Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní

Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Ísland fór ekki af hinum svo­kall­aða gráa lista sam­tak­anna Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) á fundi aðild­ar­ríkja þeirra sem fram fór í lok síð­ustu viku. Lönd lenda á list­anum ef sam­tökin telja að varnir þeirra gegn pen­inga­þvætti séu ekki í lag­i. 

Eftir að Ísland var sett á list­ann í októ­ber í fyrra mættu bæði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mættu fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. Þar kom fram að stjórn­völd stefndu að því að kom­ast af list­anum á fundi sam­tak­anna í febr­úar 2020. Nú er ljóst að svo er ekki. 

Á gráa list­anum eru alls 18 ríki. Ísland er eina ríkið innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins sem er á honum en á meðal ann­arra sem þar er að finna eru Alban­ía, Kam­bó­día, Bahama­eyj­ar, Pakís­tan, Sýr­land, Panama og Simbabve.

Í umsögn um Ísland, á und­ir­síðu sam­tak­anna þar sem talin eru upp þau lönd sem eru á gráum lista fyrir ónógar aðgerðir gegn pen­inga­þvætti, kemur fram að Ísland hafi tekið nokkrar póli­tískar ákvarð­anir um að skuld­binda sig til að auka virkni varna sinna. Á meðal þess sem gert hafi er að fjölga starfs­mönnum í þeim eft­ir­lits­stofn­unum sem hafa slíkt eft­ir­lit með hönd­um, sér­stak­lega innan skrif­stofu fjár­mála­grein­inga hjá hér­aðs­sak­sókn­ara. Þar segir að Ísland ætti að halda áfram að inn­leiða áætlun sína um að bæta úr brota­lömum þar sem þær eru að finna, meðal ann­ars með því að mæti fyr­ir­liggj­andi skorti á réttum upp­lýs­ingum um raun­veru­lega eig­endur fyr­ir­tækja. 

Næsta tæki­færi Íslands til að kom­ast af list­anum mun verða á fundi FATF í júní.

Þurfum að klára skrán­ingar á raun­veru­legum eig­endum

Skortur á því að raun­veru­­legt eign­­ar­hald á íslenskum félögum lægi fyrir var eitt af þeim atriðum sem verð til þess að FATF setti Ísland á gráan lista sam­tak­anna í októ­ber 2019. Ein for­­senda þess að Ísland verði tekið af list­­anum er að skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda verði komið í almenn­i­­legt horf á þessu ári. 

Lög sem flýttu fresti sem félög hafa til þess að upp­­­lýsa um raun­veru­­­lega eig­endur sína til 1. mars næst­kom­andi voru sam­­­þykkt skömmu fyrir síð­­­­­ustu jól. Þær upp­lýs­ingar þurfa því að liggja fyrir í byrjun næstu viku.

Auglýsing
Þegar voru í gildi kvaðir um að upp­­­lýsa um raun­veru­­­lega eig­endur þegar nýtt félag er stofn­að. Þær hafa verið í gildi frá 30. ágúst síð­­­ast­liðnum og frá 1. des­em­ber hefur verið hægt að senda upp­­­lýs­ingar um hverjir þeir eru með raf­­­rænum hætti til rík­­­is­skatt­­­stjóra. Upp­haf­lega stóð til að gefa öðrum félög­um, þ.e. þeim sem þegar eru í rekstri, frest til 1. des­em­ber 2019 til að koma upp­­­lýs­ingum um raun­veru­­­lega eig­endur til emb­ættis rík­­­is­skatt­­­stjóra. hefði sá frestur haldið ætti rík­­­is­skatt­­­stjóri því að vera kom­inn með allar upp­­­lýs­ingar um eig­endur félaga sem starfa á Íslandi, ef allir fylgdu lög­­­un­­­um. 

Ákveðið var að flýta þeim frest eftir að FATF setti Ísland á gráa list­ann. 

Brotala­mir í eft­ir­liti banka

Á Íslandi hefur verið hægt að kom­­­­ast upp með það að fela eign­­­­ar­hald félaga, með ýmsum leið­­­­um. Ein sú algeng leið var fólgin í því að láta félög, t.d. eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lög eða rekstr­­­­ar­­­­fé­lög, vera í eigu erlendra félaga, sem voru síðan í eigu ann­­­­arra erlendra félaga, sem voru í eigu sjóða í skatta­­­­skjólum þar sem engar eða litlar kröfur voru gerðar um skrán­ingar og skil á gögn­­­­um. Þannig hefur verið verið hægt að fela hver raun­veru­­­­legur eig­andi félaga er. 

Hér á landi hefur slíkt eft­ir­lit aðal­­­­­lega verið á hendi banka. Í kjöl­far þess að FATF gerði úttekt á Íslandi, og skil­aði þeirri nið­­­ur­­­stöðu vorið 2018 að eft­ir­lit Íslands með pen­inga­þvætti fengi fall­ein­kunn, þá hóf Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið að gera athug­­­anir á íslenskum fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum og getu þeirra til að verj­­­ast pen­inga­þvætt­i. 

Auglýsing
Nið­­ur­­stað­an, sem birt var helg­ina fyrir jólin 2019, var sú að Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið gerði athuga­­­semdir við mat allra íslensku við­­­skipta­­­bank­anna á upp­­­lýs­ingum um raun­veru­­­lega eig­endur fjár­­­muna eða félaga sem eru, eða hafa ver­ið, í við­­­skiptum við þá. Í nið­­­ur­­­stöðum eft­ir­lits­ins á athugun eft­ir­lits­ins á pen­inga­þvætt­is­vörnum þeirra voru gerðar athuga­­­semdir við þeir hafi ekki metið upp­­­lýs­ingar um raun­veru­­­lega eig­endur með sjálf­­­stæðum hætti.

Dag- og stjórn­­­­­valds­­­sektir

Sam­­­kvæmt nýju lög­­­unum um raun­veru­­­lega eig­endur þá er hægt að refsa þeim sem ekki fylgja þeim. Ef eig­endur félaga upp­­­lýsa ekki um hver hinn raun­veru­­­legi eig­andi er, með fram­vísun þeirra gagna sem lögin kalla á, þá getur rík­­­is­skatt­­­stjóri lagt á tvenns konar sektir á við­kom­and­i. 

Ann­­ars vegar er um dag­­­sektir að ræða. Þær geta numið frá tíu þús­und krónum og allt að 500 þús­und krónum á dag. Heim­ilt er að ákvæða umfang þeirra sem hlut­­­fall af til­­­­­teknu stærðum í rekstri við­kom­and­i.  Við ákvörðun um fjár­­­hæð dag­­­sekta er heim­ilt að taka til­­­lit til eðlis van­rækslu eða brots og fjár­­­hags­­­legs styrk­­­leika við­kom­andi aðila. Dag­­­sekt­­­irnar sem verða ákvarð­aðar eru aðfar­­­ar­hæf­­­ar. 

Hins vegar er um stjórn­­­­­valds­­­sektir að ræða. Þær er hægt að leggja á þá sem veita ekki upp­­­lýs­ingar eða veita rang­­­ar/vill­andi upp­­­lýs­ing­­­ar. Þegar brot á lög­­­unum er framið í starf­­­semi lög­­­að­ila, og í þágu hans, má leggja stjórn­­­­­valds­­­sekt á lög­­­að­il­ann án til­­­lits til þess hvort sök verður sönnuð á fyr­ir­svar­s­­­mann eða starfs­­­mann lög­­­að­ila. „Sektir sem lagðar eru á ein­stak­l­inga geta numið frá 100 þús. kr. til 5 millj. kr. Sektir sem lagðar eru á lög­­­að­ila geta numið frá 500 þús. kr. til 80 millj. kr. en geta þó verið hærri eða allt að 10 pró­­­sent af heild­­­ar­veltu sam­­­kvæmt síð­­­asta sam­­­þykkta árs­­­reikn­ingi lög­­­að­il­ans eða 10 pró­­­sent af síð­­­asta sam­­­þykkta sam­­­stæð­u­­­reikn­ingi ef lög­­­að­ili er hluti af sam­­­stæð­u,“ segir í lög­­­un­­­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent