Bjarni vill byrja að selja Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra vill ráðast í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og nota fjármunina sem fást fyrir hann í innviðafjárfestingar. Þótt að ekki fáist bókfært verð fyrir sé 25 prósent hlutur í bankanum tuga milljarða virði.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni  Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að nú þegar hag­kerfið sé að kólna sé það kostur að losa um eign­ar­hald rík­is­ins í bönkum og nota fjár­mun­ina sem fást út úr slíkri sölu í inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Því sé tíma­bært að hefja und­ir­bún­ing á sölu Íslands­banka. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir Bjarni að miðað við verð­mat mark­að­ar­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum sé ólík­legt að við fengjum fullt bók­fært verð fyrir bank­ann, en eigið fé hans er um 170 millj­arðar króna í dag. „Það er engu að síður rétt að mínu mati að losa um eign­ar­haldið í skrefum og 25 pró­sent hlutur í bank­anum er tuga millj­arða króna virði. Þá fjár­muni ættum við að nýta til arð­bærra fjár­fest­inga í innvið­u­m.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni talar á þessum nótum á kjör­tíma­bil­inu. Hann hefur þvert á móti ítrekað sagt að hann sé þeirrar skoð­unar að hann vilji hefja sölu­ferli á hlut rík­is­ins í rík­is­bönk­un­um, Íslands­banka og Lands­banka, á þessu kjör­tíma­bili, en því lýkur vænt­an­lega næsta vor. Bjarni vill þó halda eftir minni­hluta­eign í Lands­bank­an­um. Í sept­em­ber sagði Bjarni til að mynda að hann von­að­ist til að sölu­ferlið gæti haf­ist á næstu vik­um. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í októ­ber að heim­ildir hans hermdu að ekki væri ein­ing um málið á meðal stjórn­ar­flokk­anna. Heim­ild er hins vegar í lögum til að hefja sölu­ferlið og fjallað var um slík skref í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. ­Sam­eig­in­legt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna; Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, mælist 39,9 pró­sent sam­kvæmt könnun Gallup sem birt­ist í gær. Það er minnsta sam­eig­in­lega fylgi sem þeir hafa mælst með á kjör­tíma­bil­inu til þessa.

Banka­sýslan und­ir­býr sölu­ferli

Í Hvít­­­­bók um fram­­­­tíð­­­­ar­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­mála­­­­kerfið, sem skilað var inn síðla árs 2018, var fjallað ítar­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­is­­­­bönk­­­­un­um, Lands­­­­bank­­­­anum og Íslands­­­­­­­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­ur­­­­skipu­­­­leggja eign­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­inu til fram­­­­tíð­­­­ar.

Þá var einnig lagt til að það verði skoðað gaum­­­­gæfi­­­­lega hvernig megi efla sam­­­­starf bank­anna á sviði inn­­­­viða í fjár­­­­­­­mála­­­­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­­­­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Greint var frá því í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í byrjun sept­em­ber­mán­aðar í fyrra að í nýlegu gerðu minn­is­­­blaði Banka­­­sýsl­u rík­is­ins, sem fer með hlut­ina í bönk­unum fyrir hönd rík­is­sjóðs, væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­­sent hlut í Íslands­­­­­­­banka í hluta­fjár­­­­út­­­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­­anum með upp­­­­­­­boðs­­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­­­mála­­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­­­boð í hann. 

Banka­­sýslan hefur ekki lagt það minn­is­­blað enn fram opin­ber­­lega. Mik­ill meiri­hluti vildi að ríkið eigi banka

Alls voru 61,2 pró­­­sent lands­­­manna jákvæðir gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­skipta­­­banka sam­kvæmt rann­­­sókn sem Gallup vann fyrir fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neytið og birt­ist með Hvít­­­bók um fram­­­tíð­­­ar­­­sýn fyrir fjár­­­­­mála­­­kerf­ið. Fjórð­ungur þjóð­­­ar­inn­­­ar, 25,2 pró­­­sent, hafði enga fast­­­mót­aða skoðun á slíku eign­­­ar­haldi og ein­ungis 13,5 pró­­­sent Íslend­inga voru nei­­­kvæðir gagn­vart slíku eign­­­ar­haldi.

­Mark­mið könn­un­­­ar­innar var að skoða ítar­­­lega traust til banka­­­kerf­is­ins á Íslandi, hverjar væru helstu ástæður fyrir van­­­trausti og hvað mætti betur fara. Úrtakið var 1.408 manns 18 ára og eldri af land­inu öllu. Þátt­­­töku­hlut­­­fall var 54,5 pró­­­sent.

Þegar þeir sem eru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­skipta­­­banka voru spurðir af hverju sögðu 24,4 pró­­­sent þeirra, eða tæp­­­lega fjórð­ung­­­ur, að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili. Fimmt­ungur sagði að helsta ástæðan væri öryggi og/eða traust og 18,3 pró­­­sent vegna þess að arð­­­ur­inn færi þá til almenn­ings. Þá sögðu 15,7 pró­­­sent að helsta ástæða þess að þeir væru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­skipta­­­banka vera þá að það þýddi að minni líkur væru á því að hlut­irnir myndu enda illa og að spill­ing og græðgi yrði minni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent