Tæknirisar undirbúa sókn á lánamarkað

Bankarnir á Wall Street – sem fyrir aðeins áratug voru stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna þegar horft er til markaðsvirðis – eru nú smá peð í samanburði við stærstu tæknifyrirtækin. Þau nýta sér nú bankanna til að útfæra nýja kynslóð fjármálaþjónustu.

Amazon Go í Seattle
Auglýsing

Banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs er sam­starfs­að­ili Amazon, í und­ir­bún­ingi tækni- og smá­söluris­ans fyrir inn­reið á fyr­ir­tækja­lána­mark­að. 

Amazon hefur nú þegar stigið stór skref inn á neyt­enda­lána­markað í Banda­ríkj­un­um, og var stærsta skrifið stigið fyrir tveimur árum þegar fyr­ir­tækið setti Amazon Credit Card í loft­ið, í sam­starfi við JP Morgan Chase. 

Auglýsing


Frá þeim tíma hefur fyr­ir­tækið smám saman útvíkkað þjón­ustu sína á sviði neyt­enda­lána, t.d. með rýmkun á heim­ild til notk­unar á kort­inu og dýpri afslátt­ar­þjón­ustu. Föst heim­ild í upp­hafi á Amazon greiðslu­kort­inu eru 1.500 Banda­ríkja­dal­ir, en hægt er að hækka hana nú í skref­um. Fastur afláttur fyrir Amazon með­limi (Pri­me) er 5 pró­sent á öllum við­skiptum í gegnum Amazon og Whole Foods, smá­sölu­keðju fyr­ir­tæk­is­ins, og svo er einnig 1 pró­sent afsláttur á öllum öðrum við­skipt­u­m. 

En af hverju er Amazon að vinna sig hratt inn í fjár­mála­þjón­ustu?

Fyr­ir­tækið er með ein­staka yfir­sýn yfir neyslu­hegðun fólks um allan heim, og á auð­veld­ara með að greina áhættu hjá ein­stökum við­skiptum – t.d. þegar kemur að ákvörð­unum um veita fjár­mála­þjón­ustu – heldur en hefð­bundnir og rót­grónir við­skipta­bank­ar. Í ljósi stöðu sinnar sem stærsta mark­aðs­svæði heims á sviði net­við­skipta, ásaman Ali­baba í Kína, þá gefur fyr­ir­tækið byggt upp sitt eigið gæða- og þjón­ustu kerfi (sam­bæri­legu við Credit Score kerfið í Banda­ríkj­un­um) og þannig byggt upp áreið­an­legra kerfi en keppi­naut­ar, en á sama tíma veitt ódýr­ari þjón­ust­u. Fin­ancial Times greindi frá því í morgun, að Amazon væri að und­ir­búa sókn á lána­markað fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Sam­kvæmt umfjöll­un­inni, er meðal ann­ars horft til þess að Amazon geti lánað fyrir til­tek­inni starf­semi, í sam­starfi við Gold­man Sachs, og einnig fyrir trygg­ingum og fleiru, sem smærri fyr­ir­tæki eru með sem hluta af föstum kostn­að­i. 

Ekki er nema um ára­tugur síð­an, að stærstu bank­arnir á Wall Street - þar á meðal Gold­man Sachs - voru stærstu fyr­ir­tækin í banda­rísku efna­hags­lífi, þegar horft er til mark­aðsvirð­is. Með miklum og hröðum vexti tækni­fyr­ir­tækj­anna í Banda­ríkj­unum – einkum Amazon, Microsoft, Alp­habet (Goog­le), og Apple – hafa orðið miklar breyt­ingar á mark­aði. Tæknirisarnir eru nú í for­ystu­sveit í ýmsum geir­um. 

Mark­aðsvirði Amazon er nú um 1.100 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 137 þús­und millj­örðum króna, en til sam­an­burðar er mark­aðsvirði Gold­man sags um 90 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 11.200 millj­örðum króna.

Þegar jóla­sölu­töl­urnar voru kunn­gjörðar í síð­ustu viku, í upp­gjöri Amazon, hækk­aði félagið um sem nam öllu mark­aðsvirði Gold­man Sachs, á einum deg­i. 

Búist er við því, að stærstu bank­arnir á Wall Street muni í vax­andi mæli, vinna með tækniris­unum að því að bjóða upp á næstu kyn­slóð fjár­mála­þjón­ustu. Gold­man Sachs hefur nú þegar stigið stórt skref með Apple Credit Card sam­starf­inu, en hyggur nú á lána­markað með Amazon, eins og áður seg­ir. 

Amazon hefur nú þegar fengið banka­leyfi í Evr­ópu, líkt og fleiri tækni­fyr­ir­tæki, þar á meðal Face­book. Búist er við því að tækni­fyr­ir­tækin muni smám saman sýna meira á spil­in, um hvernig fjár­mála­þjón­usta þeirra verður útfærð í Evr­ópu, á næstu miss­er­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent