Tók fjóra mánuði að ráða nýjan framkvæmdastjóra Kadeco

Stjórn Kadeco, þró­un­ar­fé­lags Kefla­vík­ur­flug­vallar, hefur ráðið einstakling í stöðu framkvæmdastjóra. Staðan var auglýst í lok september á síðasta ári.

Ásbrú
Auglýsing

Stjórn Kadeco hefur ráðið aðila í stöðu fram­kvæmda­stjóra, að því er fram kemur í svari fyr­ir­tæk­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sam­kvæmt Kadeco er sá aðili að hnýta lausa enda við núver­andi vinnu­veit­anda en til­kynn­ingar er að vænt fyrir lok þess­arar viku.

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri félags­ins, Marta Jóns­dótt­ir, sagði upp og lét af störfum áður en starfið var aug­lýst laust til umsóknar í lok sept­em­ber á síð­asta ári en hún hafði verið fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins síðan í ágúst 2017.

Á vef fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að félagið hafi verið stofnað árið 2006 í kjöl­far lok­unar Banda­ríkja­hers á her­stöð sinni við Kefla­vík­ur­flug­völl í þeim til­gangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flug­vall­ar­rekst­urs eða í örygg­is­sam­starfi Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lags­ins.

Mark­mið og til­gangur Kadeco sé að leiða þróun og umbreyt­ingu á þessum eignum og landi sem Varn­ar­liðið skildi eftir sig til borg­ara­legra nota. Í því felist meðal ann­ars nauð­syn­leg und­ir­bún­ings­vinna, svo sem úttekt á svæði og mann­virkjum ásamt þró­un­ar- og vaxt­ar­mögu­leikum þess í sam­ráði við þá aðila sem hafa hags­muna að gæta.

Auglýsing

Kadeco fær aukið hlut­verk við ráð­stöfum lóða rík­is­ins

 

Í fjár­­laga­frum­varpi fyrir árið 2020 var lagt til að gengið yrði til samn­inga við Reykja­­nes­bæ, Suð­­ur­­nesjabæ og Isa­via ohf. um skipu­lag og þróun lands í nágrenni Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. „Jafn­­framt að ganga til samn­inga við Þró­un­­ar­­fé­lag Kefla­vík­­­ur­flug­vallar ohf. um umsjón og fjár­­­mögnum verk­efn­is­ins og um fyr­ir­komu­lag og ráð­­stöfun á lóðum og landi í eigu rík­­is­ins.“

Þró­un­­ar­­fé­lag­ið, sem heitir Kadeco, mun því fá aukið hlut­verk við ráð­­stöfun á lóðum og landi í eigu rík­­is­ins á svæð­inu við og í kringum Kefla­vík­­­ur­flug­­völl.

Kjarn­inn fjall­aði um málið í sept­em­ber síð­ast­liðnum en um umtals­verður við­­snún­­ingur er að ræða frá fyrri áformum um félag­ið, en til stóð að leggja það niður fyrir tveimur árum síð­­­an.

Stóð til að leggja starf­sem­ina niður

Kjarn­inn greindi frá því í lok júní 2017 að til stæði að leggja starf­­­­semi Kadeco niður í þeirri mynd sem það hafði starf­að. Skipt hafði verið um stjórn í félag­inu mán­uði áður og tekin hafði verið ákvörðun um að upp­­­­runa­­­­legu hlut­verki þess, að selja fast­­­­eignir á Ásbrú, væri lok­ið. Vilji væri þó að taka upp við­ræður við heima­­­­menn um hvernig væri hægt end­­­­ur­­­­skoða starf­­­­sem­ina með það í huga.

Bene­dikt Jóhann­es­­­son, þáver­andi fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði við Kjarn­ann að hann hefði lýst þess­­­­ari skoðun sinni á fundum með starfs­­­­fólki Kadeco í lok jún­­í­mán­að­ar 2017.

Umdeild skipun stjórn­ar­for­manns

Sum­­­arið 2018 var aftur á móti skip­aður nýr stjórn­­­ar­­for­­maður yfir Kadeco, Ísak Ernir Krist­ins­­son. Hann var til­­­nefndur í starfið af Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. Ísak var 24 ára þegar hann tók við starf­inu, starf­aði sem flug­­­þjónn hjá WOW air og stund­aði háskóla­­nám í við­­skipta­fræði. Hann hafði auk þess verið virkur í flokks­­starfi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins um ára­bil og gegnt trún­­að­­ar­­störfum í ung­l­inga­hreyf­­ingu flokks­ins. 

Ísak sagð­ist í sam­tali við RÚV skilja gagn­rýni á að svo ungur maður væri orð­inn stjórn­­­ar­­for­­maður í mik­il­vægu fyr­ir­tæki en laun stjórn­­­ar­­for­­manns á mán­uði eru 270 þús­und krón­­ur.

Þann 26. júní síð­­ast­lið­inn var svo skrifað undir vilja­yf­­ir­lýs­ingu um sam­­starf um skipu­lag, þró­un, hag­nýt­ingu og mark­aðs­­setn­ingu lands í nágrenni Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Undir hana skrif­uðu Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ásamt full­­trúum Isa­via, Reykja­­nes­bæjar og Suð­­ur­­nesja­bæj­­­ar. Í frétta­til­kynn­ingu sem Marta Jóns­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri Kadeco, sendi frá sér af þessu til­­efni kom fram að frá stofnun hefði Kadeco unnið mark­visst að því að laða að erlenda fjár­­­fest­ingu og alþjóð­­leg fyr­ir­tæki á svæðið sem félagið fer með.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent