Saknar skýrari aðgerðaáætlunar frá ríkisstjórninni

Viðbrögð stjórnvalda í þeirri stöðu sem upp er komin þurfa að vera skýr, afgerandi og fumlaus, að sögn Þorsteins Víglundssonar þingmanns Viðreisnar.

Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

„Við, líkt og aðrar þjóð­ir, ein­fald­lega vitum ekki hvað er framund­an. Þetta er óvenju­leg staða vegna þess­arar miklu óvissu sem henni fylgir og afskap­lega erfitt að segja til um hvað næstu vikur og mán­uðir munu bera í skauti sér,“ sagði Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar í umræðum um aðgerðir stjórn­valda vegna COVID-19 far­ald­urs­ins á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn brýndi rík­is­stjórn­ina til dáða í ræðu sinni og kall­aði eftir auknum skýr­leika þaðan hvað aðgerðir varð­ar­. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, sem flutti þing­inu munn­lega skýrslu um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um, kynnti engar nýjar aðgerðir til við­bótar við það sem kynnt var á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inar á þriðju­dag­inn.

Þor­steinn sagði vand­ann í raun vera tví­þættan nú, þar sem efna­hags­nið­ur­sveifla hefði haf­ist fyrir rúmu ári síðan og rík­is­stjórnin hefði ekki mætt henni nægi­legri festu af rík­is­stjórn­inni. Ferða­þjón­ustan hefði verið í hörðu árferði í meira en eitt ár, sem gerði höggið nú þyngra en ella.

„Þess vegna þurfa við­brögðin núna að vera skýr, þau þurfa að vera afger­andi, þau þurfa að vera fum­laus,“ sagði Þor­steinn og bætti við að þessa skýr­leika sakn­aði hann enn í yfir­lýs­ingum stjórn­valda um aðgerðir vegna veirunna.

Hann sagði að það hefði verið hug­hreystandi að heyra for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra segja í þing­inu í dag að rík­is­stjórnin myndi gera „allt sem þyrfti“ til að bregð­ast við afleið­ingum COVID-19 á hag­kerf­ið, en það væri ekki nóg. 

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn sagði blaða­manna­fund rík­is­stjórn­ar­innar á þriðju­dag hafa verið „inni­stæðu­lít­inn“ um aðgerðir vegna veirunnar og bar hann saman við skýrar aðgerðir sem fjár­mála­ráð­herra Bret­lands kynnti þing­inu í West­min­ster í gær.

Þor­steinn sagði að ef rík­is­stjórnin kynnti ekki skýr­ari aðgerðir á næstu dögum væri hætta á að við­brögð fyr­ir­tækja við efna­hags­högg­inu yrðu öfga­full, sem myndi enn dýpka nið­ur­sveifl­una.

Lagði hann meðal ann­ars til að ríkið gripi til aðgerða til að hjálpa fyr­ir­tækjum að fækka fólki og að tíma­bundin úrræði yrðu virkjuð til að færa fólk yfir á atvinnu­leys­is­bæt­ur, svo fyr­ir­tækin yrðu enn á sínum stað þegar veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­nið­ur­sveiflan yrði liðin hjá.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent