Saknar skýrari aðgerðaáætlunar frá ríkisstjórninni

Viðbrögð stjórnvalda í þeirri stöðu sem upp er komin þurfa að vera skýr, afgerandi og fumlaus, að sögn Þorsteins Víglundssonar þingmanns Viðreisnar.

Þorsteinn Víglundsson
Auglýsing

„Við, líkt og aðrar þjóð­ir, ein­fald­lega vitum ekki hvað er framund­an. Þetta er óvenju­leg staða vegna þess­arar miklu óvissu sem henni fylgir og afskap­lega erfitt að segja til um hvað næstu vikur og mán­uðir munu bera í skauti sér,“ sagði Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar í umræðum um aðgerðir stjórn­valda vegna COVID-19 far­ald­urs­ins á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn brýndi rík­is­stjórn­ina til dáða í ræðu sinni og kall­aði eftir auknum skýr­leika þaðan hvað aðgerðir varð­ar­. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, sem flutti þing­inu munn­lega skýrslu um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um, kynnti engar nýjar aðgerðir til við­bótar við það sem kynnt var á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inar á þriðju­dag­inn.

Þor­steinn sagði vand­ann í raun vera tví­þættan nú, þar sem efna­hags­nið­ur­sveifla hefði haf­ist fyrir rúmu ári síðan og rík­is­stjórnin hefði ekki mætt henni nægi­legri festu af rík­is­stjórn­inni. Ferða­þjón­ustan hefði verið í hörðu árferði í meira en eitt ár, sem gerði höggið nú þyngra en ella.

„Þess vegna þurfa við­brögðin núna að vera skýr, þau þurfa að vera afger­andi, þau þurfa að vera fum­laus,“ sagði Þor­steinn og bætti við að þessa skýr­leika sakn­aði hann enn í yfir­lýs­ingum stjórn­valda um aðgerðir vegna veirunna.

Hann sagði að það hefði verið hug­hreystandi að heyra for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra segja í þing­inu í dag að rík­is­stjórnin myndi gera „allt sem þyrfti“ til að bregð­ast við afleið­ingum COVID-19 á hag­kerf­ið, en það væri ekki nóg. 

Auglýsing

Þing­mað­ur­inn sagði blaða­manna­fund rík­is­stjórn­ar­innar á þriðju­dag hafa verið „inni­stæðu­lít­inn“ um aðgerðir vegna veirunnar og bar hann saman við skýrar aðgerðir sem fjár­mála­ráð­herra Bret­lands kynnti þing­inu í West­min­ster í gær.

Þor­steinn sagði að ef rík­is­stjórnin kynnti ekki skýr­ari aðgerðir á næstu dögum væri hætta á að við­brögð fyr­ir­tækja við efna­hags­högg­inu yrðu öfga­full, sem myndi enn dýpka nið­ur­sveifl­una.

Lagði hann meðal ann­ars til að ríkið gripi til aðgerða til að hjálpa fyr­ir­tækjum að fækka fólki og að tíma­bundin úrræði yrðu virkjuð til að færa fólk yfir á atvinnu­leys­is­bæt­ur, svo fyr­ir­tækin yrðu enn á sínum stað þegar veiru­far­ald­ur­inn og efna­hags­nið­ur­sveiflan yrði liðin hjá.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent