„Heið­ar­legra hefði verið fyrir stjórn­ina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð“

Björn H. Halldórsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna brotthvarfs úr starfi framkvæmdastjóra Sorpu.

Auglýsing
Björn H. Halldórsson
Björn H. Halldórsson

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sorpu segir að nið­ur­staða stjórn­ar­innar fyrr í dag, um að segja honum upp, sé honum mikil von­brigði enda sé ekk­ert út á störf hans að setja. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem Björn H. Hall­dórs­son sendi frá sér í dag.

„Upp­sögn­inni virð­ist því einkum ætlað að varpa athygl­inni frá ábyrgð stjórnar á þeirri áætl­ana­gerð SORPU bs. sem er til umræð­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Hann telur að heið­ar­legra hefði verið fyrir stjórn­ina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á hann. 

Fram kom í fréttum í dag að stjórn Sorpu hefði ákveðið að segja upp Birni með sex mán­aða upp­­sagn­­ar­fresti sam­­kvæmt ráðn­­ing­­ar­­samn­ingi.

Í til­kynn­ingu frá stjórn­inni segir að þessi ákvörðun eigi sér meðal ann­­ars stoð í nýlegri skýrslu innri end­­ur­­skoð­unar Reykja­vík­­­ur­­borgar um stjórn­­­ar­hætti og áætl­­un­­ar­­gerð vegna gas- og jarð­­gerð­­ar­­stöðvar þar sem meðal ann­­ars voru gerðar alvar­­legar athuga­­semdir við störf og upp­­lýs­inga­­gjöf fram­­kvæmda­­stjóra og gerð kostn­að­­ar­á­ætl­­ana.

Auglýsing

Yfirlýsing Björns H. Halldórssonar vegna brotthvarfs úr starfi framkvæmdastjóra SORPU

Nið­ur­staða stjórnar SORPU bs. fyrr í dag, um að segja mér upp starfi fram­kvæmda­stjóra er mér mikil von­brigði enda er ekk­ert út á störf mín að setja. Upp­sögn­inni virð­ist því einkum ætlað að varpa athygl­inni frá ábyrgð stjórnar á þeirri áætl­ana­gerð SORPU bs. sem er til umræðu.

Póli­tísku „handafli“ beitt við gerð kostn­að­ar­á­ætl­unar

Stað­reyndin er sú að ákvörðun um bygg­ingu gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar­innar í Álfs­nesi var ákveðin af stjórn SORPU bs. sam­kvæmt fyr­ir­mælum frá eig­enda­fundi SORPU bs. á grund­velli kostn­að­ar­á­ætl­unar sem stjórn og eig­endur útbjuggu sjálfir út frá eigin for­send­um. Ég sam­þykkti ekki þessa kostn­að­ar­á­ætlun og gerði ekki til­lögu um hana. Þetta kemur allt skýrt fram í fund­ar­gerð­um.

Þessi ákvörðun var því tekin með póli­tísku „handafli“ til að tryggja að fram­kvæmdir hæfust sem fyrst og án til­lits til óvissu um kostn­að, en sú óvissa hlaut reyndar alltaf að verða umtals­verð með hlið­sjón af flækju­stigi þess­arar ein­stæðu fram­kvæmd­ar. Þessi ákvörðun helg­að­ist að mínu viti af ríkri kröfu um að upp­bygg­ingu stöðv­ar­innar og tengdum fram­kvæmdum væri lokið fyrir árs­lok 2020.

Virð­ist mögu­lega sem stjórn­ar­menn og eig­endur SORPU bs. hafi hér ætlað sér að skáka í því skjóli að fram­kvæmdum yrði lokið tals­vert fyrir næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2022. Kjós­endur væru því ólík­legir til að minn­ast máls­ins þegar þar að kem­ur. Telji ein­hver vafa leika á hvar ábyrgðin liggur má auk þessa vísa til þess að skýrt kemur fram í eig­enda­stefnu SORPU að áhættu­mat í tengslum við lán­tökur sé á ábyrgð og hendi stjórn­ar­manna. Sú ábyrgð er því ekki fram­kvæmda­stjóra.

Stjórn hafði allar upp­lýs­ingar

Ég er bor­inn þeirri fjar­stæðu að hafa leynt stjórn upp­lýs­ingum um greiðslu­á­ætl­an­ir. Sú stað­hæf­ing er studd af hálfu innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar með áætlun frá verk­fræði­stofu sem ég sá aldrei og jafn­vel eng­inn starfs­maður SORPU ef út í það er far­ið. Sýnir það hversu hroð­virkn­is­lega hefur verið staðið að rann­sókn máls.

Stjórn SORPU var síðan eða mátti vera kunn­ugt á öllum stigum máls um nákvæman kostnað sem til var fall­inn vegna verk­efn­is­ins allt frá árinu 2012. Þessar upp­lýs­ingar lágu fyrir í bók­haldi SORPU, voru hluti end­ur­skoð­un­ar­skýrslu sem fylgdi árs­reikn­ingi 2018 og lögð var fyrir stjórn 1. mars 2019. Þá hafa þær legið fyrir í fyrn­ing­ar­skýrslum frá upp­hafi. Öll þessi gögn voru stjórn að sjálf­sögðu aðgengi­leg.

Til­raun stjórnar til að bera fyrir sig van­mátt vegna manna­breyt­ingar í stjórn er óásætt­an­leg. Nýir stjórn­ar­menn fá aðgang að öllum upp­lýs­ingum um SORPU, öllum stjórn­ar­fund­ar­gerðum og gögnum sem lögð hafa verið fram á stjórn­ar­fundum auk þess sem öllum fyr­ir­spurnum þeirra er sinnt. Skylda stjórn­ar­manna sjálfra er að sjálf­sögðu að kynna sér þessi gögn og afla sér þeirrar vit­neskju um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sem þeir telja sig þurfa.

Hafi stjórn­ar­menn kastað til hend­inni, verið van­máttugir til að axla skyldur sínar eða van­rækt þær af öðrum ástæðum geta þeir ekki kennt mér um.

Innri end­ur­skoð­andi van­hæfur vegna fjöl­skyldu­tengsla

Skýrsla innri end­ur­skoð­anda Reykja­vík­ur­borgar gagn­rýnir mín störf en tekur ekk­ert til­lit til þess að stjórn og eig­enda­fundur útbjuggu kostn­að­ar­á­ætl­un­ina. Þá byggir skýrslan á röngum stað­hæf­ingum og álykt­unum í veiga­miklum atriðum og er ómark­tæk í heild sinni. Með skýrsl­unni er því ómak­lega vegið að fag­legu starfi SORPU en ég full­yrði, að ég og allir starfs­menn SORPU hafi kapp­kostað í störfum sínum að gæta hags­muna fyr­ir­tæk­is­ins og almenn­ings í öllu til­liti.

Ég kann engar skýr­ingar á því hversu illi­lega innri end­ur­skoð­andi hrapar að röngum nið­ur­stöðum sín­um. Hitt er þó ljóst að hann var ber­sýni­lega van­hæfur til þess að fram­kvæma þessa rann­sókn enda er móð­ur­bróðir hans stjórn­ar­maður íslenska gáma­fé­lags­ins hf.

Það félag er einn helsti keppi­nautur SORPU og hefur haft alveg sér­stakt horn í síðu SORPU svo árum skipt­ir. Meira að segja vann félagið gegn því að útboð vegna jarð- og gas­gerð­ar­stöðv­ar­innar færu fram í eðli­legum takti.

Hlut­drægni innri end­ur­skoð­anda birt­ist m.a. í því að skýrsla hans er í beinni mót­sögn við yfir­lýstar skoð­anir hans sjálfs. Í nýlegri skýrslu frá mars 2019 um verk­legar fram­kvæmdir og inn­kaupa­mál hjá Reykja­vík­ur­borg, þegar innri end­ur­skoð­and­inn rétt­lætti meðal ann­ars 79% fram­úr­keyrslu við Mat­höll­ina við Hlemm (í sam­an­burði við kostn­að­ar­á­ætlun um full­hannað mann­virki), segir á bls. 16:

„Í fjöl­miðlaum­fjöllun um kostnað vegna mann­virkja­gerðar er kostn­aður oft mið­aður við frum­kostn­að­ar­á­ætlun sem er algjör­lega óraun­hæft því miða skal við kostn­að­ar­á­ætlun um full­hannað mann­virki.“

Svo virð­ist sem end­ur­skoð­and­inn hafi með öllu gleymt þess­ari skoðun sinni við mat á áætl­ana­gerð SORPU. Nær­tækt er því að álykta að end­ur­skoð­and­inn hafi blind­ast af sér­hags­munum móð­ur­bróður síns við gerð skýrsl­unn­ar.

Harma nið­ur­stöðu

Aðdrag­andi og með­ferð stjórnar á mál­inu gegn mér var öll í skötu­líki. Mér var í upp­hafi árs til­kynnt að minna starfs­krafta væri ekki lengur ósk­að. Fyrst þegar sú nið­ur­staða lá fyrir var mér veitt lög­bundið tæki­færi til and­mæla og þá aðeins í orði kveðnu. Frestur til and­mæla var óhóf­lega naumt skammt­aður og ég fékk ekki afhent öll gögn máls eins og ég á rétt til. Ásetn­ingur stjórn­ar­innar að ganga gegn rétti mínum var því ein­beitt­ur.

Ég harma þá nið­ur­stöðu sem er nú orðin í máli þessu með minni upp­sögn. Heið­ar­legra hefði verið fyrir stjórn­ina að líta í eigin barm og axla sjálf ábyrgð, frekar en að freista þess að varpa henni á mig.

12 febr­úar 2020

Björn H. Hall­dórs­son

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent