Landsmenn úr sveit í bæ

Greina má miklar þjóðfélagsbreytingar á síðustu öld en í byrjun 20. aldar bjó tæplega fjórðungur Íslendinga í þéttbýli. Nú er sú tala aftur á móti komin upp í 95 prósent.

_abh9687_15997312905_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lands­manna býr í dag í þétt­býli, eða 95 pró­sent, en í byrjun síð­ustu aldar var raunin hins vegar tals­vert önnur þegar sama hlut­fall var ein­ungis tæp­lega fjórð­ungur eða 24 pró­sent. Frá þessu greindi Hag­stofan á vef sínum í gær.

Breyt­ingin er síð­an, sam­kvæmt Hag­stof­unni, enn meiri sé farið aðeins lengra aftur í tím­ann og miðað við árið 1880 en þá var hlut­fall þeirra sem bjuggu í þétt­býli aðeins 11 pró­sent.

Þá kemur fram að fjöldi þeirra sem byggðu landið hafi á þeim tíma verið eðli máls­ins sam­kvæmt mun minni en hann er í dag og byggða­kjarnar að sama skapi færri. Þannig hafi þeir sem bjuggu í þétt­býli árið 1880 verið um 8.600 manns í 47 byggða­kjörn­um, bæði smáum og stórum, en um 64.000 manns í strjál­býli sem í flestum til­fellum vor­u bæir í sveit.

Auglýsing

„Fram til alda­móta 1900 var þétt­býl­is­myndun nokkuð hröð sem sést á því að íbúum í alls 66 þétt­býl­is­kjörnum hafði þá fjölgað í 18.800. Á sama tíma hafði íbúum í strjál­býli fækkað að höfða­tölu, voru þá komnir niður í 59.400, og hlut­fallið orðið 76 pró­sent af lands­mönn­um. Þegar kom fram á árið 1922 var svo komið að meiri­hluti lands­manna bjó í þétt­býl­is­kjörnum en þá voru þétt­býl­iskjarn­arnir 74 að tölu,“ segir á vef Hag­stof­unn­ar. 

Mynd: Hagstofan

Þró­unin hélt áfram hægt og bít­andi 

Fram kemur hjá Hag­stof­unni að miklar þjóð­fé­lags­breyt­ingar á Íslandi felist á bak við þessar tölur sem meðal ann­ars fólu í sér búferla­flutn­inga úr sveitum lands­ins til þétt­býl­is­staða víðs vegar um land jafn­hliða umbreyt­ingu atvinnu­lífs­ins frá land­bún­aði, sem aðal­at­vinnu­vegar lands­manna í gegnum ald­irn­ar, yfir í sjáv­ar­út­veg, iðnað og þjón­ustu.

Þessar mann­fjölda­breyt­ingar og þróun atvinnu­lífs hafi svo haldið áfram næstu ára­tug­ina og árið 1982 hafi verið svo komið að rúm­lega 90 pró­sent lands­manna bjó í þétt­býli, eða 212.400 manns, og hafi fjöldi þétt­býl­iskjarna verið kom­inn í 101. Þar með hafi tala íbúa í strjál­býli verið komin undir 10 pró­senta mörkin og íbúa­fjöld­inn þar um 23.000. Á síð­ustu ára­tugum hafi þró­unin hald­ist áfram hægt og bít­andi og séu þétt­býl­is­búar í dag um 95 pró­sent lands­manna í 106 þétt­býl­is­kjörnum á móti 5 pró­sent íbúum sem búa í strjál­býli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent