Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs er samstarfsaðili Amazon, í undirbúningi tækni- og smásölurisans fyrir innreið á fyrirtækjalánamarkað.
Amazon hefur nú þegar stigið stór skref inn á neytendalánamarkað í Bandaríkjunum, og var stærsta skrifið stigið fyrir tveimur árum þegar fyrirtækið setti Amazon Credit Card í loftið, í samstarfi við JP Morgan Chase.
.@amazon wants to turn your hand into a credit card. pic.twitter.com/9c1L1jOgfB
— Digital Trends (@DigitalTrends) February 3, 2020
Frá þeim tíma hefur fyrirtækið smám saman útvíkkað þjónustu sína á sviði neytendalána, t.d. með rýmkun á heimild til notkunar á kortinu og dýpri afsláttarþjónustu. Föst heimild í upphafi á Amazon greiðslukortinu eru 1.500 Bandaríkjadalir, en hægt er að hækka hana nú í skrefum. Fastur afláttur fyrir Amazon meðlimi (Prime) er 5 prósent á öllum viðskiptum í gegnum Amazon og Whole Foods, smásölukeðju fyrirtækisins, og svo er einnig 1 prósent afsláttur á öllum öðrum viðskiptum.
En af hverju er Amazon að vinna sig hratt inn í fjármálaþjónustu?
Fyrirtækið er með einstaka yfirsýn yfir neysluhegðun fólks um allan heim, og á auðveldara með að greina áhættu hjá einstökum viðskiptum – t.d. þegar kemur að ákvörðunum um veita fjármálaþjónustu – heldur en hefðbundnir og rótgrónir viðskiptabankar. Í ljósi stöðu sinnar sem stærsta markaðssvæði heims á sviði netviðskipta, ásaman Alibaba í Kína, þá gefur fyrirtækið byggt upp sitt eigið gæða- og þjónustu kerfi (sambærilegu við Credit Score kerfið í Bandaríkjunum) og þannig byggt upp áreiðanlegra kerfi en keppinautar, en á sama tíma veitt ódýrari þjónustu.
Interesting on two fronts: first, that Goldman Sachs is turning yet again to partnerships with Big Tech to expand its loan book, and second that https://t.co/pzGJZN6brK is deepening its financial capabilities. https://t.co/u1Lz5bwmEH
— Lisa Abramowicz (@lisaabramowicz1) February 3, 2020
Financial Times greindi frá því í morgun, að Amazon væri að undirbúa sókn á lánamarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samkvæmt umfjölluninni, er meðal annars horft til þess að Amazon geti lánað fyrir tiltekinni starfsemi, í samstarfi við Goldman Sachs, og einnig fyrir tryggingum og fleiru, sem smærri fyrirtæki eru með sem hluta af föstum kostnaði.
Ekki er nema um áratugur síðan, að stærstu bankarnir á Wall Street - þar á meðal Goldman Sachs - voru stærstu fyrirtækin í bandarísku efnahagslífi, þegar horft er til markaðsvirðis. Með miklum og hröðum vexti tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum – einkum Amazon, Microsoft, Alphabet (Google), og Apple – hafa orðið miklar breytingar á markaði. Tæknirisarnir eru nú í forystusveit í ýmsum geirum.
Markaðsvirði Amazon er nú um 1.100 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 137 þúsund milljörðum króna, en til samanburðar er markaðsvirði Goldman sags um 90 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 11.200 milljörðum króna.
Þegar jólasölutölurnar voru kunngjörðar í síðustu viku, í uppgjöri Amazon, hækkaði félagið um sem nam öllu markaðsvirði Goldman Sachs, á einum degi.
Búist er við því, að stærstu bankarnir á Wall Street muni í vaxandi mæli, vinna með tæknirisunum að því að bjóða upp á næstu kynslóð fjármálaþjónustu. Goldman Sachs hefur nú þegar stigið stórt skref með Apple Credit Card samstarfinu, en hyggur nú á lánamarkað með Amazon, eins og áður segir.
Amazon hefur nú þegar fengið bankaleyfi í Evrópu, líkt og fleiri tæknifyrirtæki, þar á meðal Facebook. Búist er við því að tæknifyrirtækin muni smám saman sýna meira á spilin, um hvernig fjármálaþjónusta þeirra verður útfærð í Evrópu, á næstu misserum.