Katrín segir skynsamlegt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka

Forsætisráðherra staðfestir að rætt hafi verið um væntanlegt söluferli á hlut í Íslandsbanka á vettvangi ráðherranefndar um efnahagsmál. Hún segir það ekki ríkisins að ákveða hverjir kaupa. Fjármála- og efnahagsráðherra vill selja að minnsta kosti 25%.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sölu á hlut í Íslands­banka ef það er tengt við það að nota ávinn­ing­inn í inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Þannig væri hægt að losa um eignir rík­is­ins og nýta það í þörf verk­efni. Vænt sölu­ferli Íslands­banka hefur þegar verið rætt á vett­vangi ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál, en í henni sitja auk Katrínar þau Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Katrín seg­ist leggja áherslu á að sölu­ferlið verði að vera opið og gagn­sætt. Það sé ekki rík­is­ins að ákveða hverjir kaupi ef til dæmis 25 pró­sent hlutur í  bank­anum verður seldur í gegnum skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að. „Það skiptir máli að það sé jafn­ræði á milli þeirra sem hafa áhuga.“

Íslenska ríkið á allt hlutafé í Íslands­banka og nán­ast allt í Lands­bank­an­um. Til stendur að selja hluta í Íslands­banka, en lengi hefur verið reynt að fá erlenda banka­stofn­un, helst nor­ræna, til að kaupa bank­ann í heild sinni. Eng­inn áhugi hefur reynst hjá þeim á því að kaupa íslenskan banka. 

Auglýsing
Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er fjallað um eign­ar­hald rík­is­ins á bönk­um. Þar segir að  fjár­­­mála­­kerfið eigi að vera traust og þjóna sam­­fé­lag­inu á hag­­kvæman og sann­­gjarnan hátt. „Eign­­ar­hald rík­­is­ins á fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum er það umfangs­­mesta í Evr­­ópu og vill rík­­is­­stjórnin leita leiða til að draga úr því.“ 

Lagt til að selja í gegnum markað

Í Hvít­­­­­bók um fram­­­­­tíð­­­­­ar­­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerfið, sem skilað var inn síðla árs 2018, var fjallað ítar­­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­­is­­­­­bönk­­­­­un­um, Lands­­­­­bank­­­­­anum og Íslands­­­­­­­­­banka, og var þar horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­­ur­­­­­skipu­­­­­leggja eign­­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­inu til fram­­­­­tíð­­­­­ar.

Greint var frá því í Mark­aðn­­um, fylg­i­­riti Frétta­­blaðs­ins um efna­hags­­mál og við­­skipti, í byrjun sept­­em­ber­mán­aðar í fyrra að í nýlegu gerðu minn­is­­­­blaði Banka­­­­sýsl­u rík­­is­ins, sem fer með hlut­ina í bönk­­unum fyrir hönd rík­­is­­sjóðs, væri lagt til að annað hvort ætti að selja að minnsta kosti 25 pró­­­­­sent hlut í Íslands­­­­­­­­­banka í hluta­fjár­­­­­út­­­­­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­­­anum með upp­­­­­­­­­boðs­­­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­­­­­mála­­­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­­­­­boð í hann. 

Banka­­­sýslan hefur ekki lagt það minn­is­­­blað enn fram opin­ber­­­lega. 

Bjarni vill hefja sölu­ferlið á kjör­tíma­bil­inu

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra opn­aði á málið á nýju í við­tali við Morg­un­blaðið í gær. Þar sagði hann að nú þegar að hag­­kerfið væri að kólna væri það kostur að losa um eign­­ar­hald rík­­is­ins í bönkum og nota fjár­­mun­ina sem fást út úr slíkri sölu í inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­ar. Ólík­legt væri, miðað við verð­mat mark­að­ar­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum að fullt bók­fært verð, sem er yfir 170 millj­arðar króna, feng­ist fyrir hlut í Íslands­banka. Það er engu að síður rétt að mínu mati að losa um eign­­ar­haldið í skrefum og 25 pró­­sent hlutur í bank­­anum er tuga millj­­arða króna virði. Þá fjár­­muni ættum við að nýta til arð­­bærra fjár­­­fest­inga í inn­við­u­m.“

Í auka­blaði Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem ber nafnið „Á réttri leið“ og var dreift í aldreif­ingu með Morg­un­blað­inu í morg­un, sagði Bjarni að sala á 25 til 50 pró­sent hlut í Íslands­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­færi til fjár­fest­inga. „Á und­an­förnum árum hefur mikið verið rætt um gjald­töku til að fjár­magna sam­göngu­bætur og það er skilj­an­legt, vegna þess að við þurfum að hraða fram­kvæmd­um, en nær­tæk­ari leið er að losa um þessa verð­mætu eign og afmarka gjald­töku í fram­tíð­inni við stærri fram­kvæmdir á borð við Sunda­braut, Hval­fjarð­ar­göng og aðra ganga­gerð. Núna er góður tími til að huga að átaki í þessum efn­um, efna­hags­lífið er til­búið fyrir opin­berar fram­kvæmd­ir.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni talar á þessum nótum á kjör­­tíma­bil­inu. Hann hefur þvert á móti ítrekað sagt að hann sé þeirrar skoð­unar að hann vilji hefja sölu­­ferli á hlut rík­­is­ins í rík­­is­­bönk­­un­um, Íslands­­­banka og Lands­­banka, á þessu kjör­­tíma­bili, en því lýkur vænt­an­­lega næsta vor. Bjarni vill þó halda eftir minn­i­hluta­­eign í Lands­­bank­an­­um. Í sept­­em­ber sagði Bjarni til að mynda að hann von­að­ist til að sölu­­ferlið gæti haf­ist á næstu vik­­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent