„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat

Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.

Fossinn Rjúkandi
Fossinn Rjúkandi
Auglýsing

Til stendur að land ofan fyr­ir­hug­aðs virkj­un­ar­svæð­is Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi fái notið hverf­is­verndar vegna nálægðar við Dranga­jök­ul. Svæðið yrði rúm­lega 10.000 hekt­arar að stærð. Innan þess er að finna nokkuð magn stein­gerv­inga. Þeir finn­ast einnig utan hins fyr­ir­hug­aða vernd­ar­svæðis og njóta verndar sem slíkir sam­kvæmt lög­um.

Þetta kemur fram í skipu­lags-  og mats­lýs­ingu vegna fyr­ir­hug­aðrar breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi hrepps­ins og í svörum til Kjarn­ans frá Vest­ur­verki sem áformar að reisa virkj­un­ina. ­Skipu­lags- og mats­lýs­ingin var nýlega aug­lýst en frestur til að skila ­at­huga­semdum rann út 19. febr­ú­ar. 

Í umsögn Land­verndar um lýs­ing­una kemur fram að „hverf­is­vernd utan um ein­staka minjar við hlið ákvörð­unar um risa­vaxna eyði­legg­ingu nátt­úru­verð­mæta er ekki svæð­inu til fram­drátt­ar“. Sam­tökin segja að skýrt hafi komið fram að svæðið allt þarfn­ist vernd­ar. „Sveit­ar­fé­lag­ið er því hvatt til að hlusta á ráð­legg­ingar inn­lendra og erlendra sér­fræð­inga og ­stöðva eyði­legg­ing­una á ómet­an­legum nátt­úru­verð­mætum innan marka sveit­ar­fé­lags­ins.“

Auglýsing

Hval­ár­virkjun er fyr­ir­huguð á svæði sem nú er óbygg­t víð­erni. Með henni yrði rennsli Hvalár, Rjúkanda og Eyvind­ar­fjarð­arár virkj­að ­með miðl­un­ar­lónum á Ófeigs­fjarð­ar­heiði, aðrennsl­is­göngum niður í Ófeigs­fjörð, ­stöðv­ar­húsi neðan Strand­ar­fjalla og útrás í Hvalá. Gert er ráð fyrir að upp­sett afl virkj­un­ar­innar verði 55 MW og árs­fram­leiðsla 320 GWh/a.

Helstu þættir aðal­skipu­lags­breyt­ing­anna sem standa fyrir dyrum eru breytt umfang virkj­un­ar­inn­ar og tengdra fram­kvæmda. Meðal ann­ars er áformað að setja inn ákvæði þar sem skil­greindar eru fimm stíflur til mynd­unar miðl­un­ar­lóna: Rjúkanda­stífla í Rjúkanda og Vatna­lauta­stífla í Hvalá myndi Vatna­lauta­lón, Hvalár­vatns­stífla í Neðra-Hvalár­vatni og Dag­verð­ar­dals­stífla í Efra-Hvalár­vatni myndi Hvalár­lón og Eyvind­ar­fjarð­ar­vatns­stífla ­myndi Eyvind­ar­fjarð­ar­lón í Neðra-Ey­vind­ar­fjarð­ar­vatni.

Gera verði nýtt umhverf­is­mat

Í umsögn Land­verndar við skipu­lags- og mats­lýs­ing­una kem­ur fram að sam­tökin telja að breyt­ingar á fram­kvæmd­inni Hval­ár­virkjun sem þar er greint frá séu svo stór­tækar að gera verði nýtt umhverf­is­mat fram­kvæmda vegna þeirra. „Hér­ er um að ræða alveg nýtt land­töku­svæð­i/höfn í óspilltri nátt­úru, mikla stækk­un ­starfs­manna­búða, nýtt mann­virki („gesta­stofu“) við­bót­ar­vegi og fjölda nýrra ­náma. Þá verður fyr­ir­hug­uðum lón­um breytt og stíflu­garðar hækka (þó það sé ekki tekið fram í skýrsl­unn­i).“

Land­vernd minnir í umsögn sinni á álit Skipu­lags­stofn­unar á fyr­ir­liggj­and­i um­hverf­is­mat Hval­ár­virkj­unar hafi verið virkj­un­inni mjög óhag­fellt, „þar sem eng­inn þeirra þátta sem metnir voru, voru taldir hafa jákvæð áhrif en þrír af þeim þáttum sem voru metnir taldir hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.“ Ekki sé gerð ­grein fyrir þessu í mats­lýs­ing­unni.

Fossinn Drynjandi í Hvalá. Mynd:Landvernd

Þá bendir Land­vernd á að í kafla um eign­ar­hald á landi sem færi undir virkj­un­ina sé ekk­ert minnst á landa­merkja­deilur sem nú standa um vatna­svið það sem Hval­ár­virkjun myndi taka til. „Þessar deilur gætu ráðið úrslitum um útfærslu, áhrif og afdrif virkj­un­ar­innar og því eðli­legt að geta þeirra.“

Hvalá í Ófeigs­firði á upp­tök á Ófeigs­fjarð­ar­heiði ofan við Nyrðra-Vatna­lauta­vatn og rennur þaðan í gegnum Nyrðra-Vatna­laut­ar­vatn og Neðra-Hvalár­vatn til sjáv­ar. Vatna­svið Hvalár, sem hefur afrennsli af Ó­feigs­fjarð­ar­heiði, nær allt norður til suð­ur­enda Dranga­jök­uls og suður að vatna­skilum við Selá í Stein­gríms­firði og er ós hennar skammt frá bæj­ar­hús­um­ Ó­feigs­fjarð­ar. Eyvind­ar­fjarð­ar­vötn eiga vatna­svið upp að suð­aust­ur­enda Dranga­jök­uls.

Frið­lýs­ing­ar­til­laga enn í ferli hjá Umhverf­is­stofnun

Vorið 2018 lagði Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands til að Dranga­jök­ull og nágrenni hans yrði frið­lýst. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kom ­meðal ann­ars fram að á svæð­inu væri til­komu­mikið lands­lag mótað af jöklum ísald­ar­ og þar væru fyrir hendi mjög virk land­mót­un­ar­ferli og lit­fögur set- og hraun­lög. Telur stofn­unin að Dranga­jök­ul­svíð­erni hafi hátt vís­inda­legt gild­i, ­sér­stak­lega vegna jök­ul­sögu og  forn­lofts­lags­sögu lands­ins. Frið­lýs­ing­ar­til­lagan er enn til með­ferðar hjá Umhverf­is­stofn­un.

Land­vernd telur það mjög alvar­legan ágalla á skipu­lags- og ­mats­lýs­ing­unni að í kafla um ný gögn sé  sé ekki getið um frið­lýs­ing­ar­til­lög­u ­Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands og skýrslu Alþjóð­legu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna, I­UCN, þar sem segir að virkjun myndi valda veru­legum breyt­ingum á vatnaf­ari, hafa nei­kvæð áhrif á lands­lag, nátt­úru­legan breyti­leika og nátt­úru­lega ferla.

­Nið­ur­stöður nýrrar forn­lofts­lags­rann­sóknar sem gerð var við Dranga­jök­ul­ benda til þess að með áfram­hald­andi hlýnun gæti jök­ull­inn horfið eða verið um það bil að hverfa um árið 2050. Þá eru líkur á að hita­stig verði orðið það sama og það var fyrir um 9000 árum er for­veri hans á svæð­inu hvarf. Aðal­höf­und­ur ­rann­sókn­ar­inn­ar, forn­lofts­lags­fræð­ing­ur­inn David John Harn­ing, benti í sam­tal­i við Kjarn­ann á að nið­ur­stöð­urnar gætu nýst stjórn­völdum til stefnu­mót­un­ar, til­ ­dæmis þegar komi að fyr­ir­hug­uðum vatns­afls­virkj­un­um.

Bráðnun jök­uls­ins mun ekki hafa áhrif

Það er mat Vest­ur­verks að bráðnun Dranga­jök­uls muni ekki hafa áhrif á vinnslu­getu Hval­ár­virkj­unar þar sem hún myndi fyrst og fremst nýta ­rennsli í dragám á svæð­inu. Gera megi ráð fyrir lít­ils­háttar jök­ul­vatni í ár­far­vegi sem leiðir að Eyvind­ar­fjarð­ar­lóni en það myndi enga þýð­ingu hafa fyr­ir­ vatns­bú­skap virkj­un­ar­inn­ar. Ekk­ert jök­ul­vatn finnst í Hvalá eða Rjúkanda, seg­ir í svörum Birnu Lár­us­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Vest­ur­verks, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.  

Drangajökull hvarf fyrir 9.000 árum er hitastig var jafn hátt og það verður um árið 2050.  Mynd: Jutta Würth

Birna bendir á að dragár séu bergvatnsár sem mynd­ist smá­m ­saman þegar yfir­borðs­vatn í lækjum leitar sam­eig­in­legs far­vegs. „Mögu­legt hvarf Dranga­jök­uls mun því hafa óveru­leg eða engin nei­kvæð áhrif á Hval­ár­virkj­un,“ ­skrifar Birna. Hún segir sömu sögu að segja hvað Skúfna­vatna­virkj­un, sem Vest­ur­verk áformar einnig á svæð­inu, varð­ar. „Hverfi jök­ull­inn mun áfram rigna og snjóa í fjöll og úrkoman mun því skila sér í sama mæli til virkj­un­ar­inn­ar. ­Jafn­vel gæti hvarf jök­uls­ins gert það að verkum að rennsli til virkj­an­anna eykst.“

Í skipu­lags- og mats­lýs­ing­unni kemur fram að mark­mið ­fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar sé að auka fram­leiðslu raf­orku innan Vest­fjarða og um leið bæta afhend­ingar­ör­yggi þar. Stefnt er að því að tengja hana ­flutn­ings­net­inu með jarð­streng yfir Ófeigs­fjarð­ar­heiði og í nýjan tengi­punkt ­sem Lands­net myndi reisa í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Þaðan yrði raf­magnið flutt með­ ­loft­línum yfir Kolla­fjarð­ar­heiði og að Vest­ur­línu.

Ferlið of stutt á veg komið

„Á þessu stigi getur eng­inn full­yrt hvert orkan úr Hvalá verður á end­anum seld enda ferlið allt of stutt á veg komið til þess,“ segir í svörum frá Vest­ur­verki um þetta atriði. Þar kemur fram að und­ir­rituð hafi ver­ið vilja­yf­ir­lýs­ing um sölu á 10 MW til Íslenska kal­þör­unga­fé­lags­ins, sem ­fyr­ir­hugar að reisa kal­þör­unga­verk­smiðju í Súða­vík. Mögu­lega verði orku­þörf verk­smiðj­unnar meiri þegar fram í sæki. Þá er bent á að stór áform séu uppi um ­upp­bygg­ingu í fisk­eldi á norð­an­verðum Vest­fjörðum sem muni kalla á meiri orku en fáan­leg er á svæð­inu í dag. Þess utan horfi vest­firsk sveit­ar­fé­lög og at­vinnu­líf til orku­skipta, til dæmis í tengslum við sjáv­ar­út­veg og mót­töku ­skemmti­ferða­skipa.

Í svörum Vest­ur­verks kemur fram að öll orka sem unnin yrði í Hvalá mun renna inn á raf­orku­kerfi Vest­fjarða í gegnum Vest­ur­línu og þaðan út á meg­in­flutn­ings­kerfið ef hún nýt­ist ekki öll innan svæð­is­ins. Það sem ekki myndi nýt­ast á Vest­fjörðum myndi nýt­ast í mið­læga raf­orku­kerf­inu óháð því hver kaup­and­i orkunnar yrði og hvar hann yrði stað­sett­ur.  „Miðað við ýmis spenn­andi fram­tíð­ar­á­form í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á Vest­fjörðum þá gerir Vest­ur­verks sér vonir um að selja strax í upp­hafi væn­an s­kerf orkunnar til Vest­fjarða,“ segir í svörum Vestu­verks.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent