Persónuupplýsingar notaðar til að ná til íslenskra kjósenda

Persónuvernd hefur birt niðurstöðu í frumkvæðisathugunarmáli stofnunarinnar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis í október 2016 og október 2017 til þess að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim.

Allir flokkarnir sem buðu sig fram til Alþingis árin 2016 og 2017 notuðu Facebook til að ná til kjósenda.
Allir flokkarnir sem buðu sig fram til Alþingis árin 2016 og 2017 notuðu Facebook til að ná til kjósenda.
Auglýsing

Á síð­ustu árum hefur sú þróun orðið að stjórn­mála­sam­tök hafa nýtt sam­fé­lags­miðla til að beina skila­boðum til kjós­enda í aðdrag­anda kosn­inga. Er þar um nýja aðferð við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga að ræða þar sem telja má mik­il­vægt að mótuð séu við­mið til að tryggja gagn­sæi gagn­vart hinum skráðu og full­nægj­andi vernd upp­lýs­ing­anna. 

Þetta kemur fram í áliti sem Per­sónu­vernd hefur birt og er nið­ur­staða í frum­kvæð­is­at­hug­un­ar­máli stofn­un­ar­innar á notkun stjórn­mála­sam­taka á sam­fé­lags­miðlum fyrir kosn­ingar til Alþingis í októ­ber 2016 og októ­ber 2017 til þess að afmarka mark­hópa og beina mark­aðs­setn­ingu að þeim. 

Meg­in­mark­mið álits­ins, sam­kvæmt Per­sónu­vernd, er að gefa leið­bein­ingar og gera til­lögur þar að lút­andi með hlið­sjón af því sem fyrir liggur um hvernig umrædd vinnsla hefur farið fram á vegum hér­lendra stjórn­mála­sam­taka. 

Auglýsing

Sam­fé­lags­miðl­arnir Face­book, Instagram, Google og Youtube not­aðir í aug­lýs­ingar

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem Per­sónu­vernd hefur undir höndum not­uðu allir þeir flokkar sem buðu fram til Alþingis í októ­ber 2016 og 2017 per­sónu­upp­lýs­ingar til að ná til skil­greindra hópa á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Allir flokk­arn­ir, Flokkur fólks­ins, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Mið­flokk­ur­inn, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, Við­reisn og Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð, not­uðu Face­book til að ná til ákveð­inna hópa og þar af leið­andi kjós­enda fyrir kosn­ing­ar. Jafn­framt not­uðu sumir flokkar Instagram, Google og Youtube til að ná til kjós­enda. 

Til­koma sam­fé­lags­miðla hafa skapað nýjar hættur gagn­vart per­sónu­vernd

Þá kemur fram í álit­inu að góð kosn­inga­þátt­taka sé eft­ir­sókn­ar­verð í hverju lýð­ræð­is­ríki. „Því er af hinu góða að hvetja kjós­endur til að nýta sér kosn­ing­ar­rétt sinn. Hins vegar hefur til­koma sam­fé­lags­miðla skapað nýjar hættur gagn­vart per­sónu­vernd vegna nýrra aðferða við vinnslu stjórn­mála­sam­taka á per­sónu­upp­lýs­ingum í því skyni að koma áherslum sínum til kjós­enda. Tækni­þró­unin síð­ast­lið­inn ára­tug hefur verið gíf­ur­lega hröð og meðal ann­ars leitt til þess að kjós­endur eru ekki með­vit­aðir um að per­sónu­upp­lýs­ingar þeirra eru not­aðar til að ná til þeirra með póli­tískum skila­boð­u­m.“

Per­sónu­vernd bendir á að Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­ráð­ið, sem stofn­un­ini á aðild að, hafi látið sig þessi mál varða, en í því sam­bandi fjallar stofn­unin um álit ráðs­ins um notkun per­sónu­upp­lýs­inga til þess að hafa áhrif á ein­stak­linga á Net­in­u. 

Netið býr til afmörkuð sam­fé­lög manna

Nið­ur­staða álits ­Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­ráðs­ins ­felur meðal ann­ars í sér að slík skýr­ing á Net­inu ógni sam­fé­lögum nútím­ans þar sem Netið búi til afmörkuð sam­fé­lög manna og ein­stak­lingar fái ekki jafnan aðgang að öllum þeim upp­lýs­ingum sem þar er að finna. 

Það leiði svo til þess að ein­stak­lingar eigi erf­ið­ara með að deila reynslu sinni og skilja hver ann­an. Allt þetta geti grafið undan lýð­ræð­inu sem og öðrum grund­vall­ar­rétt­indum og frelsi manna. Rót vand­ans sé meðal ann­ars óábyrg, ólög­leg og sið­ferð­is­lega röng notkun á per­sónu­upp­lýs­ing­um. Gagn­sæi sé nauð­syn­legt en ekki nóg og mik­il­vægt sé að beita per­sónu­vernd­ar­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins til hins ýtrasta sam­hliða almennum reglum um kosn­ingar og fjöl­breytni og frelsi fjöl­miðla. 

Stjórn­mála­öfl í Bret­landi nota háþró­aða grein­ing­ar­tækni til að ná til ein­stakra kjós­enda

Þá bendir Per­sónu­vernd jafn­framt á að í skýrslu bresku per­sónu­vernd­ar­stofn­un­ar­inn­ar, sem gefin var út þann 11. júlí 2018, Democracy dis­r­upted? - Per­sonal information and polit­ical influ­ence, komi auk þess fram að stjórn­mála­sam­tök og stjórn­mála­öfl í Bret­landi og víðar hafi notað per­sónu­upp­lýs­ingar og háþró­aða grein­ing­ar­tækni til að ná til ein­stakra kjós­enda í því skyni að fá þá til að kjósa á ákveð­inn hátt. 

Um sé að ræða gerð per­són­u­sniða um kjós­endur almennt,  til að mynda á grund­velli notk­unar þeirra á sam­fé­lags­miðl­um, og notkun þess­ara per­són­u­sniða til að sér­sníða skila­boð að ein­stökum kjós­end­um. 

Enn fremur nefnir Per­sónu­vernd að á fundi Evr­ópska per­sónu­vernd­ar­ráðs­ins í Brus­sel þann 25. sept­em­ber 2018 hafi dóms­mála­ráð­herra Evr­ópu­sam­bands­ins kynnt aðgerðir til að tryggja frjálsar og sann­gjarnar kosn­ing­ar, bæði vegna vænt­an­legra kosn­inga til Evr­ópu­þings­ins á árinu 2019 og einnig vegna þá fyr­ir­hug­aðra þing­kosn­inga í að minnsta kosti 13 þjóð­ríkjum sam­bands­ins. 

Hætta á að grafið verði undan trú­verð­ug­leika og lög­mæti kosn­inga

Aðgerðir sam­bands­ins á þessum vett­vangi hafi verið settar fram í ljósi mála sem hafa komið upp í ríkjum Evr­ópu á und­an­förnum árum, meðal ann­ars mis­notk­unar fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lyt­ica á per­sónu­upp­lýs­ingum í tengslum við þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu (Brex­it) árið 2016. 

„Í þessum málum hefur komið í ljós að mikil hætta er fyrir hendi á því að herjað verði á borg­ara í Evr­ópu­ríkj­um, aðal­lega á sam­fé­lags­miðl­um, með þeim hætti að flókin algrím séu notuð til þess að beina röng­um, vill­andi og per­són­u­sniðnum upp­lýs­ingum að ein­stak­lingum án þeirra vit­und­ar. Getur afleið­ingin orðið sú að grafið sé undan trú­verð­ug­leika og lög­mæti kosn­inga, auk þess sem þannig er reynt að hafa bein áhrif á nið­ur­stöður þeirra,“ segir í áliti Per­sónu­vernd­ar. 

Sömu sjón­ar­mið eiga við hér á landi – og jafn­vel enn frekar

Sam­kvæmt Per­sónu­vernd eiga sömu sjón­ar­mið við á Íslandi. Þá telur stofn­unin að jafn­vel megi færa fyrir því rök að þau eigi enn frekar við hér en ann­ars staðar í Evr­ópu í ljósi þeirrar umfangs­miklu og eins­leitu notk­unar sam­fé­lags­miðla sem hér við­gang­ist. 

„Sú stað­reynd að rúm­lega níu af hverjum tíu full­orðnum ein­stak­lingum á Íslandi nota sama sam­fé­lags­mið­il­inn gerir úrvinnslu upp­lýs­inga úr þjóð­fé­lags­um­ræðu auð­veld­ari en ella fyrir þá sem búa yfir tækni­legri þekk­ingu til þess og skapar kjörað­stæður fyrir ólög­mæta vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga,“ segir í álit­in­u. 

Krafa til stjórn­mála­sam­taka að þau umgang­ist tækni sam­fé­lags­miðl­anna af ábyrgð

Í því upp­lýs­inga­um­hverfi sem nú ríkir séu margir, ekki hvað síst ungt fólk, sem ekki lesa prent­miðla og sækja í reynd allar sínar upp­lýs­ingar um og fréttir af því sem fram fer í sam­fé­lag­inu á vett­vang sam­fé­lags­miðla. Mik­il­vægt sé að sam­fé­lagið og stofn­anir þess geri þá kröfu til stjórn­mála­sam­taka að þau umgang­ist þá tækni sem sam­fé­lags­miðlar bjóða upp á af ábyrgð. Séu per­sónu­upp­lýs­ingar not­aðar á sam­fé­lags­miðlum í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög ættu þeir að geta gegnt upp­byggi­legu og góðu hlut­verki við miðlun upp­lýs­inga og ættu sem slíkir að geta ýtt undir lýð­ræð­is­lega þátt­töku og bætt getu kjós­enda til að geta tekið ákvarð­anir á grund­velli réttra upp­lýs­inga. 

Til þess að svo megi verða þurfi eft­ir­lits­stofn­anir að gegna hlut­verki sínu á skil­virkan hátt og tryggja að lög­unum sé fylgt. Þannig verndi þær ekki ein­ungis stjórn­ar­skrár­var­inn rétt ein­stak­linga til frið­helgi einka­lífs heldur einnig lýð­ræð­is­legar stoðir íslensks sam­fé­lags. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent