„Sögulegur sigur“ þó ýtrustu kröfur hafi ekki náðst

Þrátt fyrir að Efling hafi ekki fengið sínar ýtrustu kröfur í gegn í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg lýsir stéttarfélagið yfir sögulegum sigri. Borgarstjóri segir mestu máli skipta að allir séu ánægðir með niðurstöðuna sem náðist í nótt.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Tals­menn Efl­ingar hafa lýst samn­ingi sínum við Reykja­vík­ur­borg sem „sögu­legum sigri“ í verka­lýðs­bar­áttu hér­lend­is. Það sem fram hefur komið fram um efni samn­ings­ins er þó nokkuð frá þeim ýtr­ustu kröfum sem Efl­ing setti fram opin­ber­lega í við­ræðu­ferl­inu.

Samt er ánægjan í röðum for­ystu Efl­ingar mik­il. Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður stétt­ar­fé­lags­ins segir við Kjarn­ann að efn­is­legu kjara­bæt­urnar sem félags­menn fái með samn­ingnum við Reykja­vík­ur­borg séu raun­veru­leg­ar, en sigur Efl­ingar snúi ekki síður að auknum „sýni­leika og plássi“ sem lág­launa­konur hafi fengið í opin­berri umræðu síð­ustu vik­ur.

„Það var mjög, mjög, mjög lengi vel ekki boðið upp á neitt sem ég myndi kalla samn­ings­við­ræð­ur. Ekki aðeins náum við að brjót­ast í gegnum þann múr og heyja þessa bar­áttu á okkar eigin for­sendum og með þennan kraft og sjálfs­virð­ingu sem býr í þessum dýr­mæta hópi, sem borgin hefði nátt­úr­lega sjálf átt að mæta við samn­ings­borðið með góða og heild­stæða lausn,“ segir Sól­veig, auð­heyri­lega sátt.

Auglýsing

Varð­andi krónur og aura fór Efl­ing fram á sér­staka „leið­rétt­ingu“ kjara lægst laun­uðu hópanna sem starfa fyrir borg­ina. Slík leið­rétt­ing fékkst, en hún verður þó að hámarki rúmar 22 þús­und krónur umfram þær 90 þús­und króna almennu hækk­anir sem borgin bauð í takt við lífs­kjara­samn­ing­inn. Tæpar átta þús­und krónur fara til allra, vegna breyt­inga á launa­töfl­um, og svo bæt­ast við leið­rétt­ingar sem hæstar eru 15 þús­und krónur og trapp­ast svo niður upp launa­stig­ann. Lægstu launin hækka því um 112 þús­und krónur á samn­ings­tím­an­um.

Í kröfu­gerð sinni fór Efl­ing fram á að þessi sér­staka leið­rétt­ing yrði mest 52 þús­und krónur ofan á lægstu laun­in, en síðan stig­lækk­andi upp launa­töfl­una. Þessa kröfu verð­mat Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, á 1,2 millj­arða króna fyrir borg­ina í grein sem birt­ist á Kjarn­anum í byrjun febr­ú­ar, en ljóst er að leið­rétt­ingin sem samd­ist um á end­anum kostar Reykja­vík­ur­borg eitt­hvað minna, sé miðað við þær sömu for­sendur og Stefán not­ast við.

Kostn­að­ar­mat samn­ing­anna í takt við vænt­ingar borg­ar­innar

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir við Kjarn­ann að hann geti ekki svarað því nákvæm­lega hvað sú leið­rétt­ing sem Efl­ing náði fram kosti borg­ina sem slík, slíkt mat fari ávallt eftir þeim for­sendum sem stuðst sé við og margir aðrir þættir komi inn í kostn­að­ar­mat samn­ing­anna, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, leng­ing orlofs og fleiri.

Þá hafi fjöl­mörg þeirra stöðu­gilda sem samn­ing­arnir ná utan um átt að koma til starfs­mats síðar á þessu ári og þeirri vinnu hafi í reynd verið flýtt, sem þýði að hluti þess kostn­aðar borgin ber vegna hinnar svoköll­uðu leið­rétt­ingar hafi verið við­bú­inn.

„Við teljum í raun kostn­að­ar­matið af samn­ing­un­um, plús starfs­mat­inu, vera nálægt því sem við mið­uðum við í okkar til­boði, sem hefur legið fyrir um nokk­urt skeið,“ segir Dag­ur.

Deila enn ekki sömu sýn á það hvað fólst í til­boði borg­ar­innar

Sól­veig seg­ist ánægð með árang­ur­inn. Hún telur mikið hafa áunn­ist eftir því sem á leið á samn­inga­ferlið og bætir við að fyrsta boð borg­ar­innar í við­ræð­unum hafi verið verra en lífs­kjara­samn­ing­ur­inn. Þá hafi einnig mikið gerst frá því að borg­ar­stjóri setti fram hið svo­kall­aða „Kast­ljóstil­boð“, en það hafi ekki verið það sem skrifað var und­ir, þrátt fyrir að borg­ar­stjóri hafi að hennar mati tjáð sig með þeim hætti í fjöl­miðlum í dag.

„Það er bara aldeilis ekki rétt, veru­leik­inn í samn­inga­her­berg­inu eftir að hann fór fram með þetta marg­um­rædda Kast­ljóstil­boð var sá að þá var verið að bjóða okkur leið­rétt­ingu fyrir um það bil fimm starfs­heiti, en þegar við skrifum undir í nótt erum við að fá leið­rétt­ingu fyrir um það bil tutt­ugu og sex starfs­heiti. Það er nú aldeilis tölu­vert mik­ill árangur myndi ég segja,” segir Sól­veig Anna.

„Við höfum ekki sömu sýn á það,“ segir Dag­ur, spurður út í orð Sól­veigar um að til­boð borg­ar­innar hafi hljó­mað öðru­vísi í Kast­ljós­inu en það sem lagt var fram við samn­inga­borð­ið. Hann leggur áherslu á að hann sé ánægður með að allir séu ánægðir með það sem á end­anum samd­ist um.

„Við lítum svo á að samn­ing­ur­inn hafi verið gerður á grund­velli til­boðs borg­ar­inn­ar, lífs­kjara­samn­ings­ins og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Það er auð­vitað besta nið­ur­staðan ef allir eru sáttir við útkom­una,“ segir borg­ar­stjóri.

Kór­ónu­veiran í hugum fólks í Karp­hús­inu

Hann seg­ist per­sónu­lega ánægður með að þess­ari deilu sé lok­ið. „Það eru ekki síst fjöl­skyldur með börn á leik­skóla­aldri sem hafa fundið mjög yfir þessu, sér­stak­lega eftir að fór að líða á verk­fall­ið, og eru því fegn­ust að kom­ast í rútín­una,“ segir Dag­ur.

Borg­ar­stjóri bætir við að nú taki við stórt verk­efni, að búa sam­fé­lagið undir að takast á við útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem þegar sé byrjuð að reyna á vel­ferð­ar­svið borg­ar­inn­ar. Þá stöðu segir hann hafa haft áhrif á gang við­ræðna hjá öllum þeim hópum sem voru hjá rík­is­sátta­semj­ara um helg­ina.

„Mér fannst í raun allir samn­ings­að­il­ar, líka BSRB og rík­ið, átta sig á því sam­hengi og að það þyrfti að nota tím­ann mjög vel til að ljúka málum og við getum verið mjög ánægð með það öll að það tók­st,” segir Dag­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent