Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla

Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.

Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

End­ur­greiðslu­hlut­fall á rist­jórn­ar­kostn­aði einka­rek­inna fjöl­miðla á að hækka úr 18 í 20 pró­sent, slakað verður á kröfum um útgáfu­tíðni til að mæta sjón­ar­miðum hér­aðsmiðla og miðlar sem skrifa efni sem fellur undir mik­il­væga lýð­ræð­is­lega umræðu á öðrum tungu­málum en íslensku verða styrkja­hæf­ir. Þá mun heim­ild til að fela þriðja aðila umsýslu vegna útgreiðslu end­ur­greiðslna til fjöl­miðla fær­ast frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra til fjöl­miðla­nefnd­ar. 

Þetta er meðal þess sem lagt er til ígrein­ar­gerð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um umsagnir við frum­varp til laga sem á að koma á stuðn­ings­kerfi við einka­rekna fjöl­miðla sem nýverið var birt á vef Alþing­is. Frum­varpið er nú til með­ferðar hjá alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og sér­fræð­ingar ráðu­neyt­is­ins, sem unnu grein­ar­gerð­ina, komu á fund hennar í dag til að gera grein fyrir breyt­ing­ar­til­lög­un­um. 

Þurfa að ákveða hvernig eigi að skipta 400 millj­ónum

Frum­varpið hefur átt margra ára aðdrag­anda. Það var kynnt í sam­ráðs­­gátt í jan­úar 2019 og því var fyrst dreift á Alþingi 20. maí sama ár. Ekki náð­ist hins vegar að mæla fyrir því fyrr en 16. des­em­ber sama ár. Það hefur nú verið til með­ferðar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd í rúma tvo mán­uði.

Auglýsing
Fyrir liggur að 400 millj­ónir króna hafa verið teknar til hliðar á þegar sam­þykktum fjár­lögum árs­ins 2020 til að standa straum af kostn­aði rík­is­sjóðs vegna end­ur­greiðsln­anna. Þær eiga sam­kvæmt frum­varp­inu að vera ann­ars vegar hlut­falls­legar end­ur­greiðslur vegna rit­stjórn­ar­kostn­aðar upp að 50 milljón króna þaki. Til við­bótar var bætt við, einnig að kröfu þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svoköll­uðum sér­stökum stuðn­ingi. Í honum felst að end­ur­greiða 4,0 pró­sent af launum alls starfs­fólk á rit­stjórn sem fellur undir það sem var í fyrra lægra skatt­þrep tekju­stofna. Hinn sér­staki stuðn­ingur fer nær allur til fjöl­menn­ustu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins: Árvak­urs, Torgs og Sýn­ar. 

Ekki er til­greint sér­stak­lega í frum­varp­inu hversu mikið af 400 millj­ón­unum eigi að fara í end­ur­greiðslur á rit­stjórn­ar­kostn­aði og hversu mikið eigi að fara í sér­staka stuðn­ing­inn við stóru fjöl­miðl­anna. Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið leggur til að það verði til­greint í nefnd­ar­á­liti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar hvernig þessum greiðslum skuli skipt og að sér­staki stuðn­ing­ur­inn verði greiddur af launum upp að öðru skatt­þrepi, í ljósi þess að nýju lægra skatt­þrepi var bætt við hér­lendis um síð­ustu ára­mót. 

Mæta hér­aðsmiðlum og ein­yrkjum

Af grein­ar­gerð­inni að dæma er ljóst að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið ætlar sér að taka mark á mörgu sem athuga­semdir hafa verið gerðar við frum­varp­ið. 

Þar segir að ráðu­neytið legg­ist ekki gegn því að slakað verði á kröfum um útgáfu­tíðni og um nýtt efni á net­miðlum þannig að það verði til að mynda nægj­an­legt að prent­miðlar komi út 44 sinnum á ári og að ein­ungis verið skylt að setja nýtt efni á net­miðla á virkum dögum 44 vikur á ári. Áður var skil­yrðið 48 blöð á ári og að nýju efni yrði miðlað dag­lega

Auglýsing
Ráðuneytið leggst heldur ekki gegn því að und­an­þága verði veitt frá kröfum um að einn starfs­maður þurfi að vera í fullu starfi við að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni þegar um sé að ræða „stað­bundna miðla sem reknir eru af ein­yrkj­u­m“.

Þá leggur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti leggur til að ákvæðum í verði breytt þannig að í úthlut­un­ar­nefnd sem tekur afstöðu til umsókna um end­ur­greiðslur skuli skip­aðir einn sem upp­fylli starfs­geng­is­skil­yrði hér­aðs­dóm­ara, einn skuli vera lög­giltur end­ur­skoð­andi og sá þriðji hafi sér­þekk­ingu á fjöl­miðlum eða fjöl­miðla­rétti til að mæta athuga­semdum um að í nefnd­inni eigi að vera ein­hver með sér­þekk­ingu á fjöl­miðl­um. Þá ákvörðun um að fela „þar til bærum aðil­um“ umsýslu við end­ur­greiðsl­urn­ar, sem greiddar verða úr rík­is­sjóði, færð frá ráð­herr­anum sjálfum til fjöl­miðla­nefnd­ar.

Vilja að hlut­fallið verði hækkað á ný

Þegar loks var mælt fyrir frum­varp­inu í des­em­ber í fyrra var búið að lækka end­ur­greiðslu­hlut­fallið sem einka­reknir fjöl­miðlar gæta vænst að fá úr 25 pró­sentum í 18 pró­sent. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið gert að kröfu þing­manna úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið skil­aði umfangs­mik­illi umsögn um frum­varpið þar sem það lagði meðal ann­ars mikla áherslu á að meg­in­mark­mið þess væri að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni. „Í þessu sam­­bandi hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í huga að eign­­ar­hald stærri einka­rek­inna fjöl­miðla hefur í vax­andi mæli þró­­ast á þann veg að eign­­ar­haldið hefur færst á hendur fjár­­­sterkra aðila sem standa fyrir til­­­tekna skil­­greinda hags­muni í íslensku atvinn­u­­lífi. Í sumum til­­vikum blasir við að ráð­­stöfun þess­­ara aðila á fjár­­munum í fjöl­miðla­­rekstur hefur það meg­in­­mark­mið að ljá hags­munum við­kom­andi aðila enn sterk­­ari rödd og vinna þeim þannig frek­­ari fram­­gang,“ sagði í umsögn þess. 

­Eft­ir­litið gerði athuga­semd við að end­ur­greiðslu­hlut­fallið hefði verið lækkað og sagði það vinna gegn smærri fjöl­miðl­u­m. 

Í grein­ar­gerð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins er til­lit tekið til þess­ara athuga­semda og að lækkun á hlut­fall­inu í 18 pró­sent bitni „að­eins á þeim miðlum sem ekki ná 50 millj­.kr. þak­inu (þ.e. öllum nema miðlum Árvak­urs, Sýnar og Torgs)“. 

Þar segir enn fremur að í þessu sam­bandi mætti „einnig athuga hvort ástæða hafi verið til að lækka hlut­falls­tölu­mar sökum þess að í frum­varp­inu er kveðið á um að end­ur­greiðslur gætu numið „allt að" til­teknu hlut­falli. Þá gæti einnig vegna fækk­unar blaða­manna að und­an­förnu sú staða komið upp að sam­tals verði end­ur­greiðslu fjár­hæðin lægri en sem ætluð em til þeirra.“

Enn áhersla á efl­ingu lýð­ræð­is­legrar umræðu

Ýmsir miðlar sem fjalla um afmörkuð mál­efni á einka­sviði fólks, þá borð við lífs­stíl, íþrótt­ir, heilsu og fleira, hafa hingað til ekki upp­fyllt skil­yrði til end­ur­greiðslu, þar sem til­gangur hennar sé að efla lýð­ræð­is­lega umræðu í land­inu. Þar er til að mynda um að ræða miðla eins og Fot­bolt­i.­net og lífstíls­tíma­rit á borð við Hús og Híbýli. Engar breyt­ingar verða þar á verði grein­ar­gerð ráðu­neyt­is­ins grunnur að áliti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. 

Undir lok grein­ar­gerð­ar­innar mælir ráðu­neytið með því að sér­stak­lega verði tekið fram í nefnd­ar­á­lit­inu að efni sem unnið er af gervi­greind verði ekki styrk­hæft. Þá leggur það til hug­takið „sjálf­stæð frétta­stof­a“, hvernig meta skuli hlut­fall rit­stjórn­ar­efnis og hvernig eigi að láta starfs­menn fjöl­miðla sem vinni við gerði kynn­ing­ar­efnis falla utan end­ur­greiðslu­hæfs kostn­aðar verði nánar skýrt í reglu­gerð. 

Kjarn­inn er einn þeirra fjöl­miðla sem upp­­­fyllir þau skil­yrði sem sett eru fyrir stuðn­­ings­greiðslum eins og frum­varpið er í dag, og mun áfram upp­fylla þau miðað við breyt­ing­ar­til­lögur ráðu­neyt­is­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent