„Sögulegur sigur“ þó ýtrustu kröfur hafi ekki náðst

Þrátt fyrir að Efling hafi ekki fengið sínar ýtrustu kröfur í gegn í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg lýsir stéttarfélagið yfir sögulegum sigri. Borgarstjóri segir mestu máli skipta að allir séu ánægðir með niðurstöðuna sem náðist í nótt.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Tals­menn Efl­ingar hafa lýst samn­ingi sínum við Reykja­vík­ur­borg sem „sögu­legum sigri“ í verka­lýðs­bar­áttu hér­lend­is. Það sem fram hefur komið fram um efni samn­ings­ins er þó nokkuð frá þeim ýtr­ustu kröfum sem Efl­ing setti fram opin­ber­lega í við­ræðu­ferl­inu.

Samt er ánægjan í röðum for­ystu Efl­ingar mik­il. Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður stétt­ar­fé­lags­ins segir við Kjarn­ann að efn­is­legu kjara­bæt­urnar sem félags­menn fái með samn­ingnum við Reykja­vík­ur­borg séu raun­veru­leg­ar, en sigur Efl­ingar snúi ekki síður að auknum „sýni­leika og plássi“ sem lág­launa­konur hafi fengið í opin­berri umræðu síð­ustu vik­ur.

„Það var mjög, mjög, mjög lengi vel ekki boðið upp á neitt sem ég myndi kalla samn­ings­við­ræð­ur. Ekki aðeins náum við að brjót­ast í gegnum þann múr og heyja þessa bar­áttu á okkar eigin for­sendum og með þennan kraft og sjálfs­virð­ingu sem býr í þessum dýr­mæta hópi, sem borgin hefði nátt­úr­lega sjálf átt að mæta við samn­ings­borðið með góða og heild­stæða lausn,“ segir Sól­veig, auð­heyri­lega sátt.

Auglýsing

Varð­andi krónur og aura fór Efl­ing fram á sér­staka „leið­rétt­ingu“ kjara lægst laun­uðu hópanna sem starfa fyrir borg­ina. Slík leið­rétt­ing fékkst, en hún verður þó að hámarki rúmar 22 þús­und krónur umfram þær 90 þús­und króna almennu hækk­anir sem borgin bauð í takt við lífs­kjara­samn­ing­inn. Tæpar átta þús­und krónur fara til allra, vegna breyt­inga á launa­töfl­um, og svo bæt­ast við leið­rétt­ingar sem hæstar eru 15 þús­und krónur og trapp­ast svo niður upp launa­stig­ann. Lægstu launin hækka því um 112 þús­und krónur á samn­ings­tím­an­um.

Í kröfu­gerð sinni fór Efl­ing fram á að þessi sér­staka leið­rétt­ing yrði mest 52 þús­und krónur ofan á lægstu laun­in, en síðan stig­lækk­andi upp launa­töfl­una. Þessa kröfu verð­mat Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, á 1,2 millj­arða króna fyrir borg­ina í grein sem birt­ist á Kjarn­anum í byrjun febr­ú­ar, en ljóst er að leið­rétt­ingin sem samd­ist um á end­anum kostar Reykja­vík­ur­borg eitt­hvað minna, sé miðað við þær sömu for­sendur og Stefán not­ast við.

Kostn­að­ar­mat samn­ing­anna í takt við vænt­ingar borg­ar­innar

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir við Kjarn­ann að hann geti ekki svarað því nákvæm­lega hvað sú leið­rétt­ing sem Efl­ing náði fram kosti borg­ina sem slík, slíkt mat fari ávallt eftir þeim for­sendum sem stuðst sé við og margir aðrir þættir komi inn í kostn­að­ar­mat samn­ing­anna, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, leng­ing orlofs og fleiri.

Þá hafi fjöl­mörg þeirra stöðu­gilda sem samn­ing­arnir ná utan um átt að koma til starfs­mats síðar á þessu ári og þeirri vinnu hafi í reynd verið flýtt, sem þýði að hluti þess kostn­aðar borgin ber vegna hinnar svoköll­uðu leið­rétt­ingar hafi verið við­bú­inn.

„Við teljum í raun kostn­að­ar­matið af samn­ing­un­um, plús starfs­mat­inu, vera nálægt því sem við mið­uðum við í okkar til­boði, sem hefur legið fyrir um nokk­urt skeið,“ segir Dag­ur.

Deila enn ekki sömu sýn á það hvað fólst í til­boði borg­ar­innar

Sól­veig seg­ist ánægð með árang­ur­inn. Hún telur mikið hafa áunn­ist eftir því sem á leið á samn­inga­ferlið og bætir við að fyrsta boð borg­ar­innar í við­ræð­unum hafi verið verra en lífs­kjara­samn­ing­ur­inn. Þá hafi einnig mikið gerst frá því að borg­ar­stjóri setti fram hið svo­kall­aða „Kast­ljóstil­boð“, en það hafi ekki verið það sem skrifað var und­ir, þrátt fyrir að borg­ar­stjóri hafi að hennar mati tjáð sig með þeim hætti í fjöl­miðlum í dag.

„Það er bara aldeilis ekki rétt, veru­leik­inn í samn­inga­her­berg­inu eftir að hann fór fram með þetta marg­um­rædda Kast­ljóstil­boð var sá að þá var verið að bjóða okkur leið­rétt­ingu fyrir um það bil fimm starfs­heiti, en þegar við skrifum undir í nótt erum við að fá leið­rétt­ingu fyrir um það bil tutt­ugu og sex starfs­heiti. Það er nú aldeilis tölu­vert mik­ill árangur myndi ég segja,” segir Sól­veig Anna.

„Við höfum ekki sömu sýn á það,“ segir Dag­ur, spurður út í orð Sól­veigar um að til­boð borg­ar­innar hafi hljó­mað öðru­vísi í Kast­ljós­inu en það sem lagt var fram við samn­inga­borð­ið. Hann leggur áherslu á að hann sé ánægður með að allir séu ánægðir með það sem á end­anum samd­ist um.

„Við lítum svo á að samn­ing­ur­inn hafi verið gerður á grund­velli til­boðs borg­ar­inn­ar, lífs­kjara­samn­ings­ins og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Það er auð­vitað besta nið­ur­staðan ef allir eru sáttir við útkom­una,“ segir borg­ar­stjóri.

Kór­ónu­veiran í hugum fólks í Karp­hús­inu

Hann seg­ist per­sónu­lega ánægður með að þess­ari deilu sé lok­ið. „Það eru ekki síst fjöl­skyldur með börn á leik­skóla­aldri sem hafa fundið mjög yfir þessu, sér­stak­lega eftir að fór að líða á verk­fall­ið, og eru því fegn­ust að kom­ast í rútín­una,“ segir Dag­ur.

Borg­ar­stjóri bætir við að nú taki við stórt verk­efni, að búa sam­fé­lagið undir að takast á við útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem þegar sé byrjuð að reyna á vel­ferð­ar­svið borg­ar­inn­ar. Þá stöðu segir hann hafa haft áhrif á gang við­ræðna hjá öllum þeim hópum sem voru hjá rík­is­sátta­semj­ara um helg­ina.

„Mér fannst í raun allir samn­ings­að­il­ar, líka BSRB og rík­ið, átta sig á því sam­hengi og að það þyrfti að nota tím­ann mjög vel til að ljúka málum og við getum verið mjög ánægð með það öll að það tók­st,” segir Dag­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent