Auglýsing

Það er komið að ögur­stundu hjá hinu marg­fræga fjöl­miðla­frum­varpi. Ákvörðun um hvort það lifi eða ekki verður lík­lega tekin í dag. Þess vegna er til­efni til að fara í stuttu máli yfir um hvað málið snýst.

Í fyrsta lagi hefur þetta ferli – til­raun til að styðja við fjöl­miðla – nú staðið yfir í þrjú ár. Það hófst með skipun nefndar í árs­lok 2016. Það er ansi langur tími án aðgerða og gjör­sam­lega galið að reyna að skipu­leggja rekstur vit­rænt þegar það liggur ekki fyrir hvort að aðgerðir muni lita dags­ins ljós eða ekki. Sér­stak­lega þegar horft er til áhrifa for­dæma­lausrar tækni­bylt­ingar síð­ustu tíu ára og þeirrar kúvend­ingar á neyt­enda­hegðun sem henni hefur fylgt.

Í öðru lagi þá eru þessar aðgerðir hluti af því að styðja við gras­rót fjöl­miðla. Þær skipta minni miðla, og sér­stak­lega stað­bundna lands­byggð­ar­fjöl­miðla, miklu máli. End­ur­greiðslu­kerfi gerir þeim kleift að vaxa og fá meiri sjálf­stæðan slag­kraft. Nýlegar breyt­ingar á frum­varp­inu lækka greiðslur til þess­ara aðila, þeirra sem fara ekki yfir 50 millj­óna þak­ið, um 20%. Breyt­ing­arnar hafa hins vegar engin áhrif á greiðslur til stærstu miðl­anna þriggja. Þeir fá áfram sem áður sínar 50 millj­óna hámarks­greiðslu. Engar vit­rænar skýr­ingar eru á þessu. Stærri miðl­arnir fá hins vegar lægri greiðslu úr sér­stöku styrkj­unum frá þeirri til­lögu sem lá fyrir í vor.

Auglýsing

Hvernig viljum við að fjöl­miðlar séu rekn­ir?

Í þriðja lagi eru þetta ein­faldar spurn­ingar sem stjórn­mála­menn standa frammi fyr­ir: Viljið þið sterka, sjálf­stæða fjöl­miðla? Teljið þið þá mik­il­væga lýð­ræð­inu? Ef svarið er já þá ættu stjórn­mála­menn­irnir að styðja þetta frum­varp og beita sér svo fyrir við­bót­ar­leiðum til að bæta rekstr­ar­um­hverfi þeirra, stórra sem smárra, með t.d. breyt­ingum á aug­lýs­inga­um­hverfi og skýr­ari skil­grein­ingu á hver starf­semi RÚV eigi og þurfi að vera, í gegnum þjón­ustu­samn­ing við fyr­ir­tæk­ið.

Ef svarið er nei þá liggur fyrir að sú hnignun sem orðið hefur í rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla sé við­kom­andi stjórn­mála­manni að skapi. Að kerfi þar sem mold­rík sér­hags­muna­öfl, með skýra stefnu um að ná tökum á umræð­unni eða með póli­tísk mark­mið, nið­ur­greiði stór­kost­legt tap stórra miðla sem eru ekki reknir á neinum við­skipta­legum for­sendum ár eftir ár, sé það kerfi sem þeir kjósi að ríki í íslenskum fjöl­miðl­um. And­staða þeirra, sem eiga og stýra þessum stóru miðl­um, við frum­varpið – þrátt fyrir að þeir fái lang­flestar krónur út úr því að það verði að lögum – er athygl­is­verð í þessu ljósi. Sú and­staða virð­ist fyrst og síð­ast byggj­ast á því að það eigi alls ekki að styðja við minni miðla í vexti heldur fyrst og síð­ast við þá stærri sem blæða pen­ingum árlega vegna þess að þeir eru að verja við­skipta­módel sem eru komin á tíma.

Ræður fámennur minni­hluti öllu?

Ég hef rætt þessi mál við fjöl­marga stjórn­mála­menn á und­an­förnum þremur árum. Af þeim sam­tölum að dæma seg­ist meg­in­þorri þeirra til­heyra fyrri hópn­um. Nú reynir á hvort að hinn fámenni hópur sem til­heyrir þeim seinni ráði þessu grund­vall­ar­máli eða hvort að meiri­hluti í rík­is­stjórn og á þingi dugi til að ná þessu máli í gegn.

Sam­an­dregið þá verður að lita á þetta frum­varp sem síð­ustu til­raun­ina sem gerð verður af opin­berum aðilum til að skjóta styrk­ari stoðum undir fjöl­miðla­lands­lag­ið. Það er skýrt í mínum huga að þetta er góð aðgerð til að styrkja fjöl­miðlaum­hverf­ið, þótt ég sé sam­mála því að hún muni sann­ar­lega ekki leysa öll vanda­mál þess. Sum þeirra vanda­mála er hægt að leysa með frek­ari opin­berum aðgerð­um, en sum þurfa að leys­ast heima við með aðgerðum þar sem við­skipta­módel eru aðlöguð að veru­leik­an­um.

Það er ekki langt síðan stjórn­mála­flokkar lands­ins hækk­uðu fram­lög úr rík­is­sjóði til sín um 127 pró­sent og not­uðu til þess lýð­ræð­is­sjón­ar­mið. Þau verða 728 millj­ónir á næsta ári. Upp­hæðin sem ætluð er til end­ur­greiðslu kostn­aðar fjöl­miðla, í sams­konar styrkja­kerfi og búið er að setja upp í kringum t.d. rann­sókn­ir-og þró­un, bóka- og kvik­mynda­fram­leiðslu og nýsköp­un, er 55 pró­sent af upp­hæð­inni sem flokk­arnir taka árlega til sín.

Fjöl­miðlar lyk­il­at­riði í lýð­ræði

Lýð­ræði þrífst ekki án sjálf­stæðra fjöl­miðla. Þeir eiga veru­lega undir högg að sækja. Upp­sagnir blaða­manna með ára­tug­a­reynslu og þekk­ingu á und­an­förnum miss­erum sýna það ásamt þeim við­var­andi speki­leka sem orðið hefur á síð­ustu árum þar sem frá­bærir blaða­menn skipta um starfs­vett­vang vegna þess að laun, vinnu­að­stæð­ur, rekstr­ar­um­hverfi og almennt áreiti sem fylgir því að vera gagn­rýn­inn fjöl­miðla­maður í örsam­fé­lagi reynd­ist þeim um megn.

Á Íslandi eru fjöl­miðl­arnir ekki full­komn­ir. Þeir gera stundum mis­tök og áherslur þeirra eru stundum sér­kenni­leg­ar. En lang­flestir sem vinna í þessum geira gera það af hug­sjón og vilja til að þjóna almanna­hags­munum með því að upp­lýsa lands­menn og setja hluti í sam­hengi fyrir þá. Frammi­staða fjöl­miðla í mörgum risa­málum síð­ustu ára, og við­brögð almenn­ings við þeim, sýna hversu mik­il­vægir þeir eru sam­fé­lag­inu.

Styðjið þá.

Kjarn­ann, sem er nú á sínu sjö­unda starfs­ári, er hægt að styrkja hér að neð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari