Bandaríkjamenn greiddu 10,2 milljarða til fyrirtækja hér á landi í mars og apríl í fyrra

Bandaríkjamenn eru mikilvægasta markaðssvæði ferðaþjónustu á Íslandi og ljóst að áhrifin verða tilfinnanleg, samkvæmt Rannsóknasetri verslunarinnar.

greiðslukort
Auglýsing

Banda­ríkja­menn greiddu með kortum sínum í mars og í apríl í fyrra 5,8 og 4,4 millj­arða til inn­lendra fyr­ir­tækja, að flug­sam­göngum und­an­skild­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rann­sókna­setri versl­un­ar­innar í dag. Þá segir að til­kynn­ing Banda­ríkja­for­seta um að loka á ferða­lög frá Evr­ópu í 30 daga hafi komið mörgum í opna skjöldu. Banda­ríkja­menn séu mik­il­væg­asta mark­aðs­svæði ferða­þjón­ustu á Íslandi og ljóst að áhrifin verði til­finn­an­leg.

Enn fremur kemur fram að Banda­ríkja­mönnum hafi fækkað nokkuð und­an­farin miss­eri og tekjur af þeim lækkað sam­hliða því. Hluti tekna í ferða­þjón­ustu komi með öðrum leiðum en greiðslu­kort­um, en hlut­fall greiðslu­korta sé í kringum 50 pró­sent.

„Ef gert er ráð fyrir sömu þróun tekna af banda­rískum ferða­mönnum og áður­nefndu hlut­falli má ætla að íslensk ferða­þjón­usta verði af 7 til 8 millj­örðum með beinum hætti vegna þeirra sem hefðu komið þann mánuð sem verður lok­að. Má þó gera ráð fyrir því að áhrifin verði meiri enda má áætla að aðrar flug­á­ætl­anir muni riðl­ast vegna ferða­banns­ins. Þá má líta svo á að aðgerðir stjórn­valda vest­an­hafs séu ekki til hvatn­ingar fyrir þar­lenda ferða­menn til ferða­laga til Evr­ópu næstu mán­uð­i,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Korta­velta Kín­verja dregst gíf­ur­lega saman

Jafn­framt kemur fram hjá Rann­sókna­setr­inu að erlend greiðslu­korta­velta án flug­sam­gangna hafi dreg­ist saman um 8,5 pró­sent í febr­úar á þessu ári og numið 14,1 millj­arði í mán­uð­inum sam­an­borið við 15,4 millj­arða í febr­úar í fyrra.

Korta­velta erlendra ferða­manna til þjón­ustu­flokka á net­inu dróst saman um 4,4 pró­sent á milli ára í febr­ú­ar, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. Net­greiðslur ferða­manna séu að stórum hluta til greiðslur fyrir ferðir sem fara á síðar og gefi því vís­bend­ingu um hug ferða­manna til Íslands­ferð­ar.

Miðað við þessa hóf­legu lækkun megi segja að áhrif vegna COVID-19 hafi ekki verið komin fram af neinum þunga í febr­úar og verði „áhuga­vert að skoða þró­un­ina í fram­hald­in­u.“ Sé litið til sama mæli­kvarða, það er korta­veltu þjón­ustu­flokka á net­inu, fyrir Kín­verja ein­göngu þá hafi veltan dreg­ist saman um 62 pró­sent, enda veiran fyrr á ferð í Kína en ann­ars stað­ar.

Þá kemur fram að í stærstu flokkum greiðslu­korta­veltu erlendra ferða­manna, hót­elgist­ingu, ýmis ferða­þjón­usta og verslun hafi verið tölu­verður sam­dráttur milli ára. Mestu muni um sam­drátt í tveimur fyrr­nefndu flokk­un­um. Gisti­þjón­usta hafi dreg­ist saman um 10 pró­sent á milli ára og numið 3,2 millj­örðum króna í mán­uð­in­um, í krónum talið hafi lækk­unin numið tæpum 389 millj­ónum króna. Í flokknum ýmis ferða­þjón­usta, sem inni­heldur skipu­lagðar ferð­ir, hafi veltan numið 2,9 millj­örðum króna. Á sama tíma í fyrra hafi veltan numið 3,2 millj­örðum og dreg­ist hlut­falls­lega saman um 11 pró­sent á milli ára í febr­ú­ar.

Mynd: Rannsóknasetur verslunarinnar

Verslun erlendra ferða­manna með greiðslu­kortum dróst saman um 5 pró­sent sam­an­borið við fyrra ár og nam 2 millj­örðum í febr­ú­ar, segir í til­kynn­ingu Rann­sókna­set­urs­ins. Dróst verslun saman í öllum und­ir­flokkum versl­unar nema í verslun með gjafa- og minja­gripi sem jókst um 6 pró­sent á milli ára. Dag­vöru­verslun minnk­aði um 3 pró­sent miðað við sama tíma í fyrra og nam 624 millj­ónum króna. Velta í fata­verslun nam 313 millj­ónum króna og dróst saman um 16 pró­sent á milli ára í febr­ú­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent