Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila

Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Sam­herji vinnur nú að því að gera Heinaste út í Namibíu og er unnið að því að finna við­eig­andi lausnir í sam­ráði við namibísk stjórn­völd. Að minnsta kosti tíma­bundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í land­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­herja sem birt­ist í dag.

Þá seg­ist fyr­ir­tækið leggja ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafn­ar­með­limum skips­ins, namibísku sam­fé­lagi og minni­hluta­eig­endum eign­ar­halds­fé­lags Heinaste.

Arn­grímur Brynj­­­ólfs­­­son skip­­­stjóri á skip­inu Heina­­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­­íu, var dæmdur í gær til að greiða 7,9 millj­­ónir króna í sekt eða sæta tólf ára fang­els­is­vist vegna ólög­­legra veiða, að því er fram kom í frétt The Namibian Sun. Kröfu ákæru­­valds­ins um að fá að leggja hald á fiski­­skipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur kyrr­­setn­ingu skips­ins verið aflétt.

Auglýsing

Sam­stæðan hefur óveru­legra hags­muna að gæta í land­inu

Í til­kynn­ingu Sam­herja kemur fram að fyr­ir­tækið hafi um nokkra hríð unnið að því að draga úr starf­semi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í land­inu en frá því hefur áður verið greint í fjöl­miðl­um.

„Nú er svo komið að sam­stæðan hefur óveru­legra hags­muna að gæta í land­inu miðað við umfang starf­sem­innar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lög­sögu und­an­farið ár, Geys­ir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verk­smiðju­togar­ann Heina­ste,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, segir við til­efnið það vera mjög ánægju­legt að mál vegna skips­ins Heinaste og skip­stjóra þess hafi verið leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á mið­viku­dag. Þetta skapi ný tæki­færi í rekstri skips­ins og vilji fyr­ir­tækið að þau verði nýtt í Namib­íu.

Fréttir af sjó­mönnum í óvissu

Fram kom í fjöl­miðlum þann 3. febr­úar að Geys­ir, skip í eigu Sam­herja sem verið hefur verið veiðar í Namib­­íu, hefði verið siglt frá Namib­­íu. The Namibian Sun greindi frá því í Twitt­er-­­færslu að skipið hefði yfir­­­gefið landið og skilið yfir 100 sjó­­menn eftir í óvissu. Mið­ill­inn hélt því fram að sjó­­menn­irnir hefðu ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­­lýs­ingar feng­just að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veið­i­­kvóta.

Á föst­u­dag­inn í síð­ustu viku var greint frá því í mið­l­inum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótt­­ur­­fé­lags Sam­herja á Kýpur og hefur um ára­bil veitt hrossa­­makríl í lög­­­sögu Namib­­íu, hefði fyr­ir­vara­­laust siglt frá land­inu. Þá fengu sjó­­menn­irnir á Sögu, sem eru um 120 tals­ins, sms-skila­­boð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanarí­eyja í við­­gerð.

Sam­kvæmt Sam­herja er skipið Saga sem stendur á leið í slipp vegna tíma­bærs við­halds og lag­fær­inga sem hefðu staðið til lengi. Geysir er sem stendur við veiðar í Márit­aníu þar sem ekk­ert af dótt­ur­fyr­ir­tækjum Sam­herja fékk úthlutað kvóta fyrir skipið í Namib­íu.

Segj­ast ætla að standa við skuld­bind­ingar sínar

Í yfir­lýs­ing­unni kemur jafn­framt fram að áður en Sam­herj­a­sam­stæðan muni alfarið hætta starf­semi í Namibíu muni dótt­ur­fyr­ir­tæki sam­stæð­unnar í land­inu upp­fylla allar skyldur gagn­vart skip­verjum sem hafa unnið fyrir þessi fyr­ir­tæki. Full­trúar Sam­herja hafi fundað með þeim sjó­mönnum sem eiga í hlut og full­trúum stétt­ar­fé­laga þeirra. Sam­herji muni leit­ast við að veita eins mörgum þeirra áfram­hald­andi vinnu og mögu­legt sé. Þá einkum þeim sem tengj­ast Heinaste.

„Eins og áður hefur komið fram munu fyr­ir­tækin sem um ræðir standa við skuld­bind­ingar sínar gagn­vart öllum starfs­mönnum í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur,“ segir Björgólf­ur.

„Röngum upp­lýs­ingum verið dreift um eðli starf­semi Sam­herja í land­inu“

Að lokum kemur fram hjá Sam­herja að und­an­farið ár hafi fyr­ir­tækið unnið fulln­að­ar­sigur fyrir namibískum dóm­stólum í deilu­málum gagn­vart þar­lendum samn­ings­að­ilum sam­stæð­unn­ar.

„Und­an­farna mán­uði hafa sumir þess­ara aðila reynt að not­færa sér ásak­anir á hendur Sam­herja í áróð­urs­skyni til fram­dráttar sínum mál­stað. Í tengslum við slíka her­ferð hefur röngum upp­lýs­ingum verið dreift um eðli starf­semi Sam­herja í land­inu. Sam­herj­a­sam­stæðan hyggst ekki leiða ágrein­ing um slíkt til lykta á opin­berum vett­vangi og mun gæta hags­muna sinna vegna samn­ings­bund­inna atriða eftir þar til bærum leið­um. Það er mat Sam­herja að sam­stæðan hafi staðið við, eða sé við það að standa við, allar skuld­bind­ingar sínar í Namib­íu.

Allar ákvarð­an­ir, sem tengj­ast því að Sam­herji er að hætta rekstri í Namib­íu, verða teknar í nánu sam­ráði við þar til bær stjórn­völd. Greint verður opin­ber­lega frá fram­vindu máls­ins jafn­óð­u­m,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent