Mynd: Bára Huld Beck

Forsætisráðherra segir allan þingheim þurfa að sýna forystu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að íslenskt samfélag þyrfti að standa saman við þær aðstæður sem eru uppi í ræðu á þingi í dag. „ Við vitum að þetta verður erfitt, en staðan er góð, innviðirnir eru traustir og við höfum alla möguleika á því að mæta þessari áskorun af sóma.“

„Ég vil segja það að mark­viss og traust við­brögð skipta sköpum í aðstæðum eins og við glímum nú við. Aðgerðir stjórn­valda munu miða við að styðja við atvinnu­lífið og fólkið í land­inu, enda er það tengt órjúf­an­legum bönd­um.“ 

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á Alþingi í dag þegar hún gaf munn­lega skýrslu um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­málum vegna veiru­far­ald­urs­ins sem nú geis­ar. 

Katrín kynnti engar nýjar aðgerðir en fór yfir það sem þegar verið verið lagt á borðið og sagði að mestu máli skipti að aðgerðir stjórn­valda verði mark­viss­ar, rétt­látar og skyn­sam­ar. „Gerum okkur grein fyrir því, við sem hér sitj­um, að íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir mik­illi áskor­un. Og það er áskorun sem er mik­il­vægt að við mætum í sam­ein­ingu og leggjum öll okkar að mörkum til að sigr­ast á henni. Þar er hlut­verk okkar allra mik­il­vægt, bæði rík­is­stjórnar en ekki síður þings­ins. Við þurfum öll að sýna for­ystu til þess að við getum tek­ist á við þessa áskorun með sóma­sam­legum hætt­i.“

Í nið­ur­lagi ræðu sinnar sagði for­sæt­is­ráð­herra að stjórn­völd myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að yfir­stand­andi hremm­ingar verði tíma­bundnar og að íslenskt sam­fé­lag muni standa sterkara eftir en áður. „Við þurfum sem sam­fé­lag að standa saman við þessar aðstæður og það skiptir máli að við öll sendum þau skýru skila­boð út í sam­fé­lag­ið. Ef okkur ber gæfa til þess þá hef ég ekki áhyggjur af því að okkur muni lán­ast að gera þetta eins vel og við get­um. Við vitum að þetta verður erfitt, en staðan er góð, inn­við­irnir eru traustir og við höfum alla mögu­leika á því að mæta þess­ari áskorun af sóma.“

Ferða­bannið „áfall“

Í ræð­unni fór Katrín yfir það að hún telur íslensk stjórn­völd hafa verið vel und­ir­búin undir þann veiru­far­aldur sem nú geisar vegna veirunnar sem veld­ur COVID-19 sjúk­dómn­um. Hér hefði verið lögð áhersla á að hlífa veiku fólki og lág­marka álag á heil­brigð­is­kerf­ið. Sagði hún þær aðgerðir sem þegar hefði verið gripið til vera til mik­illar fyr­ir­myndar og að ánægju­legt væri hversu alvar­lega almenn­ingur hefði almennt tekið stöð­una. 

Stjórn­völd muni hins vegar ekki hika viðað beita öllum þeim úrræðum sem þau eigi til­tæk, hvort sem það sé á sviði heil­brigð­is- eða efna­hags­mála, við að koma land­inu í gegnum þá stöðu sem sé uppi. Sú staða sé þó tíma­bund­in, en ekki var­an­legt ástand. 

Katrín fór yfir þá ákvörðun Banda­ríkja­for­seta að setja ferða­bann á Ísland, þær afleið­ingar sem það hefur þegar haft á íslenskan hluta­bréfa­markað og þær sem gætu orðið til lengri tíma, sér­stak­lega á ferða­þjón­ustu. Hún sagði að ákvörð­unin væri áfall og að íslensk stjórn­völd væru búin að gera þeim banda­rísku grein fyrir afstöðu sinni til henn­ar. 

Far­ald­ur­inn væri að skekja öll opin hag­kerfi í heim­inum og Ísland væri þar engin und­an­tekn­ing. Nei­kvæð áhrif væru þegar komin fram í formi minnk­andi eft­ir­spurnar sem myndi leiða til minni tekna. Þá gætu falist vand­kvæði í því að ekki myndu fást aðföng í mik­il­væga fram­leiðslu. 

Fór yfir fyrri aðgerðir en kynnti engar nýjar

Ljóst sé að þörf sé á við­spyrnu og að for­sendur fjár­mála­á­ætl­unar séu þegar brostn­ar. Ný slík verður lögð fram í maí, eða eftir tvo mán­uði. Katrín sagði að það þyrfti að horfa til lengri og skemmri tíma þegar áhrif af stöð­unni væru met­in.

Hún fór svo yfir þær aðgerðir sem kynntar voru á þriðju­dag á blaða­manna­fundi, sem voru sjö tals­ins.  Í þeim pakka voru meðal ann­ars aðgerðir sem þegar höfðu verið kynnt­ar, eins og til­færsla á inn­stæðum Íbúða­lána­sjóðs úr Seðla­banka Íslands og yfir til við­skipta­banka til að auka laust fé innan þeirra.

Þá hafði áður verið greint frá því að aukin kraftur yrði settur í fjár­fest­ingar hins opin­bera og engar nýjar slíkar til­greindar á blaða­manna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var hins vegar greint frá því að fyr­ir­tækjum sem lenda í tíma­bundnum rekstr­­ar­örð­ug­­leik­um ­vegna tekju­­falls verði veitt svig­­rúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opin­berum gjöld­um og að gistin­átta­skattur verði felldur nið­ur. Hann hefur skilað rúm­lega einum millj­arði króna í tekjum á und­an­förnum árum en fyrir liggur að gistin­átta­skatt­ur­inn, sem er 300 krónur á hverja selda gistinótt, mun hvort eð er skila mun minna í tekjur fyrir rík­is­sjóð ef ferða­menn eru ekki að koma til lands­ins. 

Þá greindi rík­is­stjórnin frá því að hún ætl­aði í mark­aðsá­tak erlendis „þeg­ar að­­stæður skap­­ast til þess að kynna Ísland sem áfanga­­stað, auk átaks til að hvetja til ferða­laga Íslend­inga inn­­an­lands.“

Virkt sam­tal um hvernig bankar eigi að taka á stöðu fyr­ir­tækja sem geta ekki staðið við greiðslur af lánum né almennar rekstr­ar­greiðsl­ur, eins og launa­greiðsl­ur, hefur verið í gangi en engin nið­ur­staða kynnt um hvernig þeim málum verði háttað að öðru leyti en að til standi að reyna að fleyta „líf­væn­legum fyr­ir­tækj­um“ í gegnum þann kúf sem framundan er. 

Katrín ræddi líka í ræðu sinni um að áhrif af þeim aðgerðum sem ríkið skuld­batt sig til við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna væru nú að koma til fram­kvæmda á hár­réttum tíma­punkti og benti á að fyrir lægi frum­varp sem tryggði að laun allra sem sitja í sótt­kví verði greidd. Eng­inn þurfi því að ótt­ast um afkomu sína á meðan að við­kom­andi er í sótt­kví og sagði að það væru fjarri því allar þjóðir að beita sótt­kví­ar­úr­ræð­inu til að hindra útbreiðslu veirunn­ar. Við gætum hins vegar gert það vegna þeirrar yfir­sýnar sem væri hægt að hafa hér­lend­is, þar sem alþjóða­flug­völl­ur­inn væri ein­ungis einn og þjóðin fámenn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar