Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um setningu tveggja embætta dómara við Landsrétt sem auglýst voru laus til umsóknar 20. desember 2019.
Niðurstaða dómnefndar er að Ása Ólafsdóttir, prófessor, sé hæfust umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt. Næst henni koma, jafnsett, Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir, bæði héraðsdómarar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnvalda.
Umsóknarfrestur var til 6. janúar 2020. Alls bárust 8 umsóknir um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.
Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.