Spurt og svarað um COVID-19

Hvers vegna er gott að syngja afmælissönginn á meðan maður þvær sér um hendurnar? Og skiptir handþvottur raunverulegu máli? Svör við þessu og miklu fleiri spurningum má finna í þessari frétt.

Yfir 90 þúsund  manns hafa greinst með nýju kórónuveiruna.
Yfir 90 þúsund manns hafa greinst með nýju kórónuveiruna.
Auglýsing

Upp­fært: Þessi frétt var upp­færð með til­liti til fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga 16. mars.

Tugir til­fella af nýju kór­ónu­veirunni hafa verið greind hér á landi og í nokkrum lands­hlut­u­m. Hér að neðan er að finna svör við algengum spurn­ingum vegna veirunn­ar, út­breiðslu hennar og var­úð­ar­ráð­stöf­un­um.

Hvað er kór­ónu­veira?

Kór­ónu­veirur eru stór fjöl­skylda veira sem valda ýmsum­ ­sjúk­dómum hjá mönnum og dýr­um. Þær eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig ­valdið alvar­legri lungna­bólgu og jafn­vel dauða.

Auglýsing

Hvað er vitað um þessa nýju veiru og far­ald­ur­inn á þessu ­stigi?

Orsök núver­andi far­ald­urs er ný teg­und kór­ónu­veiru sem hef­ur ekki áður greinst í mönn­um. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mik­ils ­skyld­leika við SAR­S-veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SAR­S-CoV-2 og ­sjúk­dóm­ur­inn kall­ast nú COVID-19.

Hvernig hagar þessi veira sér sam­an­borið við aðr­ar kór­ónu­veir­ur?

Nýja veiran er ekki eins skæð og SARS- eða MER­S-kór­ónu­veir­urn­ar ­sem höfðu 10% og 35% dán­ar­tíðni, en virð­ist mun meira smit­andi. Þær veirur vor­u m­inna smit­andi en inflú­ensa en ollu far­öldrum á ákveðnum svæðum og sjúkra­hús­um­ og dán­ar­tíðni vegna sýk­ing­anna var einnig mun hærri en fyrir inflú­ensu.

Hvaðan kemur veiran?

Upp­runi veirunnar virð­ist hafa verið í Wuhan-­borg í Kína og tengd ákveðnum mat­ar­mark­aði sem versl­aði með lif­andi dýr og afurðir ýmissa ­dýra. Veiran virð­ist hafa borist úr leð­ur­blök­um, trú­lega með annan óþekkt­an, milli­hýsil áður en smit barst í menn og loks manna á milli.

Er til bólu­efni gegn nýju kór­ónu­veirunni?

Það er ekk­ert bólu­efni til gegn þess­ari veiru og því ekki hægt að bólu­setja.

Hver eru ein­kenn­in?

Ein­kenni líkj­ast helst inflú­ensu­sýk­ingu, hósti, hiti, bein- og vöðva­verkir, þreyta o.s.frv. COVID-19 getur einnig valdið alvar­leg­um veik­indum með neðri önd­un­ar­færa­sýk­ingum og lungna­bólgu, sem koma oft fram sem önd­un­ar­erf­ið­leikar á 4.–8. degi veik­inda.

Hverjir eru í mestri hættu á að fá alvar­leg ein­kenni?

Líkur á al­var­legum sjúk­dómi hækka með hækk­andi aldri, sér­stak­lega eftir 50 ára ald­ur. Ein­stak­lingar með ákveðin und­ir­liggj­andi vanda­mál eru einnig í auk­inni hættu á al­var­legri sýk­ingu ef þeir smit­ast af COVID-19 sjúk­dómi. Ekki er vit­að ­ná­kvæm­lega hversu mikið aukin hættan er ef þessi vanda­mál eru til stað­ar, en þegar borin eru saman væg og alvar­leg til­felli er greini­legt að ákveð­in ­vanda­mál voru til staðar hjá mun fleirum með alvar­legan sjúk­dóm en vægan ­sjúk­dóm. Þessi vanda­mál eru: hár blóð­þrýst­ing­ur/hjarta­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki, lang­vinn lungna­teppa, lang­vinn nýrna­bilun og krabba­mein.

Ein­stak­lingar sem reykja virð­ast vera í auk­inni hættu á alvar­legum sjúk­dómi en ekki er hægt að úti­loka að þar sé í raun lang­vinn lungna­teppa und­ir­liggj­andi vanda­mál sem eyk­ur­ al­var­leika sjúk­dóms­ins.

Á þess­ari stund­u er óvíst hvort ónæm­is­bælandi með­ferð (s.s. ster­ar, met­hotrexate eða líf­tækni­lyf­) eykur líkur á alvar­legri kór­óna­veiru­sýk­ingu.

Eru karlar lík­legri en konur til að smitast?

Rann­sóknir frá Kína benda til þess að fleiri karlar en kon­ur þar í landi hafi veikst vegna veirunn­ar. Það virð­ist þó eiga sér þær skýr­ing­ar að þar í landi reykja mun fleiri karlar en konur og reyk­inga­fólk er við­kvæmara ­fyrir sýk­ingum en ann­að.

Auglýsing

Eru barns­haf­andi konur í sér­stakri áhættu?

Engar upp­lýs­ingar hafa borist um sér­staka hættu fyr­ir­ ­barns­haf­andi konur eða hættu á fylgi­kvillum með­göngu vegna COVID-19.

Hvaða með­ferð er í boði?

Engin sér­tæk með­ferð er þekkt við sjúk­dómn­um. Með­ferð bein­ist því enn sem komið er að því að sinna grunn­þörfum og ein­kennum eft­ir á­standi sjúk­lings.

Hvað er vitað um smit manna á milli?

COVID-19 smit­ast á milli ein­stak­linga. Smit­leið er tal­in vera snerti- og dropa­smit, svipað og inflú­ensa. Það þýðir að veiran get­ur dreifst þegar veikur ein­stak­lingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraust­ur ein­stak­lingur andar að sér drop­um/úða frá þeim veika eða hendur hans meng­ast af ­dropum og hann ber þær svo upp að and­liti sínu.

Eru ferða­tak­mark­anir til Íslands?

Nei, engar ferða­tak­mark­anir eru á ferða­lögum til Íslands. En ­ís­lensk yfir­völd vara við ferða­lögum til áhættu­svæða

Útbreiðsla veirunnar um heiminn. Mynd: Skjáskot John Hopkins

Er munur á sótt­kví og ein­angr­un?

Sótt­kví er notuð þegar ein­stak­lingur hefur mögu­lega smitast af sjúk­dómi en er ekki ennþá veik­ur. Ein­angrun á við sjúk­linga með ein­kenn­i ­sjúk­dóms. Hvort sem um sótt­kví eða ein­angrun er að ræða þarf að tak­marka um­gengni við annað fólk.

Allir sem staddir eru hér á landi en þurfa að vera í sótt­kví eða ein­angrun í heima­húsi geta haft sam­band við Hjálp­ar­síma Rauða kross­ins í síma­núm­er­inu 1717 eða á net­spjalli á www.1717.­is. Þar er hægt að óska eft­ir að­stoð, leita stuðn­ings, fá upp­lýs­ingar og ræða við ein­hvern í trún­aði.

Hjálp­ar­sím­inn er opinn allan sól­ar­hring­inn og núm­erið er gjald­frjálst.

Hvernig á að bregð­ast við ef grunur um smit vakn­ar?

Hafðu sam­band við lækna­vakt­ina í síma 1700. Ekki fara beint á sjúk­linga­mót­töku, heldur hringja fyrst og fá leið­bein­ing­ar.

Ein­dregið er óskað eftir að þeir sem leita upp­lýs­inga í tengslum við COVID-19 nýti sér upp­lýs­ingar á heima­síðu emb­ættis land­læknis, fremur en að hringja í emb­ætt­ið.

Þurfa ferða­menn sem hingað koma að fara í sótt­kví?

Ferða­menn sem koma til Íslands þurfa almennt ekki að fara í sótt­kví. Talið er að þeir séu ólík­legri að vera í nánu sam­neyti við marga ein­stak­linga meðan á dvöl­inni stend­ur. Smit­hætta hjá ferða­mönnum er því talin mun minni en frá­ Ís­lend­ingum og erlendum rík­is­borg­urum með fasta búsetu á Íslandi.

Stendur til að loka land­inu fyrir ferða­mönn­um?

Sótt­varna­lækn­ir, almanna­varnir og heil­brigð­is­ráð­herra hafa á­kveðið að ekki sé ástæða til að loka land­inu. Mögu­legt er að smit ber­ist hingað með ferða­mönnum en reynsla ann­arra Evr­ópu­landa hefur sýnt að mest­a smit­hættan er frá ein­stak­lingum með náin tengsl við íbúa lands­ins.

Af hverju er ekki skimun fyrir kór­ónu­veirunni á flug­vell­in­um hér?

Ekki er hægt að leita að veirunni hjá ein­kenna­lausum­ ­ferða­löngum þar sem hún finnst ekki í vessum fyrr en ein­kenni koma fram. Hita­mæl­ingar og spurn­inga­listar til far­þega frá sýktum svæðum hafa ver­ið not­aðir í fyrri far­öldrum með litlum sem engum árangri. Sótt­kví þeirra sem hafa verið á áhættu­svæðum og leit að veirunni ef ein­kenni koma fram er mun væn­legri til árang­urs.

Hvað get ég gert til að forð­ast smit?

Góð hand­hreinsun er mik­il­væg­asta og ein­faldasta ráð­ið. Hand­þvottur með heitu vatni og sápu í um 20 sek­úndur er æski­leg­astur ef hend­ur eru óhrein­ar. Ágæt tíma­við­miðun er að syngja afmæl­is­söng­inn á meðan hendur er þvegn­ar. 

Mynd: Landlæknisembættið

Hendur sem virð­ast hreinar en hafa komið við sam­eig­in­lega snertifleti eða ­tekið við hlutum úr ann­arra höndum s.s. pen­ingum eða greiðslu­kort­um, má hreinsa ­með hand­spritti.

Rétt er að forð­ast náið sam­neyti við ein­stak­linga sem eru ­með almenn kve­fein­kenni, hnerra eða hósta.

Grímur nýt­ast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið sam­neyti er óhjá­kvæmi­legt, s.s. fyrir heil­brigð­is­starfs­menn eða við­bragðs­að­ila.

 Getur fólk smitast  við að opna vöru­send­ingar frá áhættu­svæði?

Nei.

Á fólk sem á bók­aða ferð til útlanda að hætta við að fara?

Sótt­varna­læknir ræður gegn öllum ónauð­syn­legum ferðum á há-á­hættu­svæði. Ekki er hægt að spá fyrir um þróun mála á öðrum svæðum og verða ein­stak­lingar sjálfir að taka ákvörðun eftir því sem þeirra eigið heilsu­far eða aðrir þættir gefa til­efni til. Ein­stak­lingar með áhættu­þætti fyrir alvar­leg­um önd­un­ar­færa­sýk­ingum ættu að hafa sam­ráð við sinn lækni hvað þetta varð­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent