Segjast ætla að leigja út Heinaste til namibískra aðila

Samherji vinnur nú að því að gera skipið Heinaste út í Namibíu og er, samkvæmt fyrirtækinu, nú unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld.

Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Björgólfur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson
Auglýsing

Samherji vinnur nú að því að gera Heinaste út í Namibíu og er unnið að því að finna viðeigandi lausnir í samráði við namibísk stjórnvöld. Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja sem birtist í dag.

Þá segist fyrirtækið leggja ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste.

Arn­grímur Brynj­­ólfs­­son skip­­stjóri á skip­inu Heina­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­íu, var dæmdur í gær til að greiða 7,9 millj­ónir króna í sekt eða sæta tólf ára fang­els­is­vist vegna ólög­legra veiða, að því er fram kom í frétt The Namibian Sun. Kröfu ákæru­valds­ins um að fá að leggja hald á fiski­skipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi. Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur kyrr­setn­ingu skipsins verið aflétt.

Auglýsing

Samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu

Í tilkynningu Samherja kemur fram að fyrirtækið hafi um nokkra hríð unnið að því að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það fyrir augum að hætta rekstri í landinu en frá því hefur áður verið greint í fjölmiðlum.

„Nú er svo komið að samstæðan hefur óverulegra hagsmuna að gæta í landinu miðað við umfang starfseminnar áður. Af þeim þremur skipum sem hafa stundar veiðar í namibískri lögsögu undanfarið ár, Geysir, Heinaste og Saga, er aðeins eitt eftir í Namibíu og er þar um að ræða verksmiðjutogarann Heinaste,“ segir í yfirlýsingunni.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir við tilefnið það vera mjög ánægjulegt að mál vegna skipsins Heinaste og skipstjóra þess hafi verið leitt til lykta fyrir dómi í Namibíu á miðvikudag. Þetta skapi ný tækifæri í rekstri skipsins og vilji fyrirtækið að þau verði nýtt í Namibíu.

Fréttir af sjómönnum í óvissu

Fram kom í fjölmiðlum þann 3. febrúar að Geys­ir, skip í eigu Sam­herja sem verið hefur verið veiðar í Namib­íu, hefði verið siglt frá Namib­íu. The Namibian Sun greindi frá því í Twitt­er-­færslu að skipið hefði yfir­gefið landið og skilið yfir 100 sjó­menn eftir í óvissu. Miðillinn hélt því fram að sjó­menn­irnir hefðu ekki fengið að vita neitt í aðdrag­anda þess að skipið sigldi á brott utan þess að þær upp­lýs­ingar feng­just að það myndi snúa til baka þegar það fengi úthlutað nýjum fisk­veiði­kvóta.

Á föstu­daginn í síðustu viku var greint frá því í miðl­inum New Era að skipið Saga, sem siglir undir merkjum dótt­ur­fé­lags Sam­herja á Kýpur og hefur um ára­bil veitt hrossa­makríl í lög­sögu Namib­íu, hefði fyr­ir­vara­laust siglt frá land­inu. Þá fengu sjó­menn­irnir á Sögu, sem eru um 120 tals­ins, sms-skila­boð um að þeir þyrfti að sækja eigur sínar um borð án tafar vegna þess að skipið væri á leið til Kanarí­eyja í við­gerð.

Samkvæmt Samherja er skipið Saga sem stendur á leið í slipp vegna tímabærs viðhalds og lagfæringa sem hefðu staðið til lengi. Geysir er sem stendur við veiðar í Máritaníu þar sem ekkert af dótturfyrirtækjum Samherja fékk úthlutað kvóta fyrir skipið í Namibíu.

Segjast ætla að standa við skuldbindingar sínar

Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að áður en Samherjasamstæðan muni alfarið hætta starfsemi í Namibíu muni dótturfyrirtæki samstæðunnar í landinu uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þessi fyrirtæki. Fulltrúar Samherja hafi fundað með þeim sjómönnum sem eiga í hlut og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Samherji muni leitast við að veita eins mörgum þeirra áframhaldandi vinnu og mögulegt sé. Þá einkum þeim sem tengjast Heinaste.

„Eins og áður hefur komið fram munu fyrirtækin sem um ræðir standa við skuldbindingar sínar gagnvart öllum starfsmönnum í samræmi við gildandi lög og reglur,“ segir Björgólfur.

„Röngum upplýsingum verið dreift um eðli starfsemi Samherja í landinu“

Að lokum kemur fram hjá Samherja að undanfarið ár hafi fyrirtækið unnið fullnaðarsigur fyrir namibískum dómstólum í deilumálum gagnvart þarlendum samningsaðilum samstæðunnar.

„Undanfarna mánuði hafa sumir þessara aðila reynt að notfæra sér ásakanir á hendur Samherja í áróðursskyni til framdráttar sínum málstað. Í tengslum við slíka herferð hefur röngum upplýsingum verið dreift um eðli starfsemi Samherja í landinu. Samherjasamstæðan hyggst ekki leiða ágreining um slíkt til lykta á opinberum vettvangi og mun gæta hagsmuna sinna vegna samningsbundinna atriða eftir þar til bærum leiðum. Það er mat Samherja að samstæðan hafi staðið við, eða sé við það að standa við, allar skuldbindingar sínar í Namibíu.

Allar ákvarðanir, sem tengjast því að Samherji er að hætta rekstri í Namibíu, verða teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld. Greint verður opinberlega frá framvindu málsins jafnóðum,“ segir í yfirlýsingunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent