„Bless Bretland: Við munum sakna þín“

Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.

Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
Auglýsing

Ólík sýn á út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu krist­all­ast vel á for­síðum dag­blaða í Bret­landi í dag sem og ann­ars staðar í Evr­ópu. Í gær yfir­gaf Bret­land form­lega ESB eftir að hafa verið hluti af því í 47 ár. Í við­tali við Sky-­sjón­varps­stöð­ina í gær­kvöldi sagði rit­stjóri The Sun að for­síður bresku blað­anna sýndu stefn­u ­rit­stjóra þeirra í Brex­it. Þeir væru að tala til sinna les­enda. 

Á meðan sum­ blöð í Bret­landi og víðar um Evr­ópu tóku saman upp­lýs­ingar um hvaða þýð­ingu útgangan hefði  á hina og þessa hópa voru önn­ur ­djarfari í fram­setn­ingu sinni. „Vel­komin á fæt­ur, hér er dýr­legt nýtt Bret­land,“ stóð til dæmis á for­síðu Daily Express í morg­un. Á for­síðu Guar­dian kvað við allt annan tón. Þar mátti sjá mynd af sorg­bitnum hundi, enskum bola­bít, og við hana stóð: „Sakna þín nú þeg­ar“.  

Aðrir tóku „frétta­legri“ ­nálgun og á for­síðu Daily Tel­egraph í morgun var frétt um að Boris John­son, ­for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, væri að und­ir­búa að koma á fullri toll­skoðun á allan evr­ópskan varn­ing sem kæmi til lands­ins. Væri það gert til að auka þrýst­ing á ESB í kom­andi við­ræðum um verslun og við­skipti.

Auglýsing

For­síð­ur­ dag­blaða ann­ars staðar í Evr­ópu í gær og í dag eru einnig margar hverjar und­ir­lagðar af umfjöllun um Brexit eins og sést á mynd­unum hér fyrir neð­an.Forsíður nokkurra franskra dagblaða vegna Brexit.

Í frönsku blöð­unum var Bret­land hvatt með áber­andi hætti. Á for­síð­u Li­ber­ation stóð: Stundin er runnin upp. á for­síðu Le Fig­aro var fyr­ir­sögn­in: Evr­ópa kvödd. 

Le Monde sagði á sinni for­síðu að nú færi Evr­ópa inn í óvissu­tíma og á for­síðu La Croix stóð ein­fald­lega: Sjá­um­st!

For­síða Le Daup­hine var á svip­uðum nótum og þar stóð: Stundin er runnin upp. Þetta er frá­geng­ið. 

Fyr­ir­sögnin á for­síðu Le Parisien var ein­fald­lega: Bless bless! 

Mynd: Samsett

Bresku blöðin eru þekkt fyrir orða­leiki og sprell í fyr­ir­sögnum og götu­blaðið The Sun var á þeim nótum í sinni fyr­ir­sögn í morg­un: Make Lea­ve...Not War.

Mynd: Samsett

For­síður bæði Daily Mir­ror og The Guar­dian eru dramat­ískar í morg­un. Daily Mir­ror leggur áherslu á að nú sé komið að því að byggja upp það Bret­land sem stjórna­mála­menn hefðu lof­að. The Guar­dian skrifar ein­fald­lega: Dag­ur­inn sem við sögðum bless.

Mynd: Samsett

Á for­síðu þýska blaðs­ins Der Ta­gesspi­egel stóð: Bless Bret­land: Við munum sakna þín.

Svip­aður tónn var á for­síðu belgíska blaðs­ins De Tijd þar sem fyr­ir­sögnin var: Kæru bresku vin­ir, við hörmum Brexit en við vonum að þetta séu ekki enda­lok­in. 

Á for­síðu pólska blaðs­ins segir að Pól­verjar ættu að læra af Brexit og á for­síðu portú­galska blaðs­ins Di­ario de Not­icias stend­ur: 1317 dögum síðar var kom­inn tími til að kveðja. En hvað mun breyt­ast yfir höf­uð?

 Annað portú­galskt blað, Pu­blico, var með ein­falda fram­setn­ingu og á for­síð­unni stóð: Sjá­umst síð­ar.

Á for­síðu skoska blaðs­ins The National er fram­setn­ingin mjög afger­andi og þar stend­ur: Kæra Evr­ópa, við kusum þetta ekki. Munið að skilja eftir kveikt ljós fyrir Skotland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent