„Þrúgandi samviskubit hjálpar engum“

Það er mannlegt að hafna því að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum því þá þarf ekki að breyta lífsstíl. En allir geta lagt sitt af mörkum segir Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur sem heldur fyrirlestur hjá VR í dag.

Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
Snjólaug Ólafsdóttir er doktor í umhverfisverkfræði og markþjálfi.
Auglýsing

Hvernig er hægt að sinna umhverf­is­málum í nútíma­lífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Þessar spurn­ingar hafa vaknað hjá mörgum síðust­u miss­eri með auk­inni umræðu í sam­fé­lag­inu um lofts­lags­mál og neyslu almenn­ings­. Fjallað verður um leiðir að þessu mark­miði í fræðslu­fyr­ir­lestri sem Snjó­laug Ólafs­dótt­ir, doktor í umhverf­is­verk­fræði og mark­þjálfi, heldur í sal VR í Hús­i versl­un­ar­innar í dag. 

Fyr­ir­lest­ur­inn hefur hún haldið reglu­lega í nokkur ár og ber hann yfir­skrift­ina Upp­tekni umhverf­is­sinn­inn. Skila­boðin eru þau sömu ár frá ári en efnið hefur hún þurft að upp­færa nokkrum sinnum því með­vit­und um um­hverf­is­mál er alltaf að aukast. Þá hefur hún haldið nám­skeið byggt á fyr­ir­lestr­inum sem nefn­ist Sjálf­bærni og ham­ingj­an.  

Auglýsing

Snjó­laug segir að margir upp­lifi ákveðið vald­leysi þeg­ar komi að umhverf­is­mál­um. „Það er mikil pressa á okkur alls staðar en ég legg á­herslu á að þetta þarf ekki að vera erfitt, við getum gert þetta skemmti­leg­t.“

Hún bendir á að fólk komi að umhverf­is­málum úr ólíkum átt­u­m. „Við þurfum ekki öll að byrja á sama stað. Það er engin ein rétt leið.“

Snjó­laug er stofn­andi And­rýmis sjálf­bærni­set­urs og starfar ­með fyr­ir­tækj­um, félaga­sam­tök­um, ein­stak­lingum og opin­berum aðilum að því verk­efni að auka sjálf­bærni í sam­fé­lag­inu og tak­marka áhrif lofts­lags­breyt­inga, ­með stefnu­mót­un, fræðslu og öðrum stuðn­ingi.

Hún seg­ist finna fyrir því að fólk sé mjög opið og vilj­ug­t að breyta sínum neyslu­venjum en ótt­ist að gera eitt­hvað rangt. „Ég er svo oft beðin um lista, upp­skrift að því hvernig eigi að breyta lífs­stíl sín­um. Við erum svo góð í að fara eftir upp­skrift­um, við kunnum það. Þegar þessu er snú­ið við og við spurð: Hvað finnst þér og hvað viltu gera, þá vand­ast mál­ið. En það er ekk­ert eitt sem allir eiga að gera og þá redd­ast þetta.“

Hún seg­ist stundum líkja þessu við það að neyta holls mat­ar­. „Ég og þú getum báðar verið að borða hollt en samt mjög ólíkan mat. Það geta allir borðað hollt í þessum efnum en á mis­mun­andi hátt.“

Von­leysi er ein þeirra til­finn­inga sem vaknar hjá fólki að ­sögn Snjó­laug­ar. „Fólki finnst það þurfa að gera ákveðna hluti en stundum eru þeir ekki í boði. Þá finnst fólki það ekki geta tekið þátt.“

Hún nefnir sem dæmi sam­göngur og það að eiga bíl. „Sum­ir ­geta ekki hætt að keyra bíl­inn sinn eða hafa ekki efni á því að kaupa sér­ um­hverf­is­vænni bíl. Þetta fólk upp­lifir að það geti þá ekki lagt sitt af ­mörk­um. Því finnst það standa á hlið­ar­lín­unni og ekk­ert geta gert. En það er ekki þannig. Fólk getur fundið sína leið inn. Það getur til dæmis skoð­að kjöt­neyslu eða fatainn­kaup.“

Mik­il­vægt er að taka ekki allt inn í einu eins og Ís­lend­ingar eru kannski gjarnir á að gera þegar kemur að lífs­stíls­breyt­ing­um. „Það má fylgj­ast með og skoða,“ segir Snjó­laug. Á sam­fé­lags­miðlum megi til­ ­dæmis finna ýmsar hug­mynd­ir.

Skömmin kveikir á afneit­un­inni

Sumir upp­lifa svo lofts­lagskvíða og ákveðna skömm vegna ­neyslu sinn­ar. Snjó­laug nefnir sem dæmi að hún hafi rætt við konur sem verð­i miður sín að gleyma fjöl­nota­pok­anum heima er þær fari í búð­ina því þær skammist sín svo að kaupa einn­nota poka. „En ég vil alls ekki að fólk fyllist skömm og ótta. Og þess vegna bendi ég á að við skulum ekki dæma ein­stak­ling­inn sem er við hlið­ina á okkur þó að hann sé ekki að gera það sama og við. Við megum ekki ­for­dæma þegar við vitum ekki alla sög­una. Mann­eskjan við hlið­ina á þér er kannski á jeppa en það gæti verið góð ástæða fyrir því. Hún gæti hins veg­ar verið að kaupa sér notuð föt í stað nýrra.“

Snjó­laug segir mik­inn mun á því að vera með­vit­aður og að ­upp­lifa skömm. „Það er vond til­finn­ing sem gerir engum gagn. Það er hún sem kveikir á afneit­un­inni og öðrum vörnum okk­ar. Við þurfum að vera umburð­ar­lynd ­gagn­vart öðrum og okkur sjálf­um. Við viljum vera með­vituð og einnig með­vituð um það að við erum ófull­komin í ófull­komnu sam­fé­lagi og erum að reyna að ger­a okkar besta. Þrúg­andi sam­visku­bit hjálpar eng­um.“

Mann­legi þátt­ur­inn

Síð­ustu daga hafa verið birtar nið­ur­stöður kann­ana hér á landi sem sýna að fleiri en áður efast um að lofts­lags­breyt­ingar séu af ­manna­völdum og aðeins um helm­ingur telur fréttir um alvar­leika þeirra rétt­ar. „Þarna kemur í ljós eitt af þessu mann­lega, að finna lausn og ein­hverja leið, til að kom­ast hjá því að líta í eigin barm. Við erum öll svo mann­leg og hoppum á auð­velda svar­ið. Það getur orðið til þess að fólk hafnar því að ­lofts­lags­breyt­ingar séu af manna­völdum því þá þarf það ekki að gera neitt, ekki breyta nein­u.“

Snjó­laug segir bakslagið í umræð­unni að ákveðnu leyt­i skilj­an­legt. Margir bíði eftir lausnum og það sem sé talið rétt í dag sé það ekki endi­lega á morg­un. „Þetta hræðir okkur svo mik­ið. Við erum að fara í ferða­lag og munum kom­ast að því að sumt fer kannski ekki alveg eins og við ætl­uðum og við þurfum þá gera eitt­hvað ann­að. En það er ekki rangt að gera það. Við verðum að halda áfram, það þýðir ekki að standa hjá og bíða eftir því að ein­hver annar leysi mál­in.“

Fræðslu­fyr­ir­lestur Snjó­laugar verður hald­inn í sal VR á jarð­hæð í Húsi versl­un­ar­innar og hefst klukkan 12. Hér er hægt að skrá sig og hér er hægt að skrá ­sig inn á streymi.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent