„Sögulegur sigur“ þó ýtrustu kröfur hafi ekki náðst

Þrátt fyrir að Efling hafi ekki fengið sínar ýtrustu kröfur í gegn í samningaviðræðum við Reykjavíkurborg lýsir stéttarfélagið yfir sögulegum sigri. Borgarstjóri segir mestu máli skipta að allir séu ánægðir með niðurstöðuna sem náðist í nótt.

Efling - Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Tals­menn Efl­ingar hafa lýst samn­ingi sínum við Reykja­vík­ur­borg sem „sögu­legum sigri“ í verka­lýðs­bar­áttu hér­lend­is. Það sem fram hefur komið fram um efni samn­ings­ins er þó nokkuð frá þeim ýtr­ustu kröfum sem Efl­ing setti fram opin­ber­lega í við­ræðu­ferl­inu.

Samt er ánægjan í röðum for­ystu Efl­ingar mik­il. Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður stétt­ar­fé­lags­ins segir við Kjarn­ann að efn­is­legu kjara­bæt­urnar sem félags­menn fái með samn­ingnum við Reykja­vík­ur­borg séu raun­veru­leg­ar, en sigur Efl­ingar snúi ekki síður að auknum „sýni­leika og plássi“ sem lág­launa­konur hafi fengið í opin­berri umræðu síð­ustu vik­ur.

„Það var mjög, mjög, mjög lengi vel ekki boðið upp á neitt sem ég myndi kalla samn­ings­við­ræð­ur. Ekki aðeins náum við að brjót­ast í gegnum þann múr og heyja þessa bar­áttu á okkar eigin for­sendum og með þennan kraft og sjálfs­virð­ingu sem býr í þessum dýr­mæta hópi, sem borgin hefði nátt­úr­lega sjálf átt að mæta við samn­ings­borðið með góða og heild­stæða lausn,“ segir Sól­veig, auð­heyri­lega sátt.

Auglýsing

Varð­andi krónur og aura fór Efl­ing fram á sér­staka „leið­rétt­ingu“ kjara lægst laun­uðu hópanna sem starfa fyrir borg­ina. Slík leið­rétt­ing fékkst, en hún verður þó að hámarki rúmar 22 þús­und krónur umfram þær 90 þús­und króna almennu hækk­anir sem borgin bauð í takt við lífs­kjara­samn­ing­inn. Tæpar átta þús­und krónur fara til allra, vegna breyt­inga á launa­töfl­um, og svo bæt­ast við leið­rétt­ingar sem hæstar eru 15 þús­und krónur og trapp­ast svo niður upp launa­stig­ann. Lægstu launin hækka því um 112 þús­und krónur á samn­ings­tím­an­um.

Í kröfu­gerð sinni fór Efl­ing fram á að þessi sér­staka leið­rétt­ing yrði mest 52 þús­und krónur ofan á lægstu laun­in, en síðan stig­lækk­andi upp launa­töfl­una. Þessa kröfu verð­mat Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu, á 1,2 millj­arða króna fyrir borg­ina í grein sem birt­ist á Kjarn­anum í byrjun febr­ú­ar, en ljóst er að leið­rétt­ingin sem samd­ist um á end­anum kostar Reykja­vík­ur­borg eitt­hvað minna, sé miðað við þær sömu for­sendur og Stefán not­ast við.

Kostn­að­ar­mat samn­ing­anna í takt við vænt­ingar borg­ar­innar

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir við Kjarn­ann að hann geti ekki svarað því nákvæm­lega hvað sú leið­rétt­ing sem Efl­ing náði fram kosti borg­ina sem slík, slíkt mat fari ávallt eftir þeim for­sendum sem stuðst sé við og margir aðrir þættir komi inn í kostn­að­ar­mat samn­ing­anna, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, leng­ing orlofs og fleiri.

Þá hafi fjöl­mörg þeirra stöðu­gilda sem samn­ing­arnir ná utan um átt að koma til starfs­mats síðar á þessu ári og þeirri vinnu hafi í reynd verið flýtt, sem þýði að hluti þess kostn­aðar borgin ber vegna hinnar svoköll­uðu leið­rétt­ingar hafi verið við­bú­inn.

„Við teljum í raun kostn­að­ar­matið af samn­ing­un­um, plús starfs­mat­inu, vera nálægt því sem við mið­uðum við í okkar til­boði, sem hefur legið fyrir um nokk­urt skeið,“ segir Dag­ur.

Deila enn ekki sömu sýn á það hvað fólst í til­boði borg­ar­innar

Sól­veig seg­ist ánægð með árang­ur­inn. Hún telur mikið hafa áunn­ist eftir því sem á leið á samn­inga­ferlið og bætir við að fyrsta boð borg­ar­innar í við­ræð­unum hafi verið verra en lífs­kjara­samn­ing­ur­inn. Þá hafi einnig mikið gerst frá því að borg­ar­stjóri setti fram hið svo­kall­aða „Kast­ljóstil­boð“, en það hafi ekki verið það sem skrifað var und­ir, þrátt fyrir að borg­ar­stjóri hafi að hennar mati tjáð sig með þeim hætti í fjöl­miðlum í dag.

„Það er bara aldeilis ekki rétt, veru­leik­inn í samn­inga­her­berg­inu eftir að hann fór fram með þetta marg­um­rædda Kast­ljóstil­boð var sá að þá var verið að bjóða okkur leið­rétt­ingu fyrir um það bil fimm starfs­heiti, en þegar við skrifum undir í nótt erum við að fá leið­rétt­ingu fyrir um það bil tutt­ugu og sex starfs­heiti. Það er nú aldeilis tölu­vert mik­ill árangur myndi ég segja,” segir Sól­veig Anna.

„Við höfum ekki sömu sýn á það,“ segir Dag­ur, spurður út í orð Sól­veigar um að til­boð borg­ar­innar hafi hljó­mað öðru­vísi í Kast­ljós­inu en það sem lagt var fram við samn­inga­borð­ið. Hann leggur áherslu á að hann sé ánægður með að allir séu ánægðir með það sem á end­anum samd­ist um.

„Við lítum svo á að samn­ing­ur­inn hafi verið gerður á grund­velli til­boðs borg­ar­inn­ar, lífs­kjara­samn­ings­ins og stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Það er auð­vitað besta nið­ur­staðan ef allir eru sáttir við útkom­una,“ segir borg­ar­stjóri.

Kór­ónu­veiran í hugum fólks í Karp­hús­inu

Hann seg­ist per­sónu­lega ánægður með að þess­ari deilu sé lok­ið. „Það eru ekki síst fjöl­skyldur með börn á leik­skóla­aldri sem hafa fundið mjög yfir þessu, sér­stak­lega eftir að fór að líða á verk­fall­ið, og eru því fegn­ust að kom­ast í rútín­una,“ segir Dag­ur.

Borg­ar­stjóri bætir við að nú taki við stórt verk­efni, að búa sam­fé­lagið undir að takast á við útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem þegar sé byrjuð að reyna á vel­ferð­ar­svið borg­ar­inn­ar. Þá stöðu segir hann hafa haft áhrif á gang við­ræðna hjá öllum þeim hópum sem voru hjá rík­is­sátta­semj­ara um helg­ina.

„Mér fannst í raun allir samn­ings­að­il­ar, líka BSRB og rík­ið, átta sig á því sam­hengi og að það þyrfti að nota tím­ann mjög vel til að ljúka málum og við getum verið mjög ánægð með það öll að það tók­st,” segir Dag­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent