The Guar­dian eru dramat­ískar í morg­un. Daily Mir­ror leggur áherslu á að nú sé komið að því að byggja upp það Bret­land sem stjórna­mála­menn hefðu lof­að. The Guar­dian skrifar ein­fald­lega: Dag­ur­inn sem við sögðum bless.

Mynd: Samsett

Á for­síðu þýska blaðs­ins Der Ta­gesspi­egel stóð: Bless Bret­land: Við munum sakna þín.

Svip­aður tónn var á for­síðu belgíska blaðs­ins De Tijd þar sem fyr­ir­sögnin var: Kæru bresku vin­ir, við hörmum Brexit en við vonum að þetta séu ekki enda­lok­in. 

Á for­síðu pólska blaðs­ins segir að Pól­verjar ættu að læra af Brexit og á for­síðu portú­galska blaðs­ins Di­ario de Not­icias stend­ur: 1317 dögum síðar var kom­inn tími til að kveðja. En hvað mun breyt­ast yfir höf­uð?

 Annað portú­galskt blað, Pu­blico, var með ein­falda fram­setn­ingu og á for­síð­unni stóð: Sjá­umst síð­ar.

Á for­síðu skoska blaðs­ins The National er fram­setn­ingin mjög afger­andi og þar stend­ur: Kæra Evr­ópa, við kusum þetta ekki. Munið að skilja eftir kveikt ljós fyrir Skotland.





Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent